Skipulag og uppbygging til framfara Ó. Ingi Tómasson skrifar 8. júní 2020 08:00 Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, var stigið stórt og ábyrgt skref til framfara í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Svæðisskipulagið sem gildir til ársins 2040 hefur það m.a. að markmiði að draga úr óhagkvæmri þenslu byggðar en ætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70.000 tímabilinu, auka sjálfbærni með markvissri byggðaþróun og uppbyggingu þjónustu sem hefur jákvæð áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa. Til að ná þessum markmiðum verður þróun þéttbýlis innan vaxtarmarka, meginþunga vaxtar verður beint á miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Aukin þátttaka almennings í notkun almenningssamgangna er ein meginforsenda þess að markmið svæðisskipulagsins nái fram að ganga. Meginkjarnar allra sveitarfélaganna verða tengdir saman með hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlínu sem verður góður valkostur fyrir íbúa um bílausan lífsstíl. Fyrsta skrefið í þá átt var undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Staða svæðisskipulagsins í Hafnarfirði Árið 2015 var svæðisskipulagið samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn. Í janúar 2018 var fjölmennur og vel heppnaður fundur um Borgalínu haldinn í Hafnarborg. Samkvæmt samgöngusáttmálanum verður framkvæmd vegna sérrýmis Borgarlínu frá Kringlu í Hafnarfjörð á árunum 2027-2030. Framkvæmdum við Reykjanesbraut – Álftanesveg – Lækjargata verður lokið árið 2028, áætlaður kostnaður er 13 milljarðir. Ef skoðuð eru markmiðin sem áður eru nefnd þá er vissulega ágreiningur um hvar og hvernig eigi að uppfylla markmið svæðisskipulagsins um þéttingu byggðar sem er forsenda bættra almenningssamgangna, aukinna umhverfisgæða og betri lífsgæða. Samkvæmt svæðisskipulaginu og aðalskipulagi Hafnarfjarðar er byggingarland á nýju óbrotnu landi að skornum skammti hér í Hafnarfirði, telja má að hægt sé að úthluta lóðum undir um 2.500 íbúðir fram til ársins 2040, þörfin miðað við 2% fjölgun íbúa er 6.300 - 7.600 íbúðir. Standa gegn uppbyggingu Í umræðunni hefur verið vísað til lítillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis hér í Hafnarfirði. Háspennulínur yfir nýbyggingarsvæðum hafa reynst okkur erfiðar, komin er bráðabirgðalausn á það mál og nýlega var úthlutað lóðum undir hundruði íbúða í Hamranesi. Þéttingarsvæði hafa verið til umræðu, skipulags- og byggingarráð hefur lagt til þéttingu á reitum sem hafa ekki mikil áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Stærsta þéttingaverkefnið er uppbygging á Hraunum vestur. Deiliskipulagstillaga er nær til svæðis við Reykjavíkurveg, Hjallahrauns og Helluhrauns var samþykkt í skipulags- og byggingarráði með atkvæðum meirihlutans gerir ráð fyrir 490 íbúðum, verslun og þjónustu auk leikskóla. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulagsins og hugmyndafræði rammaskipulags um svæðið. Það vekur athygli að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar greiddu atkvæði gegn tillögunni sem kemur e.t.v. ekki á óvart þar sem sér í lagi fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ýmist lagst gegn skipulagstillögum sem eru í takt við svæðisskipulagið eða ekki tekið afstöðu til þeirra. Það er því umhugsunarvert hvort hugur hafi fylgt máli þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt í bæjarstjórn. Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun áfram vinna að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, bættum almenningssamgöngum og úrbætum á Reykjanesbraut og þar með bættum hag Hafnfirðinga með markmið svæðisskipulagsins að leiðarljósi. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, var stigið stórt og ábyrgt skref til framfara í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Svæðisskipulagið sem gildir til ársins 2040 hefur það m.a. að markmiði að draga úr óhagkvæmri þenslu byggðar en ætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70.000 tímabilinu, auka sjálfbærni með markvissri byggðaþróun og uppbyggingu þjónustu sem hefur jákvæð áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa. Til að ná þessum markmiðum verður þróun þéttbýlis innan vaxtarmarka, meginþunga vaxtar verður beint á miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Aukin þátttaka almennings í notkun almenningssamgangna er ein meginforsenda þess að markmið svæðisskipulagsins nái fram að ganga. Meginkjarnar allra sveitarfélaganna verða tengdir saman með hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlínu sem verður góður valkostur fyrir íbúa um bílausan lífsstíl. Fyrsta skrefið í þá átt var undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Staða svæðisskipulagsins í Hafnarfirði Árið 2015 var svæðisskipulagið samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn. Í janúar 2018 var fjölmennur og vel heppnaður fundur um Borgalínu haldinn í Hafnarborg. Samkvæmt samgöngusáttmálanum verður framkvæmd vegna sérrýmis Borgarlínu frá Kringlu í Hafnarfjörð á árunum 2027-2030. Framkvæmdum við Reykjanesbraut – Álftanesveg – Lækjargata verður lokið árið 2028, áætlaður kostnaður er 13 milljarðir. Ef skoðuð eru markmiðin sem áður eru nefnd þá er vissulega ágreiningur um hvar og hvernig eigi að uppfylla markmið svæðisskipulagsins um þéttingu byggðar sem er forsenda bættra almenningssamgangna, aukinna umhverfisgæða og betri lífsgæða. Samkvæmt svæðisskipulaginu og aðalskipulagi Hafnarfjarðar er byggingarland á nýju óbrotnu landi að skornum skammti hér í Hafnarfirði, telja má að hægt sé að úthluta lóðum undir um 2.500 íbúðir fram til ársins 2040, þörfin miðað við 2% fjölgun íbúa er 6.300 - 7.600 íbúðir. Standa gegn uppbyggingu Í umræðunni hefur verið vísað til lítillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis hér í Hafnarfirði. Háspennulínur yfir nýbyggingarsvæðum hafa reynst okkur erfiðar, komin er bráðabirgðalausn á það mál og nýlega var úthlutað lóðum undir hundruði íbúða í Hamranesi. Þéttingarsvæði hafa verið til umræðu, skipulags- og byggingarráð hefur lagt til þéttingu á reitum sem hafa ekki mikil áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Stærsta þéttingaverkefnið er uppbygging á Hraunum vestur. Deiliskipulagstillaga er nær til svæðis við Reykjavíkurveg, Hjallahrauns og Helluhrauns var samþykkt í skipulags- og byggingarráði með atkvæðum meirihlutans gerir ráð fyrir 490 íbúðum, verslun og þjónustu auk leikskóla. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulagsins og hugmyndafræði rammaskipulags um svæðið. Það vekur athygli að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar greiddu atkvæði gegn tillögunni sem kemur e.t.v. ekki á óvart þar sem sér í lagi fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ýmist lagst gegn skipulagstillögum sem eru í takt við svæðisskipulagið eða ekki tekið afstöðu til þeirra. Það er því umhugsunarvert hvort hugur hafi fylgt máli þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt í bæjarstjórn. Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun áfram vinna að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, bættum almenningssamgöngum og úrbætum á Reykjanesbraut og þar með bættum hag Hafnfirðinga með markmið svæðisskipulagsins að leiðarljósi. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun