Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2020 09:13 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, neitaði ítrekað í gær að tjá sig um nýjasta umdeilda tíst forsetans. AP/Susan Walsh Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur ár forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Tístin hafa verið margskonar. Í þeim hefur forsetinn til dæmis gagnrýnt tiltekna þingmenn og sagt þeldökkum þingkonum að „fara aftur“ til ríkja sem þær komu frá. Þegar blaðamenn hafa leitað viðbragða þingmanna við umdeildustu tístunum hafa svörin yfirleitt verið sú sömu. Þingmenn hafa margsinnis sagst vera of seinir á einhvern fund eða viðburð en oftast segjast þeir ekki hafa séð umrætt tíst og að þeir séu of uppteknir til að lesa tíst forsetans. Blaðamenn gripu því til nýrra ráða í gær eftir að forsetinn tísti samsæriskenningu um að 75 ára maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina væri mögulega útsendari Antifa og atvikið sviðsett, og prentuðu tístið út til að sýna öldungadeildarþingmönnum. Sú aðferð skilaði þó takmörkuðum árangri, eins og aðrar sem gripið hefur verið til á undanförnum árum. Þingmennirnir læddust með veggjum í þinghúsinu og virtust neita að mæta augnaráði blaðamanna. Þegar þeir voru spurðir svöruðu þeir lítið sem ekkert og sögðust þá ekki hafa séð tístið eða að þeir vildu ekki ræða það. Öldungadeildarþingmaðurinn Pat Roberts sagðist ekki hafa lesið „bölvað tístið“. Þegar blaðamenn sögðu honum að þeir væru með það útprentað og hann gæti lesið það, svaraði hann: „Ég veit“ og gekk á brott. Sen. Pat Roberts on Trump's tweet about Buffalo protestor: "I haven't read the damn thing."Told we could show it to him, he said: "I know" and walked away. pic.twitter.com/qd7xmhR41M— Manu Raju (@mkraju) June 10, 2020 Lisa Markowski tjáði sig og spurði af hverju forsetinn væri að sletta olíu á eldinn. Hún sagðist ekki ætla að tjá sig að öðru leyti. Þá sagði þingmaðurinn John Thune að ásökun forsetans væri alvarleg og slíkum ásökunum ætti ekki að vera varpað fram án staðreynda og sannanna. Hann hefði ekki séð neitt slíkt. Thune sagði þingmenn ekki vilja tjá sig um tíst Trump. Það væri dagleg æfing. Hann sagðist þó hafa séð tístið og myndbandið af því þegar manninum var hrint. „Þetta er alvarleg ásökun,“ sagði Thune. Mark Meadows, fyrrverandi þingmaður og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, neitaði einni að tjá sig um tístið í gær. „Ég lærði fyrir löngu síðan að tjá mig ekki um tíst,“ sagði Meadows. Það er þó erfitt fyrir þingmenn að hunsa Twittersíðu Trump, eins og þeir segjast margir gera. Þar hefur forsetinn tilkynnt ýmsar aðgerðir sínar á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars rekið hátt setta embættismenn á Twitter, tilkynnt tolla á vörur frá öðrum ríkjum og opinberað að ríkisstjórn hans myndi viðurkenna innlimun Ísrael á Gólanhæðum. Hér að neðan má sjá nokkur af viðbrögðum þingmanna sem AP fréttaveitan hefur tekið saman. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur ár forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Tístin hafa verið margskonar. Í þeim hefur forsetinn til dæmis gagnrýnt tiltekna þingmenn og sagt þeldökkum þingkonum að „fara aftur“ til ríkja sem þær komu frá. Þegar blaðamenn hafa leitað viðbragða þingmanna við umdeildustu tístunum hafa svörin yfirleitt verið sú sömu. Þingmenn hafa margsinnis sagst vera of seinir á einhvern fund eða viðburð en oftast segjast þeir ekki hafa séð umrætt tíst og að þeir séu of uppteknir til að lesa tíst forsetans. Blaðamenn gripu því til nýrra ráða í gær eftir að forsetinn tísti samsæriskenningu um að 75 ára maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina væri mögulega útsendari Antifa og atvikið sviðsett, og prentuðu tístið út til að sýna öldungadeildarþingmönnum. Sú aðferð skilaði þó takmörkuðum árangri, eins og aðrar sem gripið hefur verið til á undanförnum árum. Þingmennirnir læddust með veggjum í þinghúsinu og virtust neita að mæta augnaráði blaðamanna. Þegar þeir voru spurðir svöruðu þeir lítið sem ekkert og sögðust þá ekki hafa séð tístið eða að þeir vildu ekki ræða það. Öldungadeildarþingmaðurinn Pat Roberts sagðist ekki hafa lesið „bölvað tístið“. Þegar blaðamenn sögðu honum að þeir væru með það útprentað og hann gæti lesið það, svaraði hann: „Ég veit“ og gekk á brott. Sen. Pat Roberts on Trump's tweet about Buffalo protestor: "I haven't read the damn thing."Told we could show it to him, he said: "I know" and walked away. pic.twitter.com/qd7xmhR41M— Manu Raju (@mkraju) June 10, 2020 Lisa Markowski tjáði sig og spurði af hverju forsetinn væri að sletta olíu á eldinn. Hún sagðist ekki ætla að tjá sig að öðru leyti. Þá sagði þingmaðurinn John Thune að ásökun forsetans væri alvarleg og slíkum ásökunum ætti ekki að vera varpað fram án staðreynda og sannanna. Hann hefði ekki séð neitt slíkt. Thune sagði þingmenn ekki vilja tjá sig um tíst Trump. Það væri dagleg æfing. Hann sagðist þó hafa séð tístið og myndbandið af því þegar manninum var hrint. „Þetta er alvarleg ásökun,“ sagði Thune. Mark Meadows, fyrrverandi þingmaður og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, neitaði einni að tjá sig um tístið í gær. „Ég lærði fyrir löngu síðan að tjá mig ekki um tíst,“ sagði Meadows. Það er þó erfitt fyrir þingmenn að hunsa Twittersíðu Trump, eins og þeir segjast margir gera. Þar hefur forsetinn tilkynnt ýmsar aðgerðir sínar á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars rekið hátt setta embættismenn á Twitter, tilkynnt tolla á vörur frá öðrum ríkjum og opinberað að ríkisstjórn hans myndi viðurkenna innlimun Ísrael á Gólanhæðum. Hér að neðan má sjá nokkur af viðbrögðum þingmanna sem AP fréttaveitan hefur tekið saman.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira