Svæfingalæknir hefur ítrekað íhugað uppsögn á Landspítala vegna álags Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 18:42 Theodór Skúli hefur starfað sem svæfingalæknir á Landspítala síðustu þrjú ár. Vísir/Vilhelm Theodór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, segir álagið á svæfingalækna spítalans gríðarlegt og þeir séu oft að gefa tíma sinn. Hann hafi unnið í tíu ár í Svíþjóð án þess að íhuga uppsögn en það hafi ítrekað gerst þau þrjú ár sem hann hefur starfað á Landspítalanum. Hann hafi meira að segja skrifað uppsagnarbréf tvisvar. Þetta kemur fram í frétt á vef Læknafélags Íslands þar sem fjallað er um vinnuálag svæfingalækna. Þar er einnig rætt við Svein Geir Einarsson yfirlækni sem segir það vinnutímana nánast óboðlega. Þegar unnið sé á skurðstofum er áhyggjuefni þegar læknar þurfa að vinna fulla dagvinnu og taka svo við bakvakt til næsta morguns. „Á Landspítalanum er veikasta fólk landsins til meðferðar, ýmist fjölveikt og langveikt eða akút veikt með lífshótandi uppákomur. Við erum líka með fæðingardeildina á Hringbraut þar sem hlutirnir geta snúist mjög hratt og hver mínúta getur skipt sköpum bæði fyrir móður og barn. Þegar álag er orðið svona mikið, hvort heldur er á læknum eða öðru starfsfólki sem fæst við manneskjur, er hættan á mistökum orðin óþægilega mikil með tilheyrandi afleiðingum,“ er haft eftir Einari á vef Læknafélagsins. Álagið hefur aukist undanfarin ár og hafa læknar beðið um að fyrirkomulagið verði líkt og það var þegar kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Yfirmenn á Landspítala segja það þurfa að meta kostnaðinn fyrst en verið sé að endurskoða vaktafyrirkomulagið. Sveinn segir Landspítalann eiga stað í hjarta sér og því líki honum illa þegar hann sé talaður niður. Hann hefur þó áhyggjur af álaginu á vöktum sem yfirlæknir og það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Það sé nauðsynlegt fyrir öryggi skjólstæðinga og starfsfólksins. „Lífið er meira en bara vinnan og hætta á málsóknum orðin mun meiri en var eins og hefur sýnt sig,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Theodór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, segir álagið á svæfingalækna spítalans gríðarlegt og þeir séu oft að gefa tíma sinn. Hann hafi unnið í tíu ár í Svíþjóð án þess að íhuga uppsögn en það hafi ítrekað gerst þau þrjú ár sem hann hefur starfað á Landspítalanum. Hann hafi meira að segja skrifað uppsagnarbréf tvisvar. Þetta kemur fram í frétt á vef Læknafélags Íslands þar sem fjallað er um vinnuálag svæfingalækna. Þar er einnig rætt við Svein Geir Einarsson yfirlækni sem segir það vinnutímana nánast óboðlega. Þegar unnið sé á skurðstofum er áhyggjuefni þegar læknar þurfa að vinna fulla dagvinnu og taka svo við bakvakt til næsta morguns. „Á Landspítalanum er veikasta fólk landsins til meðferðar, ýmist fjölveikt og langveikt eða akút veikt með lífshótandi uppákomur. Við erum líka með fæðingardeildina á Hringbraut þar sem hlutirnir geta snúist mjög hratt og hver mínúta getur skipt sköpum bæði fyrir móður og barn. Þegar álag er orðið svona mikið, hvort heldur er á læknum eða öðru starfsfólki sem fæst við manneskjur, er hættan á mistökum orðin óþægilega mikil með tilheyrandi afleiðingum,“ er haft eftir Einari á vef Læknafélagsins. Álagið hefur aukist undanfarin ár og hafa læknar beðið um að fyrirkomulagið verði líkt og það var þegar kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Yfirmenn á Landspítala segja það þurfa að meta kostnaðinn fyrst en verið sé að endurskoða vaktafyrirkomulagið. Sveinn segir Landspítalann eiga stað í hjarta sér og því líki honum illa þegar hann sé talaður niður. Hann hefur þó áhyggjur af álaginu á vöktum sem yfirlæknir og það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Það sé nauðsynlegt fyrir öryggi skjólstæðinga og starfsfólksins. „Lífið er meira en bara vinnan og hætta á málsóknum orðin mun meiri en var eins og hefur sýnt sig,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira