Bandaríkin auka umsvif sín á Grænlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 08:01 Frá Nuuk. Martin Zwick/Getty Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Í umfjöllun Politico um málið er opnun skrifstofunnar sögð hluti af viðleitni Bandaríkjamanna til þess að auka umsvif sín á norðurslóðum, og koma á sama tíma í veg fyrir að Rússar og Kínverjar geri slíkt hið sama. Skrifstofan var síðast opin árið 1953. Sagt frá enduropnuninni í tilkynningu frá Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Daginn áður hafði bandarískum alríkisstofnunum verið skipað að teikna upp drög að nýjum bandarískum flota ísbrjóta. Í tilkynningu Pompeo segir að opnun skrifstofunnar endurspegli „skuldbindingu Bandaríkjanna við dýpkun sambands okkar við Grænlendinga, og allt danska konungsveldið. Viðvera okkar í Nuuk mun auka þá velsæld sem við höfum deilt með vinum okkar í Danmörku og á Grænlandi, á sama tíma og við vinnum með öðrum bandamönnum á norðurslóðum og tryggjum stöðugleika og sjálfbærni uppbyggingar á svæðinu.“ Athygli vakti síðasta sumar, þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Grænland. Grænland er sjálfstjórnarsvæði undir Danmörku, og tók Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, fálega í þennan áhuga forsetans á að festa kaup á eyjunni stóru. Það leiddi til þess að Trump aflýsti fundi sínum með ráðherranum. Í tilkynningu sagðist Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, fagna opnun ræðismannsskrifstofunnar í Nuuk. „Það er skýrt að aukinn áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er grænlensku samfélagi til heilla. Við höfum unnið stíft að þessu markmiði og ég er ánægður að nú sjáist áþreifanlegar niðurstöður.“ Grænland Bandaríkin Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Í umfjöllun Politico um málið er opnun skrifstofunnar sögð hluti af viðleitni Bandaríkjamanna til þess að auka umsvif sín á norðurslóðum, og koma á sama tíma í veg fyrir að Rússar og Kínverjar geri slíkt hið sama. Skrifstofan var síðast opin árið 1953. Sagt frá enduropnuninni í tilkynningu frá Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Daginn áður hafði bandarískum alríkisstofnunum verið skipað að teikna upp drög að nýjum bandarískum flota ísbrjóta. Í tilkynningu Pompeo segir að opnun skrifstofunnar endurspegli „skuldbindingu Bandaríkjanna við dýpkun sambands okkar við Grænlendinga, og allt danska konungsveldið. Viðvera okkar í Nuuk mun auka þá velsæld sem við höfum deilt með vinum okkar í Danmörku og á Grænlandi, á sama tíma og við vinnum með öðrum bandamönnum á norðurslóðum og tryggjum stöðugleika og sjálfbærni uppbyggingar á svæðinu.“ Athygli vakti síðasta sumar, þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Grænland. Grænland er sjálfstjórnarsvæði undir Danmörku, og tók Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, fálega í þennan áhuga forsetans á að festa kaup á eyjunni stóru. Það leiddi til þess að Trump aflýsti fundi sínum með ráðherranum. Í tilkynningu sagðist Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, fagna opnun ræðismannsskrifstofunnar í Nuuk. „Það er skýrt að aukinn áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er grænlensku samfélagi til heilla. Við höfum unnið stíft að þessu markmiði og ég er ánægður að nú sjáist áþreifanlegar niðurstöður.“
Grænland Bandaríkin Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira