Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 10:45 Eyjafjörður er sjókvíalaus, enn sem komið er. Vísir/Tryggvi Páll Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. Sveitarfélög á svæðunum hafa einnig verið beðin um umsögn. Stutt er síðan bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi, eitthvað sem fór ekki vel í sveitarstjórnarmenn í Fjallabyggð við utanverðan Eyjafjörð, sem vilja kanna betur hvort fiskeldi við Eyjafjörð geti verið fýsilegur kostur þegar kemur að atvinnuuppbyggingu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er búið að friða stóran hluta fjarða og flóa á Norður- og Austurlandi fyrir laxeldi í sjó, en Eyjafjörður og firðirnir tveir í Norðfjarðarflóa eru ekki friðaðir. Þá eru flestir firðir á Vestfjörðum ófriðaðir en umsagnarbeiðni ráðuneytisins nú nær til Jökulfjarða á Vestfjörðum, fimm fjarða sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi norðanverðu. Ekki má stunda laxeldi í sjó innan við rauðu línurnar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er tekið fram að ekkert af þessum svæðum sé burðarþolsmetið með tilliti til laxeldis í sjó og engin rekstrarleyfi eða umsóknir um rekstrarleyfi séu til staðar á þessum svæðum. Þá segir jafnframt að umsagnarbeiðnirnar séu sendar á grundvelli laga um fiskeldis þar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra getur, að fenginni umsögn Fiskistofu, Matvælastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar, takmarkað eða bannað fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða á svæðum sem teljast sérlega viðkvæm gagnvart fiskeldi. Sjávarútsvegsráðherra heldur opinn fund um fiskeldi á Norðurlandi í Hofi á Akureyri í kvöld klukkan átta. Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. 24. maí 2020 12:30 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. Sveitarfélög á svæðunum hafa einnig verið beðin um umsögn. Stutt er síðan bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi, eitthvað sem fór ekki vel í sveitarstjórnarmenn í Fjallabyggð við utanverðan Eyjafjörð, sem vilja kanna betur hvort fiskeldi við Eyjafjörð geti verið fýsilegur kostur þegar kemur að atvinnuuppbyggingu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er búið að friða stóran hluta fjarða og flóa á Norður- og Austurlandi fyrir laxeldi í sjó, en Eyjafjörður og firðirnir tveir í Norðfjarðarflóa eru ekki friðaðir. Þá eru flestir firðir á Vestfjörðum ófriðaðir en umsagnarbeiðni ráðuneytisins nú nær til Jökulfjarða á Vestfjörðum, fimm fjarða sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi norðanverðu. Ekki má stunda laxeldi í sjó innan við rauðu línurnar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er tekið fram að ekkert af þessum svæðum sé burðarþolsmetið með tilliti til laxeldis í sjó og engin rekstrarleyfi eða umsóknir um rekstrarleyfi séu til staðar á þessum svæðum. Þá segir jafnframt að umsagnarbeiðnirnar séu sendar á grundvelli laga um fiskeldis þar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra getur, að fenginni umsögn Fiskistofu, Matvælastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar, takmarkað eða bannað fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða á svæðum sem teljast sérlega viðkvæm gagnvart fiskeldi. Sjávarútsvegsráðherra heldur opinn fund um fiskeldi á Norðurlandi í Hofi á Akureyri í kvöld klukkan átta.
Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. 24. maí 2020 12:30 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað Sjá meira
Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. 24. maí 2020 12:30
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06