Fótbolti

Emil og félagar væntanlega á leið í umspil sem hefst 1. júlí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil hefur verið sterklega orðaður við FH, sitt uppeldisfélag.
Emil hefur verið sterklega orðaður við FH, sitt uppeldisfélag. vísir/vilhelm

Emil Hallfreðsson og félagar í ítalska C-deildarliðinu Padova eru væntanlega á leið í umspil um eitt laust sæti í B-deildinni.

Í dag var greint frá því að Monza, Vicenza og Reggina myndu fara upp í B-deildina. Þau voru efst í sínum riðlum í C-deildinni.

Það ræðst svo í umspili hvaða lið fylgir þeim upp í B-deildina. Liðum er þó frjálst að afþakka sæti í umspilinu sem hefst 1. júlí.

Padova var í 5. sæti B-riðils C-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.

Emil hefur æft með FH undanfarnar vikur og spilað æfingaleiki með liðinu. Hann skoraði t.a.m. í 2-0 sigri á Fjölni um þarsíðustu helgi.

Emil gekk í raðir Padova í byrjun árs og samdi við félagið út tímabilið.

Fyrsti leikur FH í Pepsi Max-deild karla er gegn HK á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×