Fótbolti

Ævintýri þýska smáliðsins lauk gegn Leverkusen

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Leverkusen áttu ekki í vandræðum með að ryðja Saarbrücken úr veginum.
Leikmenn Leverkusen áttu ekki í vandræðum með að ryðja Saarbrücken úr veginum. VÍSIR/GETTY

Saarbrücken skráði sig í sögubækurnar sem fyrsta liðið úr D-deild til að komast í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar. Þar lauk ævintýri liðsins hins vegar í kvöld.

Leverkusen vann Saarbrücken, á heimavelli smáliðsins, 3-0. Moussa Diaby og Lucas Alario skoruðu tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, í þessum fyrsta leik Saarbrücken eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Karim Bellarabi innsiglaði svo sigurinn um miðjan seinni hálfleik.

Leverkusen, sem er í 5. sæti efstu deildar, mun því mæta annað hvort Bayern München eða Eintracht Frankfurt í úrslitaleiknum. Bayern og Frankfurt mætast á morgun. Úrslitaleikurinn fer fram 4. júlí á Ólympíuleikvanginum í Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×