Með samstöðu náum við árangri Drífa Snædal skrifar 5. júní 2020 14:30 Það var gleðilegt að sjá svo marga mæta á Austurvöll á miðvikudag í samstöðu gegn rasisma þótt tilefnið væri ömurlegt. Verkalýðshreyfingin er hreyfing lýðræðis, mannréttinda og friðar. Hreyfing almennings gegn öflum sem sundra og kúga. Þess vegna hljóta samtök vinnandi fólks að taka stöðu með hinum kúguðu gegn kerfisbundinni niðurlægingu og valdbeitingu. Staða mála í Bandaríkjunum er svo alvarleg að hún ógnar friði þar í landi og þar með heimsfriðnum. Um leið varpar hún ljósi á kerfisbundið kynþáttamisrétti sem þrífst um allan heim. Það er því þörf á friðarsamstöðu sem aldrei fyrr. Munum að sterkasta aflið gegn inngrónu misrétti og stofnanabundnum rasisma er samstaða. Þar dugar ekkert minna en fjöldahreyfing og við skulum öll vera hluti af henni. Á innlendum vettvangi náði ASÍ að afstýra stórslysi um síðustu helgi í tengslum við lagasetningu um greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti. Góðu heilli og eftir mikinn þrýsting samþykkti Alþingi að gera breytingar í þá veru að fyrirtækjum beri að endurráða fólk á sömu kjörum og það var á. Þetta skilyrði gildir í 6 mánuði frá uppsögn. Það er því ekki hægt að fá fé úr ríkissjóði til að greiða fólki á uppsagnarfresti og ætla svo að endurráða það á lakari kjörum. Þetta skipti miklu máli og er til marks um hvað sameinuð verkalýðshreyfing getur gert. Ég hvet fólk til að kynna sér réttindi sín í tengslum við úrræði stjórnvalda, það er töluverð hætta á að réttindi glatist ef ekki er fylgst með. Þar er stéttarfélagið þinn bakhjarl. Munum að njóta sólar og sumars eftir erfiðan vetur, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það var gleðilegt að sjá svo marga mæta á Austurvöll á miðvikudag í samstöðu gegn rasisma þótt tilefnið væri ömurlegt. Verkalýðshreyfingin er hreyfing lýðræðis, mannréttinda og friðar. Hreyfing almennings gegn öflum sem sundra og kúga. Þess vegna hljóta samtök vinnandi fólks að taka stöðu með hinum kúguðu gegn kerfisbundinni niðurlægingu og valdbeitingu. Staða mála í Bandaríkjunum er svo alvarleg að hún ógnar friði þar í landi og þar með heimsfriðnum. Um leið varpar hún ljósi á kerfisbundið kynþáttamisrétti sem þrífst um allan heim. Það er því þörf á friðarsamstöðu sem aldrei fyrr. Munum að sterkasta aflið gegn inngrónu misrétti og stofnanabundnum rasisma er samstaða. Þar dugar ekkert minna en fjöldahreyfing og við skulum öll vera hluti af henni. Á innlendum vettvangi náði ASÍ að afstýra stórslysi um síðustu helgi í tengslum við lagasetningu um greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti. Góðu heilli og eftir mikinn þrýsting samþykkti Alþingi að gera breytingar í þá veru að fyrirtækjum beri að endurráða fólk á sömu kjörum og það var á. Þetta skilyrði gildir í 6 mánuði frá uppsögn. Það er því ekki hægt að fá fé úr ríkissjóði til að greiða fólki á uppsagnarfresti og ætla svo að endurráða það á lakari kjörum. Þetta skipti miklu máli og er til marks um hvað sameinuð verkalýðshreyfing getur gert. Ég hvet fólk til að kynna sér réttindi sín í tengslum við úrræði stjórnvalda, það er töluverð hætta á að réttindi glatist ef ekki er fylgst með. Þar er stéttarfélagið þinn bakhjarl. Munum að njóta sólar og sumars eftir erfiðan vetur, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun