Fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals í gæsluvarðhaldi - Hóstaði á lögreglu og sagðist vera með Covid Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 20:43 James Hurst lék með Val og ÍBV hér á landi á sínum tíma. James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals í fótbolta, hefur verið settur í gæsluvarðhald í Skotlandi í kjölfar þess að hann meðal annars hóstaði að lögregluþjónum og sagðist vera með kórónuveiruna. Hurst, sem er 28 ára gamall, lék með ÍBV árið 2010 og með Val hluta af tímabilunum 2013 og 2014. Samkvæmt BBC viðurkenndi hann fyrir dómi að hafa hagað sér með ógnandi hætti í garð lögregluþjónanna en hann tók æðiskast í garði við heimili konu í Glasgow í apríl. A footballer has been remanded in custody after being convicted of coughing at police officers and telling them he had #coronavirus. https://t.co/AjLuJGPC6Y #bbcfootball pic.twitter.com/7QUd8tU4V2— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2020 Hurst var handtekinn eftir að hafa meðal annars kallað lögreglumennina illum nöfnum og sagt þá vera skoska þræla sem ættu að vinna fyrir sig. Samkvæmt saksóknara sagði Hurst svo: „Ég er með Covid. Ég ætla að hósta og hrækja á ykkur alla.“ Hann hafi svo byrjað að hósta framan í andlit lögreglumanna um leið og þeir handjárnuðu hann. Hurst, sem er enskur, sagðist vera frá landi drottningarinnar og hélt áfram að fullyrða að skoska lögreglan væri ekkert annað en þrælar í sínum augum. Hurst, sem hefur áður verið dæmdur fyrir að aka undir áhrifum áfengis, fær að vita refsingu sína í kringum næstu mánaðamót. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) ÍBV Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals í fótbolta, hefur verið settur í gæsluvarðhald í Skotlandi í kjölfar þess að hann meðal annars hóstaði að lögregluþjónum og sagðist vera með kórónuveiruna. Hurst, sem er 28 ára gamall, lék með ÍBV árið 2010 og með Val hluta af tímabilunum 2013 og 2014. Samkvæmt BBC viðurkenndi hann fyrir dómi að hafa hagað sér með ógnandi hætti í garð lögregluþjónanna en hann tók æðiskast í garði við heimili konu í Glasgow í apríl. A footballer has been remanded in custody after being convicted of coughing at police officers and telling them he had #coronavirus. https://t.co/AjLuJGPC6Y #bbcfootball pic.twitter.com/7QUd8tU4V2— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2020 Hurst var handtekinn eftir að hafa meðal annars kallað lögreglumennina illum nöfnum og sagt þá vera skoska þræla sem ættu að vinna fyrir sig. Samkvæmt saksóknara sagði Hurst svo: „Ég er með Covid. Ég ætla að hósta og hrækja á ykkur alla.“ Hann hafi svo byrjað að hósta framan í andlit lögreglumanna um leið og þeir handjárnuðu hann. Hurst, sem er enskur, sagðist vera frá landi drottningarinnar og hélt áfram að fullyrða að skoska lögreglan væri ekkert annað en þrælar í sínum augum. Hurst, sem hefur áður verið dæmdur fyrir að aka undir áhrifum áfengis, fær að vita refsingu sína í kringum næstu mánaðamót.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) ÍBV Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira