Tómas Ingi um Aron Bjarnason: „Aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 09:00 Aron Bjarnason í leik með Blikum síðasta sumar. Vísir/Bára Tómas Ingi Tómasson, einn sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að koma Arons Bjarnasonar í lið Vals muni ekki skipta sköpum í sumar en þetta sagði hann í fjórða og síðasta miðvikudags-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna sem var á dagskránni í gær. Valur var á meðal þeirra liða sem fjallað var um en einnig var farið yfir lið Stjörnunnar og bikarmeistara Víkings. Stjórnandinn Guðmundur Benediktsson spurði þá Tómas Inga og Atla Viðar Björnsson hvort að koma Arons, á láni frá Újpest í Ungverjalandi, myndi verða punkturinn yfir I-ið hjá Val. „Ekki að mínu mati. Ég hef aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara. Hann tók þarna þrjá til fjóra leiki með Blikum og var svo farinn út,“ sagði Tómas Ingi. Aron gekk í raðir Újpest í Ungverjalandi síðasta sumar en hann spilaði vel með Blikum fyrri hluta tímabils og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum og lagði upp annað eins. „Fyrir mér finnst mér hann ekki jafn góður og öllum öðrum þannig að ég hlýt að hafa vitlaust fyrir mér. Það eru svo margir sem finnst hann rosa góður en mér finnst hann mjög takmarkaður,“ bætti Tómas Ingi við og hélt áfram: „Hann er ösku fljótur en mér finnst hann ekki nýta færin sín. Auðvitað skorar hann úr öllum færunum sínum í þessari klippu en mér finnst hann mjög oft rekja boltann yfir endalínu og klaufalegur í tækniatriðum. Hraðinn hans á Íslandi getur þó auðvitað gert mjög mikið.“ Atli Viðar Björnsson segir að koma Arons minni dálítið á þegar Dion Acoff, núverandi leikmaður Þróttar, lék með Val á árunum 2017 og 2018. Valur varð Íslandsmeistari bæði árin. „Hann á auðvitað sitt lang besta „run“ þessa fyrri umferð með Breiðabliki í fyrra sem verður til þess að hann fái þetta „múv“ til Ungverjalands en að fá hann þarna inn, er það ekki bara svipað og þegar þeir voru með Dion Acoff 2017 og 2018? Þeir eru með eina sprengju og geta ógnað inn fyrir,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Aron Bjarnason Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max-mörkin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, einn sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að koma Arons Bjarnasonar í lið Vals muni ekki skipta sköpum í sumar en þetta sagði hann í fjórða og síðasta miðvikudags-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna sem var á dagskránni í gær. Valur var á meðal þeirra liða sem fjallað var um en einnig var farið yfir lið Stjörnunnar og bikarmeistara Víkings. Stjórnandinn Guðmundur Benediktsson spurði þá Tómas Inga og Atla Viðar Björnsson hvort að koma Arons, á láni frá Újpest í Ungverjalandi, myndi verða punkturinn yfir I-ið hjá Val. „Ekki að mínu mati. Ég hef aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara. Hann tók þarna þrjá til fjóra leiki með Blikum og var svo farinn út,“ sagði Tómas Ingi. Aron gekk í raðir Újpest í Ungverjalandi síðasta sumar en hann spilaði vel með Blikum fyrri hluta tímabils og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum og lagði upp annað eins. „Fyrir mér finnst mér hann ekki jafn góður og öllum öðrum þannig að ég hlýt að hafa vitlaust fyrir mér. Það eru svo margir sem finnst hann rosa góður en mér finnst hann mjög takmarkaður,“ bætti Tómas Ingi við og hélt áfram: „Hann er ösku fljótur en mér finnst hann ekki nýta færin sín. Auðvitað skorar hann úr öllum færunum sínum í þessari klippu en mér finnst hann mjög oft rekja boltann yfir endalínu og klaufalegur í tækniatriðum. Hraðinn hans á Íslandi getur þó auðvitað gert mjög mikið.“ Atli Viðar Björnsson segir að koma Arons minni dálítið á þegar Dion Acoff, núverandi leikmaður Þróttar, lék með Val á árunum 2017 og 2018. Valur varð Íslandsmeistari bæði árin. „Hann á auðvitað sitt lang besta „run“ þessa fyrri umferð með Breiðabliki í fyrra sem verður til þess að hann fái þetta „múv“ til Ungverjalands en að fá hann þarna inn, er það ekki bara svipað og þegar þeir voru með Dion Acoff 2017 og 2018? Þeir eru með eina sprengju og geta ógnað inn fyrir,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Aron Bjarnason
Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max-mörkin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira