Unnur og Vigdís fara með aðalhlutverk í Framúrskarandi vinkona Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2020 13:31 Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir fara með aðalhlutverkin í verkinu. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir munu fara með hlutverk vinkvennanna Elenu og Lilu í sýningunni Framúrskarandi vinkona, sem byggir á Napólísögum Ferrante og hefur farið sigurför um heiminn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Leikhúsiði leitar nú að tveimur stúlkum á aldrinum 8-12 ára til þess að fara með hlutverk vinkvennanna sem börn. Leikstjórinn Yael Farber frá Suður-Afríku muni leikstýra verkinu, en koma hennar þykir mikill hvalreki fyrir leikhúslífið því hún hefur á undanförnum árum verið einn farsælasti og eftirsóttasti leikstjóri heimsins. Vinsældir bókanna um þær Elenu og Lilu hafa verið miklar undanfarin en Þjóðleikhúsið sýnir verkið á Stóra sviðinu í haust. Líkt og þeir sem hafa lesið bækur Ferrante þekkja er um að ræða frásögn tveggja kvenna allt frá nöturlegri barnæsku þeirra í Napólí og fram á efri ár. Áheyrnarprufur verða 15. júní þar sem leitað er að tveimur stúlkum til að fara með hlutverk Elenu og Lilu á yngri árum. Hér er hægt að sjá allar upplýsingar um prufuna. Aldrei áður leikið saman Unnur Ösp og Vigdís Hrefna hafa verið áberandi í leikhúslífinu undanfarin ár. Unnur hefur verið samningsbundin í Borgarleikhúsinu um árabil þar sem hún hefur leikið fjölmörg stór hlutverk auk þess sem hún hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Nú í upphafi ársins færði hún sig yfir til Þjóðleikhússins og er nú samningsbundinn leikstjóri og leikkona. Vigdís Hrefna hefur leikið fjölmörg og ólík hlutverk í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur verið í hópi fastráðinna leikara um árabil. Síðastliðið ár hefur hún verið í Englandi þar sem hún hefur stundað nám í leikstjórn. Uppsetningin á Framúrskarandi vinkonu mun sameina þær Unni og Vigdísi, en þær hafa verið miklar vinkonur um áratuga skeið - en þó hafa þær ekki leikið saman á sviði síðan þær útskrifuðust úr Leiklistarskóla. „Uppsetning Yael Farber á Framúrskarandi vinkonum verður án vafa mikil leikhúsveisla,“ segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og bætir við: „Við erum ákaflega spennt að sviðsetja þetta verk sem hefur snert streng í hjörtum fólks um alla veröld. Það er leitun að bókaflokki sem hefur náð svo mikilli útbreiðslu á jafn skömmum tíma. Sagan er hjartnæm, grimm en einnig falleg og við getum varla beðið eftir því að hefja vinnu við verkið með leikstjóranum Yael Farber en hún er eftirsóttur leikstjóri um allan heim og við erum ákaflega þakklát að fá að njóta krafta hennar hér í Þjóðleikhúsinu.“ Menning Leikhús Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir munu fara með hlutverk vinkvennanna Elenu og Lilu í sýningunni Framúrskarandi vinkona, sem byggir á Napólísögum Ferrante og hefur farið sigurför um heiminn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Leikhúsiði leitar nú að tveimur stúlkum á aldrinum 8-12 ára til þess að fara með hlutverk vinkvennanna sem börn. Leikstjórinn Yael Farber frá Suður-Afríku muni leikstýra verkinu, en koma hennar þykir mikill hvalreki fyrir leikhúslífið því hún hefur á undanförnum árum verið einn farsælasti og eftirsóttasti leikstjóri heimsins. Vinsældir bókanna um þær Elenu og Lilu hafa verið miklar undanfarin en Þjóðleikhúsið sýnir verkið á Stóra sviðinu í haust. Líkt og þeir sem hafa lesið bækur Ferrante þekkja er um að ræða frásögn tveggja kvenna allt frá nöturlegri barnæsku þeirra í Napólí og fram á efri ár. Áheyrnarprufur verða 15. júní þar sem leitað er að tveimur stúlkum til að fara með hlutverk Elenu og Lilu á yngri árum. Hér er hægt að sjá allar upplýsingar um prufuna. Aldrei áður leikið saman Unnur Ösp og Vigdís Hrefna hafa verið áberandi í leikhúslífinu undanfarin ár. Unnur hefur verið samningsbundin í Borgarleikhúsinu um árabil þar sem hún hefur leikið fjölmörg stór hlutverk auk þess sem hún hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Nú í upphafi ársins færði hún sig yfir til Þjóðleikhússins og er nú samningsbundinn leikstjóri og leikkona. Vigdís Hrefna hefur leikið fjölmörg og ólík hlutverk í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur verið í hópi fastráðinna leikara um árabil. Síðastliðið ár hefur hún verið í Englandi þar sem hún hefur stundað nám í leikstjórn. Uppsetningin á Framúrskarandi vinkonu mun sameina þær Unni og Vigdísi, en þær hafa verið miklar vinkonur um áratuga skeið - en þó hafa þær ekki leikið saman á sviði síðan þær útskrifuðust úr Leiklistarskóla. „Uppsetning Yael Farber á Framúrskarandi vinkonum verður án vafa mikil leikhúsveisla,“ segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og bætir við: „Við erum ákaflega spennt að sviðsetja þetta verk sem hefur snert streng í hjörtum fólks um alla veröld. Það er leitun að bókaflokki sem hefur náð svo mikilli útbreiðslu á jafn skömmum tíma. Sagan er hjartnæm, grimm en einnig falleg og við getum varla beðið eftir því að hefja vinnu við verkið með leikstjóranum Yael Farber en hún er eftirsóttur leikstjóri um allan heim og við erum ákaflega þakklát að fá að njóta krafta hennar hér í Þjóðleikhúsinu.“
Menning Leikhús Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira