Ríkisstjórn Bolsonaro skipað að birta tölfræði um faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 18:29 Bolsonaro sakaði fjölmiðla um að reyna að skapa glundroða í kringum kórónuveiruna í dag. Hæstaréttardómari gerði hann afturreka með að hætta að birta heildartölfræði um faraldurinn. Vísir/EPA Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta að halda áfram að birta tölfræði um kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að hylma yfir alvarleika faraldursins með því að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði skyndilega heildartölurnar af opinberri vefsíðu um helgina. Bolsonaro hélt því fram að tölurnar gæfu ekki rétta mynd af umfangi faraldursins og stuðningsmenn hans að tölurnar væru ýktar. Sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að opinberar tölur hafi líklega vanmetið raunverulegan fjölda smitaðra og látinna vegna þess hversu lítil skimun hefur farið fram. Ákvörðunin um að hætta að birta tölfræðina vakti þegar harða gagnrýni og líktu sumir henni við þöggun í alræðisríkjum eins og Norður-Kóreu og Venesúela. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hamast gegn aðgerðum til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar. Tveir stjórnarandstöðuflokkar kærður ákvörðunina og í gærkvöldi gaf hæstaréttardómari ríkisstjórninni tveggja sólarhringa frest til þess að byrja að birta tölfræðina í heild aftur, að sögn The Guardian. Brasilískir fjölmiðlar tóku höndum saman um að halda utan um tölfræðina eftir að heildartölurnar hættu að birta á laugardag. Þeir áætla að rúmlega 37.000 manns hafi látist í landinu í faraldrinum og tæplega 711.000 smitast. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. 7. júní 2020 09:43 Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta að halda áfram að birta tölfræði um kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að hylma yfir alvarleika faraldursins með því að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði skyndilega heildartölurnar af opinberri vefsíðu um helgina. Bolsonaro hélt því fram að tölurnar gæfu ekki rétta mynd af umfangi faraldursins og stuðningsmenn hans að tölurnar væru ýktar. Sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að opinberar tölur hafi líklega vanmetið raunverulegan fjölda smitaðra og látinna vegna þess hversu lítil skimun hefur farið fram. Ákvörðunin um að hætta að birta tölfræðina vakti þegar harða gagnrýni og líktu sumir henni við þöggun í alræðisríkjum eins og Norður-Kóreu og Venesúela. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hamast gegn aðgerðum til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar. Tveir stjórnarandstöðuflokkar kærður ákvörðunina og í gærkvöldi gaf hæstaréttardómari ríkisstjórninni tveggja sólarhringa frest til þess að byrja að birta tölfræðina í heild aftur, að sögn The Guardian. Brasilískir fjölmiðlar tóku höndum saman um að halda utan um tölfræðina eftir að heildartölurnar hættu að birta á laugardag. Þeir áætla að rúmlega 37.000 manns hafi látist í landinu í faraldrinum og tæplega 711.000 smitast.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. 7. júní 2020 09:43 Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. 7. júní 2020 09:43
Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00