Komust í hann krappan í svartaþoku: „Við bara settumst niður og héldum í hestana“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2020 14:00 Helgi Björnsson ræðir hestamennskuna í mannlífsþættinum Hestalífið. Hestalífið/Hörður Þórhallsson „Helgi Björnsson leikari og tónlistarmaður er enginn venjulegur karakter, fer sínar eigin leiðir og virðist eiga mörg líf eins og kötturinn,“ segir Telma Lucinda Tómasson. Helgi var gestur hennar í nýjasta þætti af mannlífsþáttunum Hestalífið. „Helgi er óhefðbundinn, einstakur sviðsmaður og segir margt hafa mótað sig og tónlistarstefnu sína í gegnum tíðina. Áhrifavaldar koma úr ýmsum áttum og hestar eru þar á meðal.“ Flestar hestaferðir Helga, fjölskyldu og vina eru fylltar fallegri náttúru, góðum félagsskap, söng og gleði. En hann á líka sögur af ævintýraferðum og sagði í þættinum frá eftirminnilegri steggjaferð upp á hálendi sem farin var fyrir margt löngu. 10 dagar með trúss. 20 hestar, fjórir knapar. Kosturinn: harðfiskur og eitthvað í flösku. Menn komust svo í hann krappan í svartaþoku, sem Helgi lýsir með sínum einstaka hætti. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hestalífið - Helgi Björnsson Allt varð svart ,,Við vorum tveir fyrir framan og tveir fyrir aftan og við fyrir framan, ég og annar, og við sáum ekki neitt. Svo heyrðum við bara að hestarnir voru að fara framhjá okkur og þá stukkum við af baki og vísuðum þeim upp í smá hlíð sem var þarna og svo þegar við erum í hlíðinni þá skríður hlíðin bara, þá er þetta bara smágrjót mjög skrítið, bara eins og fjörugrýti, þarna rétt fyrir ofan Arnarvatnsheiðina. Hestarnir fóru allir upp í hlíðina og þegar þeir fundu grjótið skríða þá bara stoppuðu allir. Bara stoppuðu. Og það var bara allt svart. Svartaþoka.“ Á þessum tímapunkti var hópurinn búinn að vera lengi á ferðinni og allir orðnir svolítið þreyttir. „Við bara settumst niður og héldum í hestana okkar og svo var bara allir hinir stopp. Svo áður en við vissum af voru bara allir farnir að hrjóta. Það var bara allt kyrrt, fór enginn af stað því bara grjótið skreið. Svo bara birti til og við bara vöknuðum, stálhressir og bara á bak og áfram... Og svo sungum við saman: styttur bæjarins sem enginn nennir að horfa á... lalalallalala... grey stytturnar ... lalalala ... á stöplunum ...lalallaa...“ Framan af var Helgi langt því frá forfallinn, en stússaði þó með afa sínum og föður í hesthúsinu. Það var annað sem á þeim tíma átti hug hans allan. Stelpur, fótbolti og svo gítarinn.Hestalífið/Hörður Þórhallsson Helgi þurfti í miðri ferð að bregða sér á Þjóðhátíð til að spila og för hans til byggða er ævintýraleg og riðið í loftköstum. Í Húsafelli var komið á flugvél að sækja hann. ,,Svo bara lenti hún þarna á túninu og ég upp í vél og þurfti að fara heim til þess að ná í poppgalla - fara úr hestagallanum í poppgallann og aftur upp. Og þegar við erum að fljúga yfir Hellisheiðina skellur á þoka og við þurftum að fljúga með veginum rétt fyrir ofan bílana, fylgja þeim þangað til við vorum komin yfir Kambana og þá bara opnaðist allt. Og ég bara: „Okei, ég er að ná þessu.“ Hringi í strákana og segi þið farið bara á svið. Þá var klukkan alveg að verða ball. Ég kem bara skömmu síðar. Og svo læt ég bíl koma, keyra meðfram flugvélinni og ég hoppa yfir. Nei, sagan er betri svona. Beint niður í íþróttahús þar sem Húkkaraballið var. Strákarnir eru byrjaðir, rótarinn bíður eftir mér með einn viskí og á svið: ERU EKKI ALLIR SEXÝ!!!“ Í þættinum ræðir Helgi meðal annars um tónlistina, brunann í Valhöll, hlutverkið í Nonna og Manna og margt fleira skemmtilegt. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestar Hestalífið Tónlist Tengdar fréttir Hélt að hestar væru „ekkert nema læti og öskur og gól“ Tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson keyptu sér fallegt hrossaræktarbú fyrir fimm árum. Þau hafa helgað líf sitt hrossaræktun en fyrir nokkrum árum vissu þau ekkert um hesta. 12. maí 2020 08:00 Fjárfesta í hestum frekar en hlutabréfum Fyrir 15 árum síðan fóru tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson í örlagaríka hestaferð á fjöllum sem sneri lífi þeirra á hvolf. 5. maí 2020 21:34 „Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
„Helgi Björnsson leikari og tónlistarmaður er enginn venjulegur karakter, fer sínar eigin leiðir og virðist eiga mörg líf eins og kötturinn,“ segir Telma Lucinda Tómasson. Helgi var gestur hennar í nýjasta þætti af mannlífsþáttunum Hestalífið. „Helgi er óhefðbundinn, einstakur sviðsmaður og segir margt hafa mótað sig og tónlistarstefnu sína í gegnum tíðina. Áhrifavaldar koma úr ýmsum áttum og hestar eru þar á meðal.“ Flestar hestaferðir Helga, fjölskyldu og vina eru fylltar fallegri náttúru, góðum félagsskap, söng og gleði. En hann á líka sögur af ævintýraferðum og sagði í þættinum frá eftirminnilegri steggjaferð upp á hálendi sem farin var fyrir margt löngu. 10 dagar með trúss. 20 hestar, fjórir knapar. Kosturinn: harðfiskur og eitthvað í flösku. Menn komust svo í hann krappan í svartaþoku, sem Helgi lýsir með sínum einstaka hætti. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hestalífið - Helgi Björnsson Allt varð svart ,,Við vorum tveir fyrir framan og tveir fyrir aftan og við fyrir framan, ég og annar, og við sáum ekki neitt. Svo heyrðum við bara að hestarnir voru að fara framhjá okkur og þá stukkum við af baki og vísuðum þeim upp í smá hlíð sem var þarna og svo þegar við erum í hlíðinni þá skríður hlíðin bara, þá er þetta bara smágrjót mjög skrítið, bara eins og fjörugrýti, þarna rétt fyrir ofan Arnarvatnsheiðina. Hestarnir fóru allir upp í hlíðina og þegar þeir fundu grjótið skríða þá bara stoppuðu allir. Bara stoppuðu. Og það var bara allt svart. Svartaþoka.“ Á þessum tímapunkti var hópurinn búinn að vera lengi á ferðinni og allir orðnir svolítið þreyttir. „Við bara settumst niður og héldum í hestana okkar og svo var bara allir hinir stopp. Svo áður en við vissum af voru bara allir farnir að hrjóta. Það var bara allt kyrrt, fór enginn af stað því bara grjótið skreið. Svo bara birti til og við bara vöknuðum, stálhressir og bara á bak og áfram... Og svo sungum við saman: styttur bæjarins sem enginn nennir að horfa á... lalalallalala... grey stytturnar ... lalalala ... á stöplunum ...lalallaa...“ Framan af var Helgi langt því frá forfallinn, en stússaði þó með afa sínum og föður í hesthúsinu. Það var annað sem á þeim tíma átti hug hans allan. Stelpur, fótbolti og svo gítarinn.Hestalífið/Hörður Þórhallsson Helgi þurfti í miðri ferð að bregða sér á Þjóðhátíð til að spila og för hans til byggða er ævintýraleg og riðið í loftköstum. Í Húsafelli var komið á flugvél að sækja hann. ,,Svo bara lenti hún þarna á túninu og ég upp í vél og þurfti að fara heim til þess að ná í poppgalla - fara úr hestagallanum í poppgallann og aftur upp. Og þegar við erum að fljúga yfir Hellisheiðina skellur á þoka og við þurftum að fljúga með veginum rétt fyrir ofan bílana, fylgja þeim þangað til við vorum komin yfir Kambana og þá bara opnaðist allt. Og ég bara: „Okei, ég er að ná þessu.“ Hringi í strákana og segi þið farið bara á svið. Þá var klukkan alveg að verða ball. Ég kem bara skömmu síðar. Og svo læt ég bíl koma, keyra meðfram flugvélinni og ég hoppa yfir. Nei, sagan er betri svona. Beint niður í íþróttahús þar sem Húkkaraballið var. Strákarnir eru byrjaðir, rótarinn bíður eftir mér með einn viskí og á svið: ERU EKKI ALLIR SEXÝ!!!“ Í þættinum ræðir Helgi meðal annars um tónlistina, brunann í Valhöll, hlutverkið í Nonna og Manna og margt fleira skemmtilegt. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestar Hestalífið Tónlist Tengdar fréttir Hélt að hestar væru „ekkert nema læti og öskur og gól“ Tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson keyptu sér fallegt hrossaræktarbú fyrir fimm árum. Þau hafa helgað líf sitt hrossaræktun en fyrir nokkrum árum vissu þau ekkert um hesta. 12. maí 2020 08:00 Fjárfesta í hestum frekar en hlutabréfum Fyrir 15 árum síðan fóru tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson í örlagaríka hestaferð á fjöllum sem sneri lífi þeirra á hvolf. 5. maí 2020 21:34 „Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Hélt að hestar væru „ekkert nema læti og öskur og gól“ Tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson keyptu sér fallegt hrossaræktarbú fyrir fimm árum. Þau hafa helgað líf sitt hrossaræktun en fyrir nokkrum árum vissu þau ekkert um hesta. 12. maí 2020 08:00
Fjárfesta í hestum frekar en hlutabréfum Fyrir 15 árum síðan fóru tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson í örlagaríka hestaferð á fjöllum sem sneri lífi þeirra á hvolf. 5. maí 2020 21:34
„Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. 10. apríl 2020 09:00