„Þakkaði honum fyrir að hafa verið bróðir minn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 23:36 Andrés hélt á bróður sínum úr brennandi Akureyrinni. Vísir Þann 27. maí árið 2006 létust tveir skipverjar um borð í Akureyrinni, frystitogara Samherja, þegar eldur kom upp þar sem skipið var við veiðar 75 sjómílur vestur af Látrabjargi. Skipverjarnir hétu Birgir Bertelsen og Hafþór Sigurgeirsson en þeir voru báðir þaulreyndir sjómenn sem gáfu sjómennskunni allt og nutu mikillar virðingar félaga sinna um borð. Við rannsókn á eldsupptökum kom í ljós að eldur kviknaði út frá rafmagni í ljósabekk sem staðsettur var í frístundarými skipsins. Ljóst er að skipverjar brugðust hárrétt við og unnu stórkostlegt þrekvirki að ná að slökkva eldinn við þessar aðstæður. Hafþór var 55 ára gamall og Birgir 27 en um borð þennan örlagaríka dag var einnig eldri bróðir Birgis, Andrés Bertelsen en hann kafaði inn í mikinn reyk og eld til að ná mönnunum út eftir að eldsins varð vart. Sest var niður með Andrési í Íslandi í dag þar sem hann sagði sögu sína. Birgir Bertelsen var 27 ára gamall þegar hann lést.Vísir „Fyrsta sem ég upplifi er þegar stýrimaðurinn kemur hlaupandi niður í vinnslu þar sem við erum bara að vinna og tilkynnir okkur að það sé kviknað í skipinu. Við förum og reynum að klæða okkur úr fötunum og reyna að koma okkur upp því að þegar svona slys kemur upp er alltaf nafnakall uppi í brú,“ segir Andrés. Kafaði inn í reykinn án grímu „Í raun og veru komumst við ekkert að því fyrr en þá að þá vantar tvo og þar á meðal er bróðir minn og Haffi. Þá bara strax förum við í það að græja reykköfunartækin og reyna að búa til einhverja áætlun um það hvernig við getum komist til þeirra og hvernig við getum fundið þá. Reyna að finna leið til að komast í gegn um eldinn og reyna að slökkva eldinn ef við mögulega getum.“ „Á neyðaráætlun þá er hver og einn með sitt hlutverk, hvað hann á að gera. Einn á að koma með slönguna, annar á að sprauta úr slöngunni, einn á að vera að reykkafa og ég var ekki annar reykkafarinn en ég tók tækin af stráknum sem átti að vera reykkafari, annar vélstjórinn, ég held hann hefði ekkert getað stoppað mig á þessum tímapunkti,“ segir Andrés. Tveir tímar liðu frá því að mennirnir tveir fundust þar til Landhelgisgæslan náði um borð á Akureyrinni.Vísir „Hinn sem fór niður með mér fyrst, er Pálmi Gauti, hann var annar stýrimaður og besti vinur bróður míns. Þannig við vorum þarna tveir sem fórum niður að reyna að finna hann. Við byrjuðum á að fara inn að aftan og komum strax í eld. Við fórum með slöngu inn og slökkvitæki og reyndum að slökkva þar. Fyrst til að byrja með var ég ekki með reykköfunargræjurnar, hún fannst ekki gríman.“ „Ég leitaði og leitaði og leitaði“ „Á þessum tímapunkti var Pálmi með reykköfunargrímuna, ég var með tækið og stútinn í munninum og ég gat ýtt á [takka] til að fá súrefni. Ég batt það bara um andlitið á mér og var bara með lokuð augun, sá ekki neitt.“ Andrés segist í raun aldrei hafa orðið hræddur við sjálfan eldinn heldur hafi hann eingöngu hugsað um að finna skipsfélaga sína og bróður til að koma þeim út. „Pálmi er á undan mér, hann segir: „Ég er með einhvern, ég er með hann!“ Og við höldum á honum út og förum með hann út að aftan og það er Haffi. Maður svo sem gerði sér grein fyrir því þegar maður var að halda á honum að þetta var ekki brósi.“ „Þeir fara svo í endurlífgunartilraunir og við förum bara strax inn aftur og ég leitaði og leitaði og leitaði. Fór inn í allar káeturnar, fór upp á efri hæðina sem var aftar. Fann ekki neitt. Leitaði og leitaði og leitaði. Manni finnst þetta taka eilífð. Svo á einhverjum tímapunkti gafst ég upp. Bara lagðist í gólfið og bað almættið um að sýna mér hvar hann væri.“ Sá bróður sinn ekki enn fann fyrir honum „Ég get ekkert útskýrt hvernig eða hvað gerðist en einhvern vegin vissi ég strax hvar hann var. Þá var hann kominn undir hvalbakinn á skipinu, þar var geymsla sem við vorum að geyma gos. Þá hafði hann verið að klifra upp stigann og hafði dottið aftur á bak og lent ofan á gosinu. Við vorum búnir að leita alls staðar á gólfinu en hann hafði dottið þar. Ég tók hann og setti hann upp á öxlina og það voru nokkrir metrar upp í lúguna, tveir metrar eitthvað svoleiðis, og lyfti honum upp í gegn um lúguna. Ég veit ekkert hvernig það gerist eða hvernig mér tókst það heldur.“ Birgir og Andrés voru saman á Akureyrinni þegar kviknaði í skipinu.Vísir Veist ekkert hvernig þú hafðir þann styrk? „Ekki hugmynd.“ „Ég sá hann ekki. Ég sá hann þegar þeir opnuðu lúguna.“ Fannst bara fyrir honum? „Já. Fann bara fyrir honum.“ Og þú nærð að lyfta honum upp? „Já, og þeir taka á móti honum strákarnir. Þarna upp í gegn um lúguna og við byrjum bara strax að hnoða hann og blása hann.“ Andrés segir að skipsfélagarnir hafi reynt lífgunartilraunir stanslaust þar til þyrla landhelgisgæslunnar kom á svæðið tveimur klukkutímum síðar og læknir björgunarmenn hafi þá tekið við. Hann segir að þrátt fyrir að vonin hafi keyrt hann áfram á þessum tímapunkti þá hafi hann þó einhvern vegin í raun strax vitað að bróðir sinn væri farinn. Tíminn sem þarna leið á milli var Andrési mjög erfiður. Hélt utan um bróður sinn og kvaddi „Þetta er hræðilegt. Þetta er hræðileg lífsreynsla. Ef maður blés ofan í hann kom allt upp úr honum. Allur reykurinn og allt ógeðið kom bara upp úr honum. Maður var að blása og svo beygja sig frá og hrækja ógeðinu út úr sér sem kom upp. Skelfileg reynsla og ég átti alveg lengi vel við að vakna á nóttunni með svona bragð í munninum.“ Hann segist muna vel eftir bróður sínum á þessum stað. „Þetta er bara fast.“ Birgir fannst af Andrési bróður sínum við hvalbak skipsins.Vísir „Mér fannst hann bara vera fallegur. Eftir að læknirinn er búinn að úrskurða hann látinn og það er aðeins búið að hreinsa til framan úr hvalbak þá fór ég bara og lagðist við hliðina á honum og tók utan um hann, kyssti hann og knúsaði hann. Lá bara við hliðina á honum í smá stund og sagði honum að ég elskaði hann út af lífinu og þakkaði honum fyrir að hafa verið bróðir minn. Og kvaddi hann.“ Hvernig hefur þú unnið úr þessu áfalli? „Ég sprakk á þrítugsafmælisdegi hans. Tveimur árum seinna. Það var ekkert sem hélt tárunum þá. Ég held það hafi verið tveir heilir dagar sem ég bara grét og grét og grét og grét. Fyrst á eftir, ég veit ekkert hvort það er eitthvað rétt í þessum hlutum eða ekki. Samherji tók á móti okkur með áfallaþjónustu og við fórum strax í svoleiðis. Við fórum í gönguferð allir saman. Þeir sáu um jarðarförina líka. Ég get seint þakkað þeim hvernig þeir stóðu í sínum málum, Þorsteinn Már og Kristján og hún Anna María sem var alveg æðisleg, skrifstofustjórinn þeirra.“ Andrés segir að hann sakni bróður síns á hverjum einasta degi.Vísir Þér finnst Samherji hafa staðið sig vel í eftirmálum þessa slyss? „Kannski ekki í öllu, en allavega í fyrstu viðbrögðum. Ef við erum að tala um mannlegu hliðina þá já. Svo eru kannski aðrir punktar sem hefði mátt ýta betur á. En þarna í þessum aðstæðum þá fékkstu að sjá manneskjurnar. Manneskjurnar Þorsteinn Már og Kristján eru yndislegar manneskjur. Svo getur vel verið að það sé hægt að hallmæla þeim á annan hátt, á einhverjum öðrum stað. En þarna, nei, þarna er ekki hægt að segja neitt annað en gott um þá. Ekki neitt.“+ „Tíminn læknar ekki neitt“ Andrés segir að bruninn á Akureyrinni hafi breytt ýmsu fyrir sjómenn sem margir geri sér kannski ekki grein fyrir í dag. Fyrir það fyrsta hafi Samherji strax eftir slysið lagt blátt bann við öllum ljósabekkjum í sínum skipum og þá hafi litlum súrefniskútum verið komið fyrir í öllum klefum fiskiskipa sem eiga sjá til þess að sjómenn geti komist út úr káetum sínum án þess að þurfa anda að sér reyk í brunatilfellum. En Andrés vill einnig meina að slys sem þessi undirstriki enn og aftur mikilvægi slysavarnaskólans og að hlustað sé á þá sem tala fyrir forvörnum í greininni. Vísir „Það er hægt að vera með forvarnir. Við þurfum ekki að missa mannslíf til að breyta hlutunum. Svo er kannski hitt sem kemur að tryggingamálunum. Að bróðir minn er ókvæntur og barnlaus og þar af leiðandi ekki líftryggður. Nú er ég ekki að hugsa um að einhver ætli að verða ríkur af þessum hlutum. Það vill enginn og það eru engir peningar nógu miklir til þess að bæta mannslífið. Það er ekki svoleiðis. En það eru kannski skuldir og svoleiðis sem þeir þurfa að gera upp og það þætti mér mjög vænt um ef sextán, sautján, átján ára gamlir strákar sem eru að fara út á sjó núna gera sér grein fyrir því að tryggingin þegar þeir fara upp í brú í skipinu, þá eru þeir ótryggðir ef þeir eiga ekki börn eða eru ólofaðir. Það er svoleiðis í tilfelli bróður míns að móðir mín erfir skuldirnar hans.“ Andrés segir að bróðurmissirinn og þessi dagur í maílok 2006 hafi kennt honum ýmislegt um lífið sjálft og sig sjálfan. „Þetta grær aldrei. Þetta er sár sem grær aldrei. Ég sakna hans á hverjum einasta degi og mér þykir alltaf sárt að hafa misst hann. En þetta er bara eitthvað sem maður lærir að lifa með, þetta hverfur aldrei. Tíminn læknar ekki neitt, það bara er ekki svoleiðis. En ég hef fengið að aðstoða annað fólk með sorg. Þessi stund þegar þú segir bless, þú þarft að eiga þessa stund. Annars er maður að halda í eitthvað sem verður aldrei. En ég held að ég hefði fórnað sjálfum mér fyrir hvern sem er til að bjarga lífi annars manns. Ég held að það er það sem þetta kenndi mér.“ Hægt er að horfa á Ísland í dag í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Sjávarútvegur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Þann 27. maí árið 2006 létust tveir skipverjar um borð í Akureyrinni, frystitogara Samherja, þegar eldur kom upp þar sem skipið var við veiðar 75 sjómílur vestur af Látrabjargi. Skipverjarnir hétu Birgir Bertelsen og Hafþór Sigurgeirsson en þeir voru báðir þaulreyndir sjómenn sem gáfu sjómennskunni allt og nutu mikillar virðingar félaga sinna um borð. Við rannsókn á eldsupptökum kom í ljós að eldur kviknaði út frá rafmagni í ljósabekk sem staðsettur var í frístundarými skipsins. Ljóst er að skipverjar brugðust hárrétt við og unnu stórkostlegt þrekvirki að ná að slökkva eldinn við þessar aðstæður. Hafþór var 55 ára gamall og Birgir 27 en um borð þennan örlagaríka dag var einnig eldri bróðir Birgis, Andrés Bertelsen en hann kafaði inn í mikinn reyk og eld til að ná mönnunum út eftir að eldsins varð vart. Sest var niður með Andrési í Íslandi í dag þar sem hann sagði sögu sína. Birgir Bertelsen var 27 ára gamall þegar hann lést.Vísir „Fyrsta sem ég upplifi er þegar stýrimaðurinn kemur hlaupandi niður í vinnslu þar sem við erum bara að vinna og tilkynnir okkur að það sé kviknað í skipinu. Við förum og reynum að klæða okkur úr fötunum og reyna að koma okkur upp því að þegar svona slys kemur upp er alltaf nafnakall uppi í brú,“ segir Andrés. Kafaði inn í reykinn án grímu „Í raun og veru komumst við ekkert að því fyrr en þá að þá vantar tvo og þar á meðal er bróðir minn og Haffi. Þá bara strax förum við í það að græja reykköfunartækin og reyna að búa til einhverja áætlun um það hvernig við getum komist til þeirra og hvernig við getum fundið þá. Reyna að finna leið til að komast í gegn um eldinn og reyna að slökkva eldinn ef við mögulega getum.“ „Á neyðaráætlun þá er hver og einn með sitt hlutverk, hvað hann á að gera. Einn á að koma með slönguna, annar á að sprauta úr slöngunni, einn á að vera að reykkafa og ég var ekki annar reykkafarinn en ég tók tækin af stráknum sem átti að vera reykkafari, annar vélstjórinn, ég held hann hefði ekkert getað stoppað mig á þessum tímapunkti,“ segir Andrés. Tveir tímar liðu frá því að mennirnir tveir fundust þar til Landhelgisgæslan náði um borð á Akureyrinni.Vísir „Hinn sem fór niður með mér fyrst, er Pálmi Gauti, hann var annar stýrimaður og besti vinur bróður míns. Þannig við vorum þarna tveir sem fórum niður að reyna að finna hann. Við byrjuðum á að fara inn að aftan og komum strax í eld. Við fórum með slöngu inn og slökkvitæki og reyndum að slökkva þar. Fyrst til að byrja með var ég ekki með reykköfunargræjurnar, hún fannst ekki gríman.“ „Ég leitaði og leitaði og leitaði“ „Á þessum tímapunkti var Pálmi með reykköfunargrímuna, ég var með tækið og stútinn í munninum og ég gat ýtt á [takka] til að fá súrefni. Ég batt það bara um andlitið á mér og var bara með lokuð augun, sá ekki neitt.“ Andrés segist í raun aldrei hafa orðið hræddur við sjálfan eldinn heldur hafi hann eingöngu hugsað um að finna skipsfélaga sína og bróður til að koma þeim út. „Pálmi er á undan mér, hann segir: „Ég er með einhvern, ég er með hann!“ Og við höldum á honum út og förum með hann út að aftan og það er Haffi. Maður svo sem gerði sér grein fyrir því þegar maður var að halda á honum að þetta var ekki brósi.“ „Þeir fara svo í endurlífgunartilraunir og við förum bara strax inn aftur og ég leitaði og leitaði og leitaði. Fór inn í allar káeturnar, fór upp á efri hæðina sem var aftar. Fann ekki neitt. Leitaði og leitaði og leitaði. Manni finnst þetta taka eilífð. Svo á einhverjum tímapunkti gafst ég upp. Bara lagðist í gólfið og bað almættið um að sýna mér hvar hann væri.“ Sá bróður sinn ekki enn fann fyrir honum „Ég get ekkert útskýrt hvernig eða hvað gerðist en einhvern vegin vissi ég strax hvar hann var. Þá var hann kominn undir hvalbakinn á skipinu, þar var geymsla sem við vorum að geyma gos. Þá hafði hann verið að klifra upp stigann og hafði dottið aftur á bak og lent ofan á gosinu. Við vorum búnir að leita alls staðar á gólfinu en hann hafði dottið þar. Ég tók hann og setti hann upp á öxlina og það voru nokkrir metrar upp í lúguna, tveir metrar eitthvað svoleiðis, og lyfti honum upp í gegn um lúguna. Ég veit ekkert hvernig það gerist eða hvernig mér tókst það heldur.“ Birgir og Andrés voru saman á Akureyrinni þegar kviknaði í skipinu.Vísir Veist ekkert hvernig þú hafðir þann styrk? „Ekki hugmynd.“ „Ég sá hann ekki. Ég sá hann þegar þeir opnuðu lúguna.“ Fannst bara fyrir honum? „Já. Fann bara fyrir honum.“ Og þú nærð að lyfta honum upp? „Já, og þeir taka á móti honum strákarnir. Þarna upp í gegn um lúguna og við byrjum bara strax að hnoða hann og blása hann.“ Andrés segir að skipsfélagarnir hafi reynt lífgunartilraunir stanslaust þar til þyrla landhelgisgæslunnar kom á svæðið tveimur klukkutímum síðar og læknir björgunarmenn hafi þá tekið við. Hann segir að þrátt fyrir að vonin hafi keyrt hann áfram á þessum tímapunkti þá hafi hann þó einhvern vegin í raun strax vitað að bróðir sinn væri farinn. Tíminn sem þarna leið á milli var Andrési mjög erfiður. Hélt utan um bróður sinn og kvaddi „Þetta er hræðilegt. Þetta er hræðileg lífsreynsla. Ef maður blés ofan í hann kom allt upp úr honum. Allur reykurinn og allt ógeðið kom bara upp úr honum. Maður var að blása og svo beygja sig frá og hrækja ógeðinu út úr sér sem kom upp. Skelfileg reynsla og ég átti alveg lengi vel við að vakna á nóttunni með svona bragð í munninum.“ Hann segist muna vel eftir bróður sínum á þessum stað. „Þetta er bara fast.“ Birgir fannst af Andrési bróður sínum við hvalbak skipsins.Vísir „Mér fannst hann bara vera fallegur. Eftir að læknirinn er búinn að úrskurða hann látinn og það er aðeins búið að hreinsa til framan úr hvalbak þá fór ég bara og lagðist við hliðina á honum og tók utan um hann, kyssti hann og knúsaði hann. Lá bara við hliðina á honum í smá stund og sagði honum að ég elskaði hann út af lífinu og þakkaði honum fyrir að hafa verið bróðir minn. Og kvaddi hann.“ Hvernig hefur þú unnið úr þessu áfalli? „Ég sprakk á þrítugsafmælisdegi hans. Tveimur árum seinna. Það var ekkert sem hélt tárunum þá. Ég held það hafi verið tveir heilir dagar sem ég bara grét og grét og grét og grét. Fyrst á eftir, ég veit ekkert hvort það er eitthvað rétt í þessum hlutum eða ekki. Samherji tók á móti okkur með áfallaþjónustu og við fórum strax í svoleiðis. Við fórum í gönguferð allir saman. Þeir sáu um jarðarförina líka. Ég get seint þakkað þeim hvernig þeir stóðu í sínum málum, Þorsteinn Már og Kristján og hún Anna María sem var alveg æðisleg, skrifstofustjórinn þeirra.“ Andrés segir að hann sakni bróður síns á hverjum einasta degi.Vísir Þér finnst Samherji hafa staðið sig vel í eftirmálum þessa slyss? „Kannski ekki í öllu, en allavega í fyrstu viðbrögðum. Ef við erum að tala um mannlegu hliðina þá já. Svo eru kannski aðrir punktar sem hefði mátt ýta betur á. En þarna í þessum aðstæðum þá fékkstu að sjá manneskjurnar. Manneskjurnar Þorsteinn Már og Kristján eru yndislegar manneskjur. Svo getur vel verið að það sé hægt að hallmæla þeim á annan hátt, á einhverjum öðrum stað. En þarna, nei, þarna er ekki hægt að segja neitt annað en gott um þá. Ekki neitt.“+ „Tíminn læknar ekki neitt“ Andrés segir að bruninn á Akureyrinni hafi breytt ýmsu fyrir sjómenn sem margir geri sér kannski ekki grein fyrir í dag. Fyrir það fyrsta hafi Samherji strax eftir slysið lagt blátt bann við öllum ljósabekkjum í sínum skipum og þá hafi litlum súrefniskútum verið komið fyrir í öllum klefum fiskiskipa sem eiga sjá til þess að sjómenn geti komist út úr káetum sínum án þess að þurfa anda að sér reyk í brunatilfellum. En Andrés vill einnig meina að slys sem þessi undirstriki enn og aftur mikilvægi slysavarnaskólans og að hlustað sé á þá sem tala fyrir forvörnum í greininni. Vísir „Það er hægt að vera með forvarnir. Við þurfum ekki að missa mannslíf til að breyta hlutunum. Svo er kannski hitt sem kemur að tryggingamálunum. Að bróðir minn er ókvæntur og barnlaus og þar af leiðandi ekki líftryggður. Nú er ég ekki að hugsa um að einhver ætli að verða ríkur af þessum hlutum. Það vill enginn og það eru engir peningar nógu miklir til þess að bæta mannslífið. Það er ekki svoleiðis. En það eru kannski skuldir og svoleiðis sem þeir þurfa að gera upp og það þætti mér mjög vænt um ef sextán, sautján, átján ára gamlir strákar sem eru að fara út á sjó núna gera sér grein fyrir því að tryggingin þegar þeir fara upp í brú í skipinu, þá eru þeir ótryggðir ef þeir eiga ekki börn eða eru ólofaðir. Það er svoleiðis í tilfelli bróður míns að móðir mín erfir skuldirnar hans.“ Andrés segir að bróðurmissirinn og þessi dagur í maílok 2006 hafi kennt honum ýmislegt um lífið sjálft og sig sjálfan. „Þetta grær aldrei. Þetta er sár sem grær aldrei. Ég sakna hans á hverjum einasta degi og mér þykir alltaf sárt að hafa misst hann. En þetta er bara eitthvað sem maður lærir að lifa með, þetta hverfur aldrei. Tíminn læknar ekki neitt, það bara er ekki svoleiðis. En ég hef fengið að aðstoða annað fólk með sorg. Þessi stund þegar þú segir bless, þú þarft að eiga þessa stund. Annars er maður að halda í eitthvað sem verður aldrei. En ég held að ég hefði fórnað sjálfum mér fyrir hvern sem er til að bjarga lífi annars manns. Ég held að það er það sem þetta kenndi mér.“ Hægt er að horfa á Ísland í dag í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Sjávarútvegur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira