Ágúst og félagar samþykktu launalækkun Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 21:30 Ágúst Elí Björgvinsson gerði samning til tveggja ára við KIF Kolding en hann kemur til félagsins frá Sävehof í Svíþjóð í sumar. mynd/hsí Það virðist vera að rofa aðeins til hjá hinu sigursæla danska handknattleiksfélagi KIF Kolding sem glímir við mikla fjárhagserfiðleika. Ný stjórn félagsins hefur nú náð samkomulagi við leikmenn, þar á meðal markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson sem er nýr leikmaður liðsins, um lækkun launa. Fyrri stjórn hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún reyndi að fá leikmenn til að taka á sig 40% launalækkun en ekki er ljóst hve mikið laun þeirra lækka. „Við höfum átt í mjög góðum viðræðum við leikmannahópinn, og við erum samtaka í því með leikmönnum að inna fleiri leiðir til sparnaðar,“ sagði Gunnar Fogt, nýr stjórnarformaður. Fram hefur komið að KIF Kolding þurfi að að safna jafnvirði 100-120 milljóna íslenskra króna til að tryggja framtíð sína. Jens Svane Peschardt, fulltrúi leikmanna, segir í yfirlýsingu að þeir séu ánægðir. „Sem leikmaður er ég virkilega ánægður með að sjá hvað við erum samheldinn hópur sem náð hefur saman við stjórnina. Ég hlakka líka til að taka þátt í að tryggja að við búum til sjálfbæra framtíð fyrir KIF Kolding, og ég hlakka gríðarlega til þess að við förum að sjá handbolta spilaðan á fullu í Sydbank Arena í Kolding,“ sagði Peschardt. Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Ágústs, sagði við Vísi í síðustu viku ljóst að hann væri með plön í huga ef að Kolding næði ekki að rétta úr kútnum. „Það er vinnan mín, að vera með plan ef þetta klikkar. En hann er með gildan samning þar til félagið verður lýst gjaldþrota eða einhver úr stjórn lýsir yfir vilja að leysa hann undan samningi. Við erum í biðstöðu en ég er með plön ef þetta dettur upp fyrir og er búinn að vinna í nokkrum málum sem verða vonandi enn til staðar þegar, eða ef, þetta losnar,“ sagði Arnar. Danski handboltinn Tengdar fréttir Mál Ágústar Elís í biðstöðu Mál Ágústar Elís Björgvinssonar eru í biðstöðu vegna fjárhagsvandræða KIF Kolding, danska félagsins sem hann var búinn að semja við. 3. júní 2020 14:00 Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00 Félag Ágústs í alvarlegri krísu – Leikmenn höfnuðu launalækkun Handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skrifaði í vetur undir samning til tveggja ára við danska félagið KIF Kolding sem nú á í miklum fjárhagserfiðleikum. 12. maí 2020 21:00 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Það virðist vera að rofa aðeins til hjá hinu sigursæla danska handknattleiksfélagi KIF Kolding sem glímir við mikla fjárhagserfiðleika. Ný stjórn félagsins hefur nú náð samkomulagi við leikmenn, þar á meðal markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson sem er nýr leikmaður liðsins, um lækkun launa. Fyrri stjórn hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún reyndi að fá leikmenn til að taka á sig 40% launalækkun en ekki er ljóst hve mikið laun þeirra lækka. „Við höfum átt í mjög góðum viðræðum við leikmannahópinn, og við erum samtaka í því með leikmönnum að inna fleiri leiðir til sparnaðar,“ sagði Gunnar Fogt, nýr stjórnarformaður. Fram hefur komið að KIF Kolding þurfi að að safna jafnvirði 100-120 milljóna íslenskra króna til að tryggja framtíð sína. Jens Svane Peschardt, fulltrúi leikmanna, segir í yfirlýsingu að þeir séu ánægðir. „Sem leikmaður er ég virkilega ánægður með að sjá hvað við erum samheldinn hópur sem náð hefur saman við stjórnina. Ég hlakka líka til að taka þátt í að tryggja að við búum til sjálfbæra framtíð fyrir KIF Kolding, og ég hlakka gríðarlega til þess að við förum að sjá handbolta spilaðan á fullu í Sydbank Arena í Kolding,“ sagði Peschardt. Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Ágústs, sagði við Vísi í síðustu viku ljóst að hann væri með plön í huga ef að Kolding næði ekki að rétta úr kútnum. „Það er vinnan mín, að vera með plan ef þetta klikkar. En hann er með gildan samning þar til félagið verður lýst gjaldþrota eða einhver úr stjórn lýsir yfir vilja að leysa hann undan samningi. Við erum í biðstöðu en ég er með plön ef þetta dettur upp fyrir og er búinn að vinna í nokkrum málum sem verða vonandi enn til staðar þegar, eða ef, þetta losnar,“ sagði Arnar.
Danski handboltinn Tengdar fréttir Mál Ágústar Elís í biðstöðu Mál Ágústar Elís Björgvinssonar eru í biðstöðu vegna fjárhagsvandræða KIF Kolding, danska félagsins sem hann var búinn að semja við. 3. júní 2020 14:00 Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00 Félag Ágústs í alvarlegri krísu – Leikmenn höfnuðu launalækkun Handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skrifaði í vetur undir samning til tveggja ára við danska félagið KIF Kolding sem nú á í miklum fjárhagserfiðleikum. 12. maí 2020 21:00 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Mál Ágústar Elís í biðstöðu Mál Ágústar Elís Björgvinssonar eru í biðstöðu vegna fjárhagsvandræða KIF Kolding, danska félagsins sem hann var búinn að semja við. 3. júní 2020 14:00
Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00
Félag Ágústs í alvarlegri krísu – Leikmenn höfnuðu launalækkun Handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skrifaði í vetur undir samning til tveggja ára við danska félagið KIF Kolding sem nú á í miklum fjárhagserfiðleikum. 12. maí 2020 21:00