Brottfarareftirlit ef Ísland slakar á ferðatakmörkunum Schengen Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 19:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. Þó er nauðsynlegt að setja upp brottfarareftirlit ef Ísland ætlar að slaka á þeim ferðatakmörkunum sem eru í gildi innan Schengen. Í dag var tilkynnt að ytri landamæri svæðisins yrðu lokuð til 1. júlí og var fjallað um ferðatakmarkanir á ytri landamærum á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Flestir ferðamenn á leið hingað til lands eftir 15. júní eru innan svæðisins og segir dómsmálaráðherra að ytri landamærin opni ekki fyrir ónauðsynlegum ferðum fyrr en frekari áform liggja fyrir. „Við munum byrja að skima innan Schengen-svæðisins og það er markmið Schengen að byrja að opna innri landamærin þessar tvær vikur frá 15. júní til 1. júlí,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir enn talsverðar lokanir vera í gildi í Bandaríkjunum og þar verði landamærin lokuð til að minnsta kosti 22. júní. Það þurfi því að bíða og sjá hvað taki við eftir þann tíma en flestir ferðamenn sem eiga bókað flug hingað til lands eftir 15. júní og fram til 1. júlí eru innan Schengen. „Þeir Bandaríkjamenn sem myndu ferðast hingað þyrftu að fara heim að minnsta kosti í sóttkví og síðan er auðvitað erfitt að koma á flugum. Það er ljóst að það eru flestir ferðamenn sem hafa hingað bókað flug frá 15. júní til 1. júlí innan Schengen-svæðisins.“ Áslaug segir koma til greina að setja upp brottfarareftirlit og slaka þannig á takmörkunum ef staðan helst óbreytt eftir 1. júlí. Ísland hafi ákveðna sérstöðu vegna landfræðilegrar stöðu sinnar sem þurfi að taka tillit til og brottfarareftirlit sé raunhæfur valkostur, sérstaklega þegar skimunargetan verður meiri. „Ég hef tilkynnt ESB og Schengen að við erum auðvitað sérstök; við erum eyja og gætum sett upp þetta brottfarareftirit en það þarf að ganga sem skyldi sem og að skimunargeta okkar auðvitað bara tvö þúsund á dag en hún mun aukast í júlí.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. Þó er nauðsynlegt að setja upp brottfarareftirlit ef Ísland ætlar að slaka á þeim ferðatakmörkunum sem eru í gildi innan Schengen. Í dag var tilkynnt að ytri landamæri svæðisins yrðu lokuð til 1. júlí og var fjallað um ferðatakmarkanir á ytri landamærum á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Flestir ferðamenn á leið hingað til lands eftir 15. júní eru innan svæðisins og segir dómsmálaráðherra að ytri landamærin opni ekki fyrir ónauðsynlegum ferðum fyrr en frekari áform liggja fyrir. „Við munum byrja að skima innan Schengen-svæðisins og það er markmið Schengen að byrja að opna innri landamærin þessar tvær vikur frá 15. júní til 1. júlí,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir enn talsverðar lokanir vera í gildi í Bandaríkjunum og þar verði landamærin lokuð til að minnsta kosti 22. júní. Það þurfi því að bíða og sjá hvað taki við eftir þann tíma en flestir ferðamenn sem eiga bókað flug hingað til lands eftir 15. júní og fram til 1. júlí eru innan Schengen. „Þeir Bandaríkjamenn sem myndu ferðast hingað þyrftu að fara heim að minnsta kosti í sóttkví og síðan er auðvitað erfitt að koma á flugum. Það er ljóst að það eru flestir ferðamenn sem hafa hingað bókað flug frá 15. júní til 1. júlí innan Schengen-svæðisins.“ Áslaug segir koma til greina að setja upp brottfarareftirlit og slaka þannig á takmörkunum ef staðan helst óbreytt eftir 1. júlí. Ísland hafi ákveðna sérstöðu vegna landfræðilegrar stöðu sinnar sem þurfi að taka tillit til og brottfarareftirlit sé raunhæfur valkostur, sérstaklega þegar skimunargetan verður meiri. „Ég hef tilkynnt ESB og Schengen að við erum auðvitað sérstök; við erum eyja og gætum sett upp þetta brottfarareftirit en það þarf að ganga sem skyldi sem og að skimunargeta okkar auðvitað bara tvö þúsund á dag en hún mun aukast í júlí.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22
Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49