Framboð Trump í miklum vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2020 16:09 Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. AP/Patrick Semansky Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. Starfsmenn framboðs Donald Trump og ráðgjafar hans hafa sífellt meiri áhyggjur af stöðunni og óttast meðal annars að Trump hafi tekist það sem Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins hefur ekki tekist. Það er að kveikja gífurlegan áhuga meðal kjósenda Demókrataflokksins á því að taka þátt í kosningunum í nóvember. Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. Viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og meðfylgjandi efnahagsviðbrögðum höfðu verið gagnrýnd harðlega og óttast Trump-liðar að forsetinn hafi tapað fylgi mikilvægra kjósenda. Vandræðin hafa verið það mikil að Repúblikanar segja raunverulegar líkur á því að þeir gætu tapað meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings. Í nýlegri könnun CNN mældist Joe Biden með 14 prósentustiga forskot á Trump meðal skráðra kjósenda á landsvísu. Þá sögðust einungis 38 prósent aðspurðra sjá störf Trump í Hvíta húsinu í jákvæðu ljósi. 57 prósent sögðu Trump standa sig illa í starfi. Mikil breyting hefur átt sér stað á stuttum tíma en í maí sögðust 45 prósent ánægð með störf hans. Trump brást reiður við þessum tölum í morgun og í tísti sagði hann kannanir CNN vera „falskar“. Hann lýsti Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum árið 2016, einnig sem „spilltri“ og sagði að Demókratar myndu rústa Bandaríkjunum. Nokkrum mínútum síðar hélt hann því fram að 96 prósent skráðra Repúblikana styddu hann í starfi og bætti við: „Takk fyrir!“. 96% Approval Rating in the Republican Party. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 8, 2020 Þetta er staðhæfing sem hann hefur margsinnis kastað fram á undanförnum árum. Þó hlutfallið hafi tekið breytingum á milli daga og að því hafi oft fylgt yfirlýsing um að Trump sé vinsælasti forseti Repúblikanaflokksins, hefur staðhæfingin aldrei verið sönn. Hvíta húsið hefur þar að auki aldrei getað útskýrt í hvaða könnun Trump er að vísa, þegar blaðamenn hafa falast eftir útskýringu. Trump-liðar vinna nú hörðum höndum að því að endurstilla kosningabaráttuna og þá sérstaklega með tilliti til þess að kannanir framboðs Trump sýna minni stuðning meðal eldri borgara og í mikilvægum ríkjum, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar innan framboðsins. Forsetinn sjálfur mun hafa kvartað við ráðgjafa sína yfir stöðunni og því að hann virðist vera að tapa fyrir Biden. Trump hefur kallað eftir aðgerðum til að bæta stöðu hans. Ráðgjafar hans telja þó hæpið að hægt sé að gera Trump vinsælli meðal kjósenda og íhuga að beina spjótum sínum að Joe Biden og reyna að baða hann neikvæðu ljósi. Meðal annars ætla þeir að tengja hann við Kína, sem Trump kennir um útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, og saka hann um spillingu, eins og þeir hafa áður gert. Í kosningunum 2016 voru óvinsældir Hillary Clinton nærri því jafn miklar og óvinsældir Trump. Reynslan sýnir að kjósendur sem var illa við báða kjósendur voru líklegri til að kjósa Trump og vonast ráðgjafar forsetans til að leika það eftir í nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. Starfsmenn framboðs Donald Trump og ráðgjafar hans hafa sífellt meiri áhyggjur af stöðunni og óttast meðal annars að Trump hafi tekist það sem Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins hefur ekki tekist. Það er að kveikja gífurlegan áhuga meðal kjósenda Demókrataflokksins á því að taka þátt í kosningunum í nóvember. Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. Viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og meðfylgjandi efnahagsviðbrögðum höfðu verið gagnrýnd harðlega og óttast Trump-liðar að forsetinn hafi tapað fylgi mikilvægra kjósenda. Vandræðin hafa verið það mikil að Repúblikanar segja raunverulegar líkur á því að þeir gætu tapað meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings. Í nýlegri könnun CNN mældist Joe Biden með 14 prósentustiga forskot á Trump meðal skráðra kjósenda á landsvísu. Þá sögðust einungis 38 prósent aðspurðra sjá störf Trump í Hvíta húsinu í jákvæðu ljósi. 57 prósent sögðu Trump standa sig illa í starfi. Mikil breyting hefur átt sér stað á stuttum tíma en í maí sögðust 45 prósent ánægð með störf hans. Trump brást reiður við þessum tölum í morgun og í tísti sagði hann kannanir CNN vera „falskar“. Hann lýsti Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum árið 2016, einnig sem „spilltri“ og sagði að Demókratar myndu rústa Bandaríkjunum. Nokkrum mínútum síðar hélt hann því fram að 96 prósent skráðra Repúblikana styddu hann í starfi og bætti við: „Takk fyrir!“. 96% Approval Rating in the Republican Party. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 8, 2020 Þetta er staðhæfing sem hann hefur margsinnis kastað fram á undanförnum árum. Þó hlutfallið hafi tekið breytingum á milli daga og að því hafi oft fylgt yfirlýsing um að Trump sé vinsælasti forseti Repúblikanaflokksins, hefur staðhæfingin aldrei verið sönn. Hvíta húsið hefur þar að auki aldrei getað útskýrt í hvaða könnun Trump er að vísa, þegar blaðamenn hafa falast eftir útskýringu. Trump-liðar vinna nú hörðum höndum að því að endurstilla kosningabaráttuna og þá sérstaklega með tilliti til þess að kannanir framboðs Trump sýna minni stuðning meðal eldri borgara og í mikilvægum ríkjum, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar innan framboðsins. Forsetinn sjálfur mun hafa kvartað við ráðgjafa sína yfir stöðunni og því að hann virðist vera að tapa fyrir Biden. Trump hefur kallað eftir aðgerðum til að bæta stöðu hans. Ráðgjafar hans telja þó hæpið að hægt sé að gera Trump vinsælli meðal kjósenda og íhuga að beina spjótum sínum að Joe Biden og reyna að baða hann neikvæðu ljósi. Meðal annars ætla þeir að tengja hann við Kína, sem Trump kennir um útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, og saka hann um spillingu, eins og þeir hafa áður gert. Í kosningunum 2016 voru óvinsældir Hillary Clinton nærri því jafn miklar og óvinsældir Trump. Reynslan sýnir að kjósendur sem var illa við báða kjósendur voru líklegri til að kjósa Trump og vonast ráðgjafar forsetans til að leika það eftir í nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira