WHO leiðréttir „misskilning“ um einkennalausa smitbera Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 20:22 Margir ráku upp stór augu þegar Maria van Kerkhove sagði einkennalaus smit „afar fátíð“ á blaðamannafundi í gær. WHO boðaði til annars blaðamannafundar í dag þar sem hún bar það til baka. Vísir/EPA Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. Maria van Kerkhove, yfirmaður deildar WHO sem bregst við nýjum farsóttum og dýrasjúkdómum, segir að orð hennar á blaðamannafundi í gær hafi verið misskilin. Hún hafi ekki lýst nýrri stefnu stofnunarinnar. „Við vitum að sumt fólk sem sýnir ekki einkenni, eða sumt fólk sem er ekki með einkenni, getur borið veiruna áfram,“ sagði van Kerkhove á öðrum blaðamannafundi sem blásið var til í dag. Mike Ryan, yfirmaður neyðarviðbragða WHO, sagði að enn væri of margt á huldu um veiruna og hvernig hún smitast. Upphafleg ummæli van Kerkhove vöktu töluverða athygli, ekki síst hjá íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Notuðu þeir ummælin til að færa rök fyrir því að óþarfi væri fyrir fólk að ganga með grímur eða huga að félagsforðun. Þannig vísaði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, meðal annars til orða van Kerkhove þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og beitt sér gegn takmörkunum vegna hans. Washington Post segir að það sé þekkt að einkennalausir einstaklingar smiti aðra af veirunni en að ekki sé vitað hversu algengt það er. Rannsóknir og líkön bendi til þess að margir sem smitast af veirunni sýni aldrei einkenni og að það sé opin spurning hvort að þeir einstaklingar eigi stóran þátt í að breiða veiruna út. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir WHO. Eric Topol, prófessor í sameindalæknisfræði við Scripps-rannsóknastofnunina, segir það algert klúður. „Ég veit ekki af hverju þau myndu segja að einkennalaus smit séu mjög sjaldgæf þegar sannleikurinn er að við vitum einfaldlega ekki hversu tíð þau eru. Það breytir heldur ekki staðreyndunum sem við vitum að þessi veira er mjög smitandi og það er mjög erfitt að eiga við hana,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. Maria van Kerkhove, yfirmaður deildar WHO sem bregst við nýjum farsóttum og dýrasjúkdómum, segir að orð hennar á blaðamannafundi í gær hafi verið misskilin. Hún hafi ekki lýst nýrri stefnu stofnunarinnar. „Við vitum að sumt fólk sem sýnir ekki einkenni, eða sumt fólk sem er ekki með einkenni, getur borið veiruna áfram,“ sagði van Kerkhove á öðrum blaðamannafundi sem blásið var til í dag. Mike Ryan, yfirmaður neyðarviðbragða WHO, sagði að enn væri of margt á huldu um veiruna og hvernig hún smitast. Upphafleg ummæli van Kerkhove vöktu töluverða athygli, ekki síst hjá íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Notuðu þeir ummælin til að færa rök fyrir því að óþarfi væri fyrir fólk að ganga með grímur eða huga að félagsforðun. Þannig vísaði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, meðal annars til orða van Kerkhove þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og beitt sér gegn takmörkunum vegna hans. Washington Post segir að það sé þekkt að einkennalausir einstaklingar smiti aðra af veirunni en að ekki sé vitað hversu algengt það er. Rannsóknir og líkön bendi til þess að margir sem smitast af veirunni sýni aldrei einkenni og að það sé opin spurning hvort að þeir einstaklingar eigi stóran þátt í að breiða veiruna út. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir WHO. Eric Topol, prófessor í sameindalæknisfræði við Scripps-rannsóknastofnunina, segir það algert klúður. „Ég veit ekki af hverju þau myndu segja að einkennalaus smit séu mjög sjaldgæf þegar sannleikurinn er að við vitum einfaldlega ekki hversu tíð þau eru. Það breytir heldur ekki staðreyndunum sem við vitum að þessi veira er mjög smitandi og það er mjög erfitt að eiga við hana,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira