430 einstaklingar fengið undanþágu frá hefðbundinni sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2020 12:15 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Flestir þeirra sem fengið hafa undanþágu frá hefðbundinni sóttkví og í staðinn farið í svokallaða vinnusóttkví starfa í matvælaframleiðslu. Lang flestir þeirra sem nýtt hafa undanþáguna eru með skráð lögheimili á Íslandi. Heilt yfir hafa 430 einstaklingar fengið undanþágu frá hefðbundinni sóttkví og í staðinn farið í svokallaða vinnusóttkví sem er kölluð sóttkví B. Framan af, á meðan að fjöldi smita var í hámarki hér á landi var aðeins veitt undanþága fyrir starfsfólk sem þótti samfélagslega mikilvægt. Til að mynda starfsfólk í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Eftir að slakað var á reglum um sóttkví B fjölgaði undanþágum. „Lang stærsti hlutinn hefur tengst matvælaframleiðslu, þetta eru sérfræðingar varðandi fiskeldi og annað. Hinn hópurinn eru starfsmenn sem tengjast mikilvægum innviðum eins og fjarskiptum og raforkukerfum, þeir eru þá sérfræðingar í einhverjum ákveðnum búnaði sem hefur bilað og þurft að laga,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Ekki hafa verið afgreiddar margar undanþágur vegna kvikmyndaframleiðslu. Langflestir þeirra sem hafa fengið undanþágu frá hefðbundinni sóttkví eru með skráð lögheimili á Íslandi, Norðurlöndum, Bretlandi og Kanada. „Lang stærsti einstaki hópurinn sem hefur farið í sóttkví B eru Íslendingar sem vegna starfa sinna hafa þurft að fara í sóttkví en farið í þessa sóttkví B því kannski allur vinnustaðurinn þurfti að fara í sóttkví. Nærtækasta dæmið fyrir okkur er smitrakningateymið okkar. Þar kom upp hugsanlegt smit og allt teymið fór í sóttkví B en allur hópurinn var þá saman í sóttkvínni, saman í vinnunni og blandaðist engum öðrum. Þennan hóp settum við á hótel til að hafa hann aðskilinn öðrum,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Flestir þeirra sem fengið hafa undanþágu frá hefðbundinni sóttkví og í staðinn farið í svokallaða vinnusóttkví starfa í matvælaframleiðslu. Lang flestir þeirra sem nýtt hafa undanþáguna eru með skráð lögheimili á Íslandi. Heilt yfir hafa 430 einstaklingar fengið undanþágu frá hefðbundinni sóttkví og í staðinn farið í svokallaða vinnusóttkví sem er kölluð sóttkví B. Framan af, á meðan að fjöldi smita var í hámarki hér á landi var aðeins veitt undanþága fyrir starfsfólk sem þótti samfélagslega mikilvægt. Til að mynda starfsfólk í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Eftir að slakað var á reglum um sóttkví B fjölgaði undanþágum. „Lang stærsti hlutinn hefur tengst matvælaframleiðslu, þetta eru sérfræðingar varðandi fiskeldi og annað. Hinn hópurinn eru starfsmenn sem tengjast mikilvægum innviðum eins og fjarskiptum og raforkukerfum, þeir eru þá sérfræðingar í einhverjum ákveðnum búnaði sem hefur bilað og þurft að laga,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Ekki hafa verið afgreiddar margar undanþágur vegna kvikmyndaframleiðslu. Langflestir þeirra sem hafa fengið undanþágu frá hefðbundinni sóttkví eru með skráð lögheimili á Íslandi, Norðurlöndum, Bretlandi og Kanada. „Lang stærsti einstaki hópurinn sem hefur farið í sóttkví B eru Íslendingar sem vegna starfa sinna hafa þurft að fara í sóttkví en farið í þessa sóttkví B því kannski allur vinnustaðurinn þurfti að fara í sóttkví. Nærtækasta dæmið fyrir okkur er smitrakningateymið okkar. Þar kom upp hugsanlegt smit og allt teymið fór í sóttkví B en allur hópurinn var þá saman í sóttkvínni, saman í vinnunni og blandaðist engum öðrum. Þennan hóp settum við á hótel til að hafa hann aðskilinn öðrum,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira