Atli Viðar: Held að KR-ingar eigi dálítið í land Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 16:00 Atli Viðar Björnsson spáir því að Víkingur hafi betur gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en hann segir að Íslandsmeistararnir, KR, eigi smá í land og það sé vegna aldurs liðsins. Atli Viðar var í viðtali í Sportpakkanum þar sem hann fór yfir leik kvöldsins sem og stöðuna á Íslands- og bikarmeisturunum en flautað verður til leiks klukkan 19.15 í Vesturbænum í kvöld. „Ég held að við eigum von á flottum og skemmtilegum leik. Fyrir það fyrsta þá er þetta virðuleg keppni sem allir vilja vinna. KR-ingarnir þurfa að sýna okkur öllum; fólkinu sínu og sjálfum sér að þeir séu tilbúnir í deildina þegar hún hefst eftir rúma viku,“ sagði Atli Viðar. „Víkingar aftur á móti eru nýir í þessari baráttu. Þeir eru ekki vanir að vinna bikara og ég held að þetta verði alvöru leikur. Það verður mikið undir og bæði lið leggja mikið upp úr því að vinna.“ Atli Viðar sér Víkinga berjast í toppnum í sumar og það geri KR einnig en síðarnefnda liðið muni smátt og smátt verða betra eftir því sem líður á mótið. „Ég held að KR-ingar eigi dálítið í land og ég held að það helgist að því að liðið er eldra og þeir eru lengur að spila sig í takt eftir þetta langa hlé. Ég sá Víkinganna um daginn og þeir líta vel út. Það sem mér fannst helst hjá þeim var að þeir voru að detta út og gleyma sér í varnarleiknum. Þeir fá á sig tvö mörk eftir föst leikatriði gegn Stjörnunni sem var ólíkt þeim frá því í fyrra. Það eru smáatriði sem þeir þurfa að slípa til og þá verða þeir klárir í mótið.“ „Víkingur er klárlega með lið og hóp í það að berjast um titilinn. Ég held að það séu allar forsendur fyrir því að það sé skemmtilegt sumar framundan í Víkinni,“ sagði Atli Viðar sem spáði Víkingi sigri í leik kvöldsins. Leikur KR og Víkinga verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn KR Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Atli Viðar Björnsson spáir því að Víkingur hafi betur gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en hann segir að Íslandsmeistararnir, KR, eigi smá í land og það sé vegna aldurs liðsins. Atli Viðar var í viðtali í Sportpakkanum þar sem hann fór yfir leik kvöldsins sem og stöðuna á Íslands- og bikarmeisturunum en flautað verður til leiks klukkan 19.15 í Vesturbænum í kvöld. „Ég held að við eigum von á flottum og skemmtilegum leik. Fyrir það fyrsta þá er þetta virðuleg keppni sem allir vilja vinna. KR-ingarnir þurfa að sýna okkur öllum; fólkinu sínu og sjálfum sér að þeir séu tilbúnir í deildina þegar hún hefst eftir rúma viku,“ sagði Atli Viðar. „Víkingar aftur á móti eru nýir í þessari baráttu. Þeir eru ekki vanir að vinna bikara og ég held að þetta verði alvöru leikur. Það verður mikið undir og bæði lið leggja mikið upp úr því að vinna.“ Atli Viðar sér Víkinga berjast í toppnum í sumar og það geri KR einnig en síðarnefnda liðið muni smátt og smátt verða betra eftir því sem líður á mótið. „Ég held að KR-ingar eigi dálítið í land og ég held að það helgist að því að liðið er eldra og þeir eru lengur að spila sig í takt eftir þetta langa hlé. Ég sá Víkinganna um daginn og þeir líta vel út. Það sem mér fannst helst hjá þeim var að þeir voru að detta út og gleyma sér í varnarleiknum. Þeir fá á sig tvö mörk eftir föst leikatriði gegn Stjörnunni sem var ólíkt þeim frá því í fyrra. Það eru smáatriði sem þeir þurfa að slípa til og þá verða þeir klárir í mótið.“ „Víkingur er klárlega með lið og hóp í það að berjast um titilinn. Ég held að það séu allar forsendur fyrir því að það sé skemmtilegt sumar framundan í Víkinni,“ sagði Atli Viðar sem spáði Víkingi sigri í leik kvöldsins. Leikur KR og Víkinga verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00.
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn KR Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira