5 dagar í Pepsi Max: Sautján ár síðan KR vann titilinn eftir að hafa verið spáð honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 12:10 Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, lyfti Íslandsbikarnum í fyrrahaust og byrjaði þetta tímabil á því að taka við bikarnum fyrir sigur í Meistarakeppni KSÍ. Vísir/Haraldur Guðjónsson Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. KR-ingar eiga að titil að verja í Pepsi Max deild karla í sumar eftir sannfærandi stórsigur sinn á Íslandsmótinu í fyrra. Það verður fróðlegt að sjá hvar fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá KR-liðinu á fundinum í vikunni því það gæti hreinlega skipt sköpum fyrir Vesturbæinga ef marka má síðustu ár. Það þarf nefnilega að fara heil sautján ára aftur í tímann til að finna Íslandsmeistaratitil hjá KR þar sem liðinu var spáð titlinum fyrir mót. Rúnar Kristinsson hefur stýrt KR-liðinu á tveimur tímabilum þar sem liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum og í bæði skiptin var um titilvörn að verja. KR náði bara 4. sætinu sumarið 2012 en 3. sætinu sumarið 2014. KR-liðinu var einnig spáð Íslandsmeistaratitlinum sumarið 2010 en það endaði með að félagið skipti þjálfaranum Loga Ólafssyni út fyrir Rúnar Kristinsson á miðju sumri. KR endaði í 4. sæti í deildinni en komst í bikarúrslitaleikinn. KR náði síðan aðeins sjötta sætinu þegar KR-liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum árið 2004. Willum Þór Þórsson þjálfaði þá KR-liðið og hafði þarna gert það að Íslandsmeisturum tvö ár í röð. Willum Þór er einmitt síðasti þjálfari KR sem stóðst pressuna og gerði KR að Íslandsmeisturum á tímabili þar sem liðinu var spáð titlinum. Það gerðist sumarið 2003. Aðrir sem hafa náð því eru Atli Eðvaldsson 1999 og Pétur Pétursson 2000. Enginn annar þjálfari KR hefur unnið titilinn á ári sem liðinu hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. KR hefur alls verið fjórtán sinnum spáð titlinum og hefur endað mun oftar í fimmta sæti og neðar (5) en liðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn (3). Hér fyrir neðan má sjá öll tímabilin sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... KR Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. KR-ingar eiga að titil að verja í Pepsi Max deild karla í sumar eftir sannfærandi stórsigur sinn á Íslandsmótinu í fyrra. Það verður fróðlegt að sjá hvar fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá KR-liðinu á fundinum í vikunni því það gæti hreinlega skipt sköpum fyrir Vesturbæinga ef marka má síðustu ár. Það þarf nefnilega að fara heil sautján ára aftur í tímann til að finna Íslandsmeistaratitil hjá KR þar sem liðinu var spáð titlinum fyrir mót. Rúnar Kristinsson hefur stýrt KR-liðinu á tveimur tímabilum þar sem liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum og í bæði skiptin var um titilvörn að verja. KR náði bara 4. sætinu sumarið 2012 en 3. sætinu sumarið 2014. KR-liðinu var einnig spáð Íslandsmeistaratitlinum sumarið 2010 en það endaði með að félagið skipti þjálfaranum Loga Ólafssyni út fyrir Rúnar Kristinsson á miðju sumri. KR endaði í 4. sæti í deildinni en komst í bikarúrslitaleikinn. KR náði síðan aðeins sjötta sætinu þegar KR-liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum árið 2004. Willum Þór Þórsson þjálfaði þá KR-liðið og hafði þarna gert það að Íslandsmeisturum tvö ár í röð. Willum Þór er einmitt síðasti þjálfari KR sem stóðst pressuna og gerði KR að Íslandsmeisturum á tímabili þar sem liðinu var spáð titlinum. Það gerðist sumarið 2003. Aðrir sem hafa náð því eru Atli Eðvaldsson 1999 og Pétur Pétursson 2000. Enginn annar þjálfari KR hefur unnið titilinn á ári sem liðinu hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. KR hefur alls verið fjórtán sinnum spáð titlinum og hefur endað mun oftar í fimmta sæti og neðar (5) en liðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn (3). Hér fyrir neðan má sjá öll tímabilin sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent)
Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... KR Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira