Atli Viðar um frestunina í Víkinni: „Sorglegt að þeir geri þetta í dag“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 07:30 Davíð Örn Atlason í leik í Víkinni á síðustu leiktíð. vísir/bára Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir ákvörðun Víkinga sorglega en þeir ákváðu að fresta leik sínum við Fjölni um einn dag þegar fjórir dagar voru í leikinn. Tilkynnt var um það í gær að leikur Víkingur og Fjölnis fer fram á mánudagskvöldið en ekki sunnudag og við sama tilefni var leikur FH og HK færður síðar um kvöldið. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkinga, sagði í samtali við Vísi í gær að þetta væri svo Víkingar kæmu fleira fólki á völlinn en það hefur legið lengi fyrir ekki að einungis 200 hefðu mátt vera í hverju hólfi á sunnudag svo ákvörðunin kom á óvart. „Mér finnst þetta óskiljanlegt að þetta sé að gerast í dag. Þetta var í umræðunni fyrir 2-3 vikum síðan þegar þríeykið tilkynnti að það væri farið upp í 50 manns á þessum degi. Þá hefði ákvörðunin átt að liggja fyrir á tveimur eða þremur dögum hvort að ætti að gera þetta eða ekki,“ sagði Atli Viðar um ákvörðunina. Markahrókurinn hélt áfram. „Bara fyrir þjálfaranna. Þú ert að undirbúa liðið í heila viku. Nú eru fjórir dagar í leik og þú ert búinn að tilkynna hvernig þú ætlar að gera þetta. Nú kemur einn auka dagur. Mér finnst þetta rosalega sorglegt að þeir geri þetta í dag og allt að því vanvirðing við allt.“ Annar spekingur þáttarins í gær, Tómas Ingi Tómasson, notaði það orð sem hefur líklega verið hvað mest notað að undanförnu til að lýsa stöðunni. „Mér finnst þetta fordæmalaust,“ sagði Tómas Ingi í léttum tón. „Ég ætla að nota þetta orð í hverjum einasta þætti en þetta er rosalega skrýtið. Ég bjóst við að öllu yrði seinkað til fimmtánda. Það er eina vitið, því þá komast nógu margir á alla velli.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-upphitun: Víkingur - Fjölnir frestað Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir ákvörðun Víkinga sorglega en þeir ákváðu að fresta leik sínum við Fjölni um einn dag þegar fjórir dagar voru í leikinn. Tilkynnt var um það í gær að leikur Víkingur og Fjölnis fer fram á mánudagskvöldið en ekki sunnudag og við sama tilefni var leikur FH og HK færður síðar um kvöldið. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkinga, sagði í samtali við Vísi í gær að þetta væri svo Víkingar kæmu fleira fólki á völlinn en það hefur legið lengi fyrir ekki að einungis 200 hefðu mátt vera í hverju hólfi á sunnudag svo ákvörðunin kom á óvart. „Mér finnst þetta óskiljanlegt að þetta sé að gerast í dag. Þetta var í umræðunni fyrir 2-3 vikum síðan þegar þríeykið tilkynnti að það væri farið upp í 50 manns á þessum degi. Þá hefði ákvörðunin átt að liggja fyrir á tveimur eða þremur dögum hvort að ætti að gera þetta eða ekki,“ sagði Atli Viðar um ákvörðunina. Markahrókurinn hélt áfram. „Bara fyrir þjálfaranna. Þú ert að undirbúa liðið í heila viku. Nú eru fjórir dagar í leik og þú ert búinn að tilkynna hvernig þú ætlar að gera þetta. Nú kemur einn auka dagur. Mér finnst þetta rosalega sorglegt að þeir geri þetta í dag og allt að því vanvirðing við allt.“ Annar spekingur þáttarins í gær, Tómas Ingi Tómasson, notaði það orð sem hefur líklega verið hvað mest notað að undanförnu til að lýsa stöðunni. „Mér finnst þetta fordæmalaust,“ sagði Tómas Ingi í léttum tón. „Ég ætla að nota þetta orð í hverjum einasta þætti en þetta er rosalega skrýtið. Ég bjóst við að öllu yrði seinkað til fimmtánda. Það er eina vitið, því þá komast nógu margir á alla velli.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-upphitun: Víkingur - Fjölnir frestað
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira