Tilkynnti minnkandi atvinnuleysi og sagði það „frábæran dag fyrir George Floyd“ Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 21:32 Donald Trump á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. Atvinnuleysi í landinu mælist nú 13,3 prósent. Ummæli Trump um George Floyd vöktu þó meiri athygli en tölfræðin, en forsetinn sagði fréttirnar vera „frábærar“ fyrir Floyd sem lést fyrir tæplega tveimur vikur eftir að lögreglumaður hélt honum niðri vegna gruns um hann væri með falsaðan peningaseðil. Dauði Floyd hefur leitt til mótmæla um allan heim og óeirðir hafa verið í mörgum borgum Bandaríkjanna. Less than 24 hours after George Floyd’s memorial service, Trump called this a “great day” for Floyd and others "in terms of equality.”Despicable. pic.twitter.com/WD3YPy9t35— CAP Action (@CAPAction) June 5, 2020 „Vonandi er George að horfa niður núna að segja: Þetta er frábært fyrir landið okkar. Þetta er frábær dagur fyrir hann og þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær, frábær dagur varðandi jafnrétti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Þá sagði hann jafnframt mikilvægt að allir fengju jafna meðferð í samskiptum við lögreglu, en mótmælin í Bandaríkjunum hafa verið að mestu vegna ofbeldi lögreglunnar í garð svartra í landinu. Biden fordæmir ummælin Ummælin hafa reitt marga til reiði enda þykir forsetinn hafa tæklað atburði undanfarna vikna illa. Skoðanakönnun Reuters leiddi í ljós að meirihluti Bandaríkjamanna væri óánægður með hvernig Trump hefur tekið á mótmælaöldunni, eða um 55 prósent svarenda. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir að segja fréttirnar gleðiefni fyrir Floyd er forsetaefni Demókrataflokksins Joe Biden. Sagði hann það fyrirlitlegt af forsetanum að leggja honum orð í munn. „Og sú staðreynd að hann gerði það á degi þar sem atvinnuleysi svartra jókst, atvinnuleysi rómanskra jókst, atvinnuleysi á meðal ungra svartra jókst til muna segir ykkur allt sem þið þurfið að vita um þennan mann og hvað skiptir hann máli,“ sagði Biden á kosningafundi í Delaware. Á vef BBC kemur þó fram að tölfræði Biden varðandi atvinnuleysi á meðal rómanskra hafi verið röng en það minnkaði um rúmlega eitt prósent. Atvinnuleysi á meðal svartra fór þó úr 16,4 prósentum í 16,8 prósent á meðan það fór niður um 0,6 prósentustig á meðal hvítra í landinu. Þá segir Biden Trump draga fram það versta í mörgum Bandaríkjamönnum og það væru sennilega tíu til fimmtán prósent samfélagsins sem væru almennt „ekki gott fólk“. Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. Atvinnuleysi í landinu mælist nú 13,3 prósent. Ummæli Trump um George Floyd vöktu þó meiri athygli en tölfræðin, en forsetinn sagði fréttirnar vera „frábærar“ fyrir Floyd sem lést fyrir tæplega tveimur vikur eftir að lögreglumaður hélt honum niðri vegna gruns um hann væri með falsaðan peningaseðil. Dauði Floyd hefur leitt til mótmæla um allan heim og óeirðir hafa verið í mörgum borgum Bandaríkjanna. Less than 24 hours after George Floyd’s memorial service, Trump called this a “great day” for Floyd and others "in terms of equality.”Despicable. pic.twitter.com/WD3YPy9t35— CAP Action (@CAPAction) June 5, 2020 „Vonandi er George að horfa niður núna að segja: Þetta er frábært fyrir landið okkar. Þetta er frábær dagur fyrir hann og þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær, frábær dagur varðandi jafnrétti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Þá sagði hann jafnframt mikilvægt að allir fengju jafna meðferð í samskiptum við lögreglu, en mótmælin í Bandaríkjunum hafa verið að mestu vegna ofbeldi lögreglunnar í garð svartra í landinu. Biden fordæmir ummælin Ummælin hafa reitt marga til reiði enda þykir forsetinn hafa tæklað atburði undanfarna vikna illa. Skoðanakönnun Reuters leiddi í ljós að meirihluti Bandaríkjamanna væri óánægður með hvernig Trump hefur tekið á mótmælaöldunni, eða um 55 prósent svarenda. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir að segja fréttirnar gleðiefni fyrir Floyd er forsetaefni Demókrataflokksins Joe Biden. Sagði hann það fyrirlitlegt af forsetanum að leggja honum orð í munn. „Og sú staðreynd að hann gerði það á degi þar sem atvinnuleysi svartra jókst, atvinnuleysi rómanskra jókst, atvinnuleysi á meðal ungra svartra jókst til muna segir ykkur allt sem þið þurfið að vita um þennan mann og hvað skiptir hann máli,“ sagði Biden á kosningafundi í Delaware. Á vef BBC kemur þó fram að tölfræði Biden varðandi atvinnuleysi á meðal rómanskra hafi verið röng en það minnkaði um rúmlega eitt prósent. Atvinnuleysi á meðal svartra fór þó úr 16,4 prósentum í 16,8 prósent á meðan það fór niður um 0,6 prósentustig á meðal hvítra í landinu. Þá segir Biden Trump draga fram það versta í mörgum Bandaríkjamönnum og það væru sennilega tíu til fimmtán prósent samfélagsins sem væru almennt „ekki gott fólk“.
Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26