Körfubolti

Nýi Njarðvíkingurinn segir að foreldrar hans vilji að hann búi áfram í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rodney Glasgow hefur samið við Njarðvík og verður leikstjórnandi liðsins á næstu leiktíð.
Rodney Glasgow hefur samið við Njarðvík og verður leikstjórnandi liðsins á næstu leiktíð. Mynd/UMFN.is

Rodney er 180 sentimetra bakvörður sem er fæddur árið 1992. Hann er fæddur í Bandaríkjunum en er með breskt vegabréf.

Rodney útskrifaðist úr Virginia Military herháskólanum árið 2014 en þar var hann með 18,8 stig, 4,1 frákast og 5,8 stoðsendingar á leik. Með VMI háskólanum lék einmitt annar fyrrum leikmaður Njarðvíkur, Travis Holmes.

Eftir útskrift úr háskóla hefur Rodney leikið í Sviss, Belgíu, Slóvakíu (tvö ár) og svo lék hann með Newcastle í ensku deildinni síðastliðinn vetur þar sem hann varð enskur bikarmeistari.

Rodney Glasgow hefur verið duglegur að tjá sig um ástandið í Bandaríkjunum á Twitter síðustu daga. Þar kemur meðal annars fram að það hafi verið ósk foreldra hans að hann héldi áfram á búa í Evrópu eins og sjá má í færslu hans hér fyrir neðan.

„Mitt fólk er í sárum, öskureitt, ráðvillt og sorgmætt. Það sem særir þó mest er að það er ekki hlustað á svart fólk og það er ekki litið á okkur sem jafningja í hinni hvítu Ameríku. Þetta er ástæðan fyrir því að foreldrar mínir vilja að ég haldi áfram að búa í Evrópu,“ skrifaði Rodney Glasgow á Twitter síðu sína.

Fólk út um allan heim er hneykslað yfir meðferðinni á blökkumanninum George Floyd en hann hann dó eftir að hvítur lögreglumaður lá með hné sitt ofan á hálsi hans í næstum því níu mínútur. Mikil mótmæli hafa verið út um öll Bandaríkjamenn og þau hafa náð til Evrópu og annarra heimshluta.

Rodney Glasgow var með fleiri færslur eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×