Fótbolti

Schalke ekki unnið deildarleik síðan 17. janúar og Wolfs­burg marði Bremen

Anton Ingi Leifsson skrifar
David Wagner er stjóri Schalke.
David Wagner er stjóri Schalke. vísir/getty

Tveimur leikjum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Wolfsburg vann Werder Bremen, 0-1, í fyrri leik dagsins og Union Berlin og Schalke gerðu 1-1 jafntefli í þeim síðari.

Það voru komnar 82 mínútur á klukkuna er sigurmark Wolfsburg kom en það gerði framherjinn Wout Weghorst. Wolfsburg er í 6. sætinu, ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti en Bremen er í 17. sæti, þremur stigum frá umspilssæti og sex stigum frá öruggu sæti.

Schalke hefur gengið hörmulega. Liðið hafði fyrir leikinn í dag tapað síðustu fjórum leikjum en í dag gerðu þeir 1-1 jafntefli við Union Berlin.

Síðasti deildarsigur Schalke kom 17. janúar en síðan þá hefur liðið tapað sjö leikjum og gert fjögur jafntefli. Bæði mörk komu í fyrri hálfleik. Robert Andrich kom Union yfir á 11. mínútu en Jonjoe Kenny jafnaði metin stundarfjórðungi síðar.

Schalke er þó bara í 10. sæti deildarinnar með 38 stig en Union Berlin er í 13. sætinu með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×