Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 08:00 Kennie Chopart virðist líka það vel að leika á gervigrasinu á Hlíðarenda. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið á laugardaginn var. Mikið hefur verið fjallað um markið sjálft en Óskar Örn Hauksson, besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu á síðustu leiktíð, skoraði markið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Markið kom eftir stórgóða sókn KR upp hægri vænginn þar sem Atli Sigurjónsson lagði knöttinn á Kennie Chopart – sem spilar nú bakvörð eftir að hafa verið framherji og vængmaður nær allan sinn feril – og sá danski lúðraði boltanum fyrir markið þar sem Óskar Örn stangaði tuðruna í netið. Óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Það sem er ef til vill merkilegra heldur en að Óskar skori er sú staðreynd að KR var að vinna Val á Hlíðarenda annað árið í röð. Lokatölur í bæði skiptin 1-0 gestunum í vil. Það sem er enn merkilegra er að Kennie Chopart lagði einnig upp sigurmarkið á síðustu leiktíð. Þá skoraði Pálmi Rafn Pálmason - sem er líkt og Óskar Örn fæddur árið 1984 - með skoti af stuttu færi á nærstöng eftir frábæra fyrirgöf danska hægri bakvarðarins. Pálmi var reyndar hársbreidd frá því að leika sama leik í gær en þá átti títtnefndur Chopart fyrirgjöf á nákvæmlega sama stað og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni sá Hannes Þór þó við Húsvíkingnum knáa. Alls lagði Chopart upp þrjú mörk í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð ásamt því að skora tvívegis sjálfur. Kennie, sem verður þrítugur á árinu, skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR á Víking í Meistarakeppni KSÍ á dögunum og virðist vera að stimpla sig inn sem einn allra besti hægri bakvörður deildarinnar. Eftir þann leik sagði Kennie í viðtali við Vísi að hann væri varnarmaður í dag og væri sáttastur með að halda hreinu. Það skemmir þó eflaust ekki fyrir að vera kominn með eitt mark og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 „Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið á laugardaginn var. Mikið hefur verið fjallað um markið sjálft en Óskar Örn Hauksson, besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu á síðustu leiktíð, skoraði markið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Markið kom eftir stórgóða sókn KR upp hægri vænginn þar sem Atli Sigurjónsson lagði knöttinn á Kennie Chopart – sem spilar nú bakvörð eftir að hafa verið framherji og vængmaður nær allan sinn feril – og sá danski lúðraði boltanum fyrir markið þar sem Óskar Örn stangaði tuðruna í netið. Óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Það sem er ef til vill merkilegra heldur en að Óskar skori er sú staðreynd að KR var að vinna Val á Hlíðarenda annað árið í röð. Lokatölur í bæði skiptin 1-0 gestunum í vil. Það sem er enn merkilegra er að Kennie Chopart lagði einnig upp sigurmarkið á síðustu leiktíð. Þá skoraði Pálmi Rafn Pálmason - sem er líkt og Óskar Örn fæddur árið 1984 - með skoti af stuttu færi á nærstöng eftir frábæra fyrirgöf danska hægri bakvarðarins. Pálmi var reyndar hársbreidd frá því að leika sama leik í gær en þá átti títtnefndur Chopart fyrirgjöf á nákvæmlega sama stað og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni sá Hannes Þór þó við Húsvíkingnum knáa. Alls lagði Chopart upp þrjú mörk í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð ásamt því að skora tvívegis sjálfur. Kennie, sem verður þrítugur á árinu, skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR á Víking í Meistarakeppni KSÍ á dögunum og virðist vera að stimpla sig inn sem einn allra besti hægri bakvörður deildarinnar. Eftir þann leik sagði Kennie í viðtali við Vísi að hann væri varnarmaður í dag og væri sáttastur með að halda hreinu. Það skemmir þó eflaust ekki fyrir að vera kominn með eitt mark og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 „Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30
„Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00