Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 12:15 Margir hlupu frá Garðatorgi í morgun. HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. Í morgun fór Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram í 31 sinn. Í upphafi var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi en í dag er tilgangur hlaupsins annars eðlis. „Upphaflega markmiðið sem búið er að ná, fyrir löngu síðan, var að drífa konur út að hreyfa sig og rífa þær frá eldavélinni, þvottavélinni og barnauppeldi. Við getum sagt að það markmið hafi náðst fyrir löngu. Nú höfum við sett nýtt markmið sem er að hlaupa saman, vera saman, njóta saman, standa saman,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Kvennahlaupið er fastur liður. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu hlaupsins verða ekki veittir verðlaunapeningar en í gegnum tíðina hafa allir þátttakendur farið heim með medalíu. „Við tókum smá sjálfsrýningu eftir hlaupið í fyrra. Okkur fannst mikið um plast og óumhverfisvæna hluti. Við vitum að bolirnir sem voru í umferð í gamla daga voru ekki framleiddir á umhverfisvænan hátt þannig við leituðum að nýjum bolum og þeir sem við völdum eru framleiddir í Fair trade verksmiðju. Þeir eru úr 100% endurunnu efni. Við ákváðum í leiðinni að taka þá ákvörðun að sleppa verðlaunapeningunum. Þeir eru í sama flokki. Að sama skapi verða buffin sem Sjóvá hefur gefð ekki í boði því þau voru líka pökkuð í plast og komu úr óumhverfisvænni framleiðslu, við erum að taka þetta eins langt og við getum,“ sagði Hrönn. Frá Kvennahlaupinu 2012. Heilsa Hlaup Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Sjá meira
Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. Í morgun fór Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram í 31 sinn. Í upphafi var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi en í dag er tilgangur hlaupsins annars eðlis. „Upphaflega markmiðið sem búið er að ná, fyrir löngu síðan, var að drífa konur út að hreyfa sig og rífa þær frá eldavélinni, þvottavélinni og barnauppeldi. Við getum sagt að það markmið hafi náðst fyrir löngu. Nú höfum við sett nýtt markmið sem er að hlaupa saman, vera saman, njóta saman, standa saman,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Kvennahlaupið er fastur liður. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu hlaupsins verða ekki veittir verðlaunapeningar en í gegnum tíðina hafa allir þátttakendur farið heim með medalíu. „Við tókum smá sjálfsrýningu eftir hlaupið í fyrra. Okkur fannst mikið um plast og óumhverfisvæna hluti. Við vitum að bolirnir sem voru í umferð í gamla daga voru ekki framleiddir á umhverfisvænan hátt þannig við leituðum að nýjum bolum og þeir sem við völdum eru framleiddir í Fair trade verksmiðju. Þeir eru úr 100% endurunnu efni. Við ákváðum í leiðinni að taka þá ákvörðun að sleppa verðlaunapeningunum. Þeir eru í sama flokki. Að sama skapi verða buffin sem Sjóvá hefur gefð ekki í boði því þau voru líka pökkuð í plast og komu úr óumhverfisvænni framleiðslu, við erum að taka þetta eins langt og við getum,“ sagði Hrönn. Frá Kvennahlaupinu 2012.
Heilsa Hlaup Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Sjá meira