„Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 15:16 Wanda Cooper-Jones, móðir Ahmaud Arbery, og S. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldunnar. AP/Stephen B. Morton „Ég ímynda mér oft hvernig síðustu mínútur lífs sonar míns voru. Ég ímyndaði mér ekki að þær hefði verið svona erfiðar,“ sagði Wanda Cooper, móðir Ahmaud Arbery. Hann var skotinn til bana þegar hann fór út að skokka í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. Þrír menn voru handteknir vegna dauða Arbery, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan. Þeir eltu Arbery eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Arbery var skotinn til bana 23. febrúar en þremenningarnir voru ekki handteknir fyrr en 7. maí eftir að málið vakti heimsathygli þegar myndband sem Bryan tók fór í umferð á samfélagsmiðlum. Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja varpaði frekari ljósi á dauða Arbery. Meðal annars hefur komið í ljós að mennirnir eltu Arbery um víðan völl og óku þeir nokkrum sinnum fyrir hann. Skömmu áður en Travis McMichael skaut Arbery til bana ók Bryan á hann. Bryan segir að Arbery hafi reynt að hlaupa undan þeim og meðal annars stokkið ofan í skurð til að komast undan mönnunum þremur. Á einum tímapunkti varð hann fyrir bíl Bryan og sneri við. Þá fór Travis úr bílnum sem feðgarnir voru í og til átaka kom á milli hans og Arbery, sem endaði með því að Travis skaut Arbery þrisvar sinnum með haglabyssu. Í samtali við Chris Cuomo á CNN í gærkvöldi sagði Wanda Cooper að sonur sinn hafi reynt að hlaupa til að bjarga lífi sínu. Þegar hann hafi ekki getað hlaupið lengra hafi hann reynt að berjast fyrir lífi sínu. Þá hafi hann verið myrtur. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldunnar segir málflutninginn hafa sýnt fram á að mennirnir þrír hafi vísvitandi myrt Arbery og að hatur hafi drifið þá áfram. Cooper sagðist einnig vonast til þess að dauði sonar hennar og George Floyd muni leiða til varanlegra breytinga í Bandaríkjunum. Þær séu nauðsynlegar svo fleiri þeldökkir Bandaríkjamenn deyi ekki á þennan hátt. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan. Ahmaud Arbery's mother says the claim Travis McMichael used the N-word after shooting her son leaves her speechless."He... ran for his life. When he couldn't run anymore, he had to fight. And then after he fought, he was killed. It's very hard to know that he endured that." pic.twitter.com/n6d6TX56Nc— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) June 5, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Ég ímynda mér oft hvernig síðustu mínútur lífs sonar míns voru. Ég ímyndaði mér ekki að þær hefði verið svona erfiðar,“ sagði Wanda Cooper, móðir Ahmaud Arbery. Hann var skotinn til bana þegar hann fór út að skokka í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. Þrír menn voru handteknir vegna dauða Arbery, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan. Þeir eltu Arbery eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Arbery var skotinn til bana 23. febrúar en þremenningarnir voru ekki handteknir fyrr en 7. maí eftir að málið vakti heimsathygli þegar myndband sem Bryan tók fór í umferð á samfélagsmiðlum. Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja varpaði frekari ljósi á dauða Arbery. Meðal annars hefur komið í ljós að mennirnir eltu Arbery um víðan völl og óku þeir nokkrum sinnum fyrir hann. Skömmu áður en Travis McMichael skaut Arbery til bana ók Bryan á hann. Bryan segir að Arbery hafi reynt að hlaupa undan þeim og meðal annars stokkið ofan í skurð til að komast undan mönnunum þremur. Á einum tímapunkti varð hann fyrir bíl Bryan og sneri við. Þá fór Travis úr bílnum sem feðgarnir voru í og til átaka kom á milli hans og Arbery, sem endaði með því að Travis skaut Arbery þrisvar sinnum með haglabyssu. Í samtali við Chris Cuomo á CNN í gærkvöldi sagði Wanda Cooper að sonur sinn hafi reynt að hlaupa til að bjarga lífi sínu. Þegar hann hafi ekki getað hlaupið lengra hafi hann reynt að berjast fyrir lífi sínu. Þá hafi hann verið myrtur. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldunnar segir málflutninginn hafa sýnt fram á að mennirnir þrír hafi vísvitandi myrt Arbery og að hatur hafi drifið þá áfram. Cooper sagðist einnig vonast til þess að dauði sonar hennar og George Floyd muni leiða til varanlegra breytinga í Bandaríkjunum. Þær séu nauðsynlegar svo fleiri þeldökkir Bandaríkjamenn deyi ekki á þennan hátt. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan. Ahmaud Arbery's mother says the claim Travis McMichael used the N-word after shooting her son leaves her speechless."He... ran for his life. When he couldn't run anymore, he had to fight. And then after he fought, he was killed. It's very hard to know that he endured that." pic.twitter.com/n6d6TX56Nc— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) June 5, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22
Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27
Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent