Segir flugskýlið sem borgin vill rífa með merkustu flugminjum Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2020 21:34 TF-ÖRN við sjóflugskýlið í Skerjafirði fyrir tíma Reykjavíkurflugvallar en vélinni var rennt á teinum út í sjó. Flugfélag Akureyrar, síðar Flugfélag Íslands, byggði skýlið yfir TF-ÖRN, sem Icelandair telur fyrstu flugvél félagsins. Myndin er úr bók Arngríms Sigurðssonar, Annálar íslenskra flugmála 1936-1938, sem Íslenska flugsögufélagið gaf út. Haukur Claessen, síðar varaflugmálastjóri, tók ljósmyndina. Mynd/Haukur Claessen. Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði frá því í gær að borgin hefði tilkynnt að vegna nýs skipulags ætti að rífa flugskýli félagsins í Skerjafirði. Eggert Norðdahl, höfundur bókarinnar Flugsaga Íslands. Hann vill að Minjastofnun beiti skyndifriðun til að hindra borgaryfirvöld í að rífa flugskýlið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér eiginlega bara snarbrá vegna þess að þetta er elsta uppistandandi bygging á flugvallarsvæðinu og að grunninum til er hún algerlega íslensk, frá því fyrir stríð,“ segir flugáhugamaðurinn Eggert Norðdahl, höfundur Flugsögu Íslands. Flugskýlið er nefnilega ekki stríðsminjar, eins og flest önnur skýli á vellinum, heldur segir Eggert að það sé byggt árið 1938. Skýlið sé frá árum sjóflugvélanna og því íslenskar flugminjar frá því fyrir tíma Reykjavíkurflugvallar en frá skýlinu lá skábraut niður í sjó. Reykjavíkurflugvöllur 9. júní árið 1942. Á myndinni sést sjóflugskýlið neðarlega til vinstri. Breski herinn tók skýlið yfir um tíma á stríðsárunum en skilaði því svo fljótlega aftur til Flugfélags Íslands, sem lét stækka það árið 1942.Mynd/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna. Eggert segir skýlið ómetanlegar flugminjar. „Vegna þess að þetta er elsta uppistandandi flugskýli á Íslandi, svo ég viti til.“ Eggert setur þó þá fyrirvara að vera kunni að eldra skýli, sem rifið var á Akureyri, hafi síðar verið endurreist úti í sveit. Þá sé hluti skýlis á Sandskeiði frá sama tíma. Eggert segist strax í morgun hafa sent erindi til Minjastofnunar. Hann vill skyndifriðun enda hafi skýlið verið byggt yfir TF-ÖRN, sjóflugvélina sem markaði upphaf samfellds atvinnuflugs á Íslandi og telst fyrsta flugvél í sögu Icelandair. Flugskýlið sést betur þegar myndin að ofan frá árinu 1942 er stækkuð. Sjá má nokkra Catalinu-flugbáta bandaríska hersins en einnig Beechcraft-vél Flugfélags Íslands, TF-ISL, á akbrautinni við flugbrautina.Mynd/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna. „Þetta er tvímælalaust bara upphaf atvinnuflugs á Íslandi, svona fyrir utan Junkers-flugbátana, flugvélarnar sem voru á flotbátum hérna 1928 til 1931. Ef þú myndir finna Junkers-vél, þá er hún kannski merkilegri, en þetta er bara það almerkilegasta sem til er. Og það eru svo fáir sem átta sig á því að þetta er þarna, bara í upphaflegri mynd, í fullri notkun,“ segir Eggert Norðdahl. Flugskýlið var tekið notkun árið 1938 en er núna í eigu Flugfélagsins Ernis. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt félaginu að skýlið verði rifið þar sem búið sé að skipuleggja þar veg.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samgönguráðherra var einnig brugðið við fréttirnar af tilkynningu borgaryfirvalda til Flugfélagsins Ernis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það illskiljanlegt, sem gömlum sveitarstjórnarmanni, ef satt reynist, að það sé gengið svona fram gagnvart fyrirtæki sem hefur starfað og þjónustað borgarana hér um áratugaskeið, og eiginlega hálf ómannleg nálgun, ef satt reynist. En ég ætla að skoða málið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Fornminjar Húsavernd Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði frá því í gær að borgin hefði tilkynnt að vegna nýs skipulags ætti að rífa flugskýli félagsins í Skerjafirði. Eggert Norðdahl, höfundur bókarinnar Flugsaga Íslands. Hann vill að Minjastofnun beiti skyndifriðun til að hindra borgaryfirvöld í að rífa flugskýlið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér eiginlega bara snarbrá vegna þess að þetta er elsta uppistandandi bygging á flugvallarsvæðinu og að grunninum til er hún algerlega íslensk, frá því fyrir stríð,“ segir flugáhugamaðurinn Eggert Norðdahl, höfundur Flugsögu Íslands. Flugskýlið er nefnilega ekki stríðsminjar, eins og flest önnur skýli á vellinum, heldur segir Eggert að það sé byggt árið 1938. Skýlið sé frá árum sjóflugvélanna og því íslenskar flugminjar frá því fyrir tíma Reykjavíkurflugvallar en frá skýlinu lá skábraut niður í sjó. Reykjavíkurflugvöllur 9. júní árið 1942. Á myndinni sést sjóflugskýlið neðarlega til vinstri. Breski herinn tók skýlið yfir um tíma á stríðsárunum en skilaði því svo fljótlega aftur til Flugfélags Íslands, sem lét stækka það árið 1942.Mynd/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna. Eggert segir skýlið ómetanlegar flugminjar. „Vegna þess að þetta er elsta uppistandandi flugskýli á Íslandi, svo ég viti til.“ Eggert setur þó þá fyrirvara að vera kunni að eldra skýli, sem rifið var á Akureyri, hafi síðar verið endurreist úti í sveit. Þá sé hluti skýlis á Sandskeiði frá sama tíma. Eggert segist strax í morgun hafa sent erindi til Minjastofnunar. Hann vill skyndifriðun enda hafi skýlið verið byggt yfir TF-ÖRN, sjóflugvélina sem markaði upphaf samfellds atvinnuflugs á Íslandi og telst fyrsta flugvél í sögu Icelandair. Flugskýlið sést betur þegar myndin að ofan frá árinu 1942 er stækkuð. Sjá má nokkra Catalinu-flugbáta bandaríska hersins en einnig Beechcraft-vél Flugfélags Íslands, TF-ISL, á akbrautinni við flugbrautina.Mynd/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna. „Þetta er tvímælalaust bara upphaf atvinnuflugs á Íslandi, svona fyrir utan Junkers-flugbátana, flugvélarnar sem voru á flotbátum hérna 1928 til 1931. Ef þú myndir finna Junkers-vél, þá er hún kannski merkilegri, en þetta er bara það almerkilegasta sem til er. Og það eru svo fáir sem átta sig á því að þetta er þarna, bara í upphaflegri mynd, í fullri notkun,“ segir Eggert Norðdahl. Flugskýlið var tekið notkun árið 1938 en er núna í eigu Flugfélagsins Ernis. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt félaginu að skýlið verði rifið þar sem búið sé að skipuleggja þar veg.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samgönguráðherra var einnig brugðið við fréttirnar af tilkynningu borgaryfirvalda til Flugfélagsins Ernis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það illskiljanlegt, sem gömlum sveitarstjórnarmanni, ef satt reynist, að það sé gengið svona fram gagnvart fyrirtæki sem hefur starfað og þjónustað borgarana hér um áratugaskeið, og eiginlega hálf ómannleg nálgun, ef satt reynist. En ég ætla að skoða málið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Fornminjar Húsavernd Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45