Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 23:30 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Samsett/EPA Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. Lögregla telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth, sem Tom Hagen sjálfur er grunaður um að hafa framið. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn að vitja konu sinnar. Frelsi fram yfir peninga VG birtir í dag umrætt bréf í heild sinni í fyrsta sinn, í hverju meintir mannræningjar Anne-Elisabeth útlista kröfur sínar. Viðkvæmar upplýsingar á borð við nöfn, netföng og lykilorð hafa verið máðar út en annars er bréfið sagt í upprunalegri mynd. Það hefst á eftirfarandi orðum, öll rituð í hástöfum: „VIÐ ERUM MEÐ KONU ÞÍNA ANNE-ELISABETH. EF ÞÚ VILT SJÁ HANA AFTUR. SKALT ÞÚ LESA OG FARA ALGJÖRLEGA EFTIR LEIÐBEININGUNUM.“ Þá kveðst bréfritari hafa fylgst með Anne-Elisabeth og nokkrum skyldmennum hennar um langt skeið. „EF ÞÚ BLANDAR LÖGREGLU OG FJÖLMIÐLUM Í MÁLIÐ SETUR ÞÚ ÞRÝSTING Á OKKUR. SÉUM VIÐ BEITTIR OF MIKLUM ÞRÝSTINGI KJÓSUM VIÐ FRELSI FRAM YFIR PENINGA. VIÐ TÖKUM MINNI ÁHÆTTU MEÐ ÞVÍ AÐ DREPA OG LOSA OKKUR VIÐ LÍK ANNE ELISABETH OG HVERFA.“ Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á níu milljónir evra í hinni órekjanlegu rafmynt Monero líkt og áður hefur verið fjallað um, er lögð fram í bréfinu. Þá lætur bréfritari fylgja ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig fjárfesta eigi í umræddri rafmynt. Hér má nálgast bréfið í heild á vef VG. Það var þetta bréf, sem nú hefur verið gert opinbert í fyrsta sinn, sem varð til þess að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth var haldið leyndri í tíu vikur. Lögregla vildi stíga eins varlega til jarðar og unnt var, þar sem Anne-Elisabeth var talin í mikilli hættu. Á þessum tímapunkti gekk lögregla enda út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og mannræningjarnir hefðu skilið bréfið eftir á vettvangi. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann hefur verið frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. Tom Hagen neitar alfarið sök og segist ekkert hafa með hvarf konu sinnar að gera. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fleiri fréttir Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Sjá meira
Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. Lögregla telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth, sem Tom Hagen sjálfur er grunaður um að hafa framið. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn að vitja konu sinnar. Frelsi fram yfir peninga VG birtir í dag umrætt bréf í heild sinni í fyrsta sinn, í hverju meintir mannræningjar Anne-Elisabeth útlista kröfur sínar. Viðkvæmar upplýsingar á borð við nöfn, netföng og lykilorð hafa verið máðar út en annars er bréfið sagt í upprunalegri mynd. Það hefst á eftirfarandi orðum, öll rituð í hástöfum: „VIÐ ERUM MEÐ KONU ÞÍNA ANNE-ELISABETH. EF ÞÚ VILT SJÁ HANA AFTUR. SKALT ÞÚ LESA OG FARA ALGJÖRLEGA EFTIR LEIÐBEININGUNUM.“ Þá kveðst bréfritari hafa fylgst með Anne-Elisabeth og nokkrum skyldmennum hennar um langt skeið. „EF ÞÚ BLANDAR LÖGREGLU OG FJÖLMIÐLUM Í MÁLIÐ SETUR ÞÚ ÞRÝSTING Á OKKUR. SÉUM VIÐ BEITTIR OF MIKLUM ÞRÝSTINGI KJÓSUM VIÐ FRELSI FRAM YFIR PENINGA. VIÐ TÖKUM MINNI ÁHÆTTU MEÐ ÞVÍ AÐ DREPA OG LOSA OKKUR VIÐ LÍK ANNE ELISABETH OG HVERFA.“ Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á níu milljónir evra í hinni órekjanlegu rafmynt Monero líkt og áður hefur verið fjallað um, er lögð fram í bréfinu. Þá lætur bréfritari fylgja ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig fjárfesta eigi í umræddri rafmynt. Hér má nálgast bréfið í heild á vef VG. Það var þetta bréf, sem nú hefur verið gert opinbert í fyrsta sinn, sem varð til þess að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth var haldið leyndri í tíu vikur. Lögregla vildi stíga eins varlega til jarðar og unnt var, þar sem Anne-Elisabeth var talin í mikilli hættu. Á þessum tímapunkti gekk lögregla enda út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og mannræningjarnir hefðu skilið bréfið eftir á vettvangi. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann hefur verið frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. Tom Hagen neitar alfarið sök og segist ekkert hafa með hvarf konu sinnar að gera.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fleiri fréttir Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Sjá meira