LeBron James, einn besti körfuboltamaður samtímans og leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni vonast til að arfleið sín verði ekki aðeins inn á vellinum. Er hann í forsvari fyrir hóp sem kallast „More Than a Vote“ eða „Meira en atkvæði“ á okkar ástkæra og ylhýtra.
Er það hópur sem vill verja kosningarétt svartra í Bandaríkjunum ásamt því að gefa þeim hópi samfélagsins rödd. Það er ekkert leyndarmál að erfitt getur verið fyrir þá sem eru hvað verst staddir í Bandaríkjunum að kjósa í hinum ýmsu kosningum og stefnir hópurinn á að aðstoða þann hóp við að fá kosningarétt sem og að nýta hann.
LeBron James is a man of his word. pic.twitter.com/9ltponb3EF
— Los Angeles Lakers (@Lakers) June 11, 2020
Fleiri leikmenn NBA-deildarinnar eru á bakvið verkefnið en þar má nefna Trae Young, leikmann Atlanta Hawks.
„Í framtíðinni mun fólk vonandi ekki aðeins muna eftir því sem ég gerði inn á körfuboltavellinum heldur hvernig ég nálgaðist lífið sem svartur maður í Bandaríkjunum,“ sagði LeBron í viðtali er hann kynnti verkefnið.
Þá nefndi hann að fyrirmyndar sínar væru Muhammad Ali, Bill Russell, Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson – menn sem létu í sér heyra þegar hlutirnir voru töluvert verri en þeir eru í dag.
LeBron hefur verið nýtt rödd sína og stöðu í samfélaginu til að kalla eftir breytingum í kjölfar morðsins á Goerge Floyd. Er það ekki í fyrsta sinn sem hann gerir slíkt en allt síðan árið 2012 hefur LeBron látið vel í sér heyra þegar upp kemst um mál af tagi sem þessu.
Þá er vert að nefna að LeBron var á bakvið stofnun I Promise skólans í Akron í Ohio-ríki í Bandaríkjunum en það er skóli sem gefur börnum sem eru líkleg til að flosna upp úr skóla vegna utanaðkomandi aðstæðna möguleika til að láta ljós sitt skína.