Verð á ávöxtum og grænmeti hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2020 20:00 Verð á ávöxtum og grænmeti hefur hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum. Seðlabankinn hefur ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn á liðnum vikum. Samhliða auknum sveiflum á gjaldeyrismarkaði hefur tíðni inngripa Seðlabankans á markaði aukist verulega. Fyrsta inngrip bankans á þessu ári var 2. mars, fyrsta viðskiptadag eftir að smit greindist hér álandi. Bankinn keypti þá um 430 milljónir íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Það er bagalegt að það séu miklar sveiflur í gengi krónunnar og þá grípur seðlabankinn inn í til að draga úr þessum óþægilegu sveiflum,“ sagði Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í mars og apríl greip bankinn 10 sinnum inn í markaðinn og keypti ríflega 17 milljarða íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Þetta var alls ekki óeðlilega oft, sérstaklega ekki þegar markaðir eru svona grunnir eins og þeir eru núna. Það þarf að byggja upp dýpt markaða. Ef Seðlabankinn hefði ekki gripið inn í þá hefðu sveiflurnar orðið meiri. Gengið hefði veikst meira þegar kórónuveiran skall á og nú hefði hún líklega styrkst heldur meira,“ sagði Snorri. Snorri Jakobsson er hagfræðingur hjá Jakobssonn Capital.Vísir/Baldur Matvælaverð hefur hækkaðum 3,5 prósent eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við erum að sjá töluverðar hækkanir í flestum vöruflokkum. Mestar á ávöxtum og grænmeti um átta til tíu present,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Brauð og önnur kornvara hefur einnig hækkað töluvert. Mjólkurvörur hafa hækkað minnst eða undir einu prósenti. „Þróun á matvælaverði fer auðvitað eftir ýmsum þáttum. Gengi og hrávöruverð eru þættir sem hafa áhrif,“ sagði Auður Alfa. Innfluttar vörur haf almennt hækkaðmeira í verði en innlendar. „Viðbrögð íslenskra birgja og smásöluaðila skipta mjög miklu máli. Maður vonar að þau sýni samfélagslega ábyrgð og nýti það svigrúm sem er til staðar til að koma í veg fyrir verðhækkanir á mat,“ sagði Auður Alfa. Langmest var hækkunin á grænmeti og ávöxtum, þó að töluverðar hækkanir hafi verið að finna í öllum vöruflokkum.Getty Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Verð á ávöxtum og grænmeti hefur hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum. Seðlabankinn hefur ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn á liðnum vikum. Samhliða auknum sveiflum á gjaldeyrismarkaði hefur tíðni inngripa Seðlabankans á markaði aukist verulega. Fyrsta inngrip bankans á þessu ári var 2. mars, fyrsta viðskiptadag eftir að smit greindist hér álandi. Bankinn keypti þá um 430 milljónir íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Það er bagalegt að það séu miklar sveiflur í gengi krónunnar og þá grípur seðlabankinn inn í til að draga úr þessum óþægilegu sveiflum,“ sagði Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í mars og apríl greip bankinn 10 sinnum inn í markaðinn og keypti ríflega 17 milljarða íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Þetta var alls ekki óeðlilega oft, sérstaklega ekki þegar markaðir eru svona grunnir eins og þeir eru núna. Það þarf að byggja upp dýpt markaða. Ef Seðlabankinn hefði ekki gripið inn í þá hefðu sveiflurnar orðið meiri. Gengið hefði veikst meira þegar kórónuveiran skall á og nú hefði hún líklega styrkst heldur meira,“ sagði Snorri. Snorri Jakobsson er hagfræðingur hjá Jakobssonn Capital.Vísir/Baldur Matvælaverð hefur hækkaðum 3,5 prósent eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við erum að sjá töluverðar hækkanir í flestum vöruflokkum. Mestar á ávöxtum og grænmeti um átta til tíu present,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Brauð og önnur kornvara hefur einnig hækkað töluvert. Mjólkurvörur hafa hækkað minnst eða undir einu prósenti. „Þróun á matvælaverði fer auðvitað eftir ýmsum þáttum. Gengi og hrávöruverð eru þættir sem hafa áhrif,“ sagði Auður Alfa. Innfluttar vörur haf almennt hækkaðmeira í verði en innlendar. „Viðbrögð íslenskra birgja og smásöluaðila skipta mjög miklu máli. Maður vonar að þau sýni samfélagslega ábyrgð og nýti það svigrúm sem er til staðar til að koma í veg fyrir verðhækkanir á mat,“ sagði Auður Alfa. Langmest var hækkunin á grænmeti og ávöxtum, þó að töluverðar hækkanir hafi verið að finna í öllum vöruflokkum.Getty
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira