Skilakerfi fer yfir landið með tilheyrandi rigningu og súld Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 06:59 Blautt er það víðast hvar. Veðurstofan Útlit er fyrir sunnanátt á bilinu fimm til þrettán metrum á sekúndu. Einnig fer víðfemt skilakerfi fer yfir landið frá vestri til austurs með tilheyrandi rigningu og súld. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að mest verði vætan sunnanlands, en þó að áttin sé suðlæg muni einnig rigna af og til á Norður- og Austurlandi sem sé gott fyrir gróðurinn á þeim slóðum. „Á vestasta hluta landsins verða skilin farin yfir kringum hádegi og handan skilanna taka við smávegis skúrir. Seinnipartinn í dag og í kvöld dregur einnig úr vætunni í öðrum landshlutum.Á morgun tekur við suðvestanátt, allvíða 5-10 m/s. Búast má við dálitlum skúrum í flestum landshlutum, líklega hangir hann þó þurr á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil á landinu í dag, en suðaustanlands á morgun. Á miðvikudag (þjóðhátíðardaginn) er síðan hæg suðlæg átt í kortunum, 3-8 m/s. Væntanlega verður þurrt um allt land. Norðanlands verður víða bjart veður, en meira af skýjum á himni á sunnanverðu landinu, þó eflaust sjáist til sólar á milli skýjanna. Þokuloft gæti sett strik í reikninginn og er þokan líklegust til að láta á sér kræla með austurströndinni,“ segir á síðunni. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað að mestu og víða dálitlir skúrir, einkum á vestanverðu landinu. Hiti víða 10 til 15 stig. Á miðvikudag (lýðveldisdagurinn): Suðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og hiti 10 til 14 stig, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi með hita 13 til 18 stig. Á fimmtudag: Suðaustan 5-10 á sunnanverðu landinu og skýjað, en úrkomulítið. Hægari vindur norðanlands og bjartviðri. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. Á föstudag: Hægt vaxandi suðaustanátt og skýjað, en bjart norðantil á landinu. Hiti breytist lítið. Fer að rigna sunnanlands um kvöldið. Á laugardag (sumarsólstöður): Ákveðin suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Sjá meira
Útlit er fyrir sunnanátt á bilinu fimm til þrettán metrum á sekúndu. Einnig fer víðfemt skilakerfi fer yfir landið frá vestri til austurs með tilheyrandi rigningu og súld. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að mest verði vætan sunnanlands, en þó að áttin sé suðlæg muni einnig rigna af og til á Norður- og Austurlandi sem sé gott fyrir gróðurinn á þeim slóðum. „Á vestasta hluta landsins verða skilin farin yfir kringum hádegi og handan skilanna taka við smávegis skúrir. Seinnipartinn í dag og í kvöld dregur einnig úr vætunni í öðrum landshlutum.Á morgun tekur við suðvestanátt, allvíða 5-10 m/s. Búast má við dálitlum skúrum í flestum landshlutum, líklega hangir hann þó þurr á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil á landinu í dag, en suðaustanlands á morgun. Á miðvikudag (þjóðhátíðardaginn) er síðan hæg suðlæg átt í kortunum, 3-8 m/s. Væntanlega verður þurrt um allt land. Norðanlands verður víða bjart veður, en meira af skýjum á himni á sunnanverðu landinu, þó eflaust sjáist til sólar á milli skýjanna. Þokuloft gæti sett strik í reikninginn og er þokan líklegust til að láta á sér kræla með austurströndinni,“ segir á síðunni. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað að mestu og víða dálitlir skúrir, einkum á vestanverðu landinu. Hiti víða 10 til 15 stig. Á miðvikudag (lýðveldisdagurinn): Suðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og hiti 10 til 14 stig, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi með hita 13 til 18 stig. Á fimmtudag: Suðaustan 5-10 á sunnanverðu landinu og skýjað, en úrkomulítið. Hægari vindur norðanlands og bjartviðri. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. Á föstudag: Hægt vaxandi suðaustanátt og skýjað, en bjart norðantil á landinu. Hiti breytist lítið. Fer að rigna sunnanlands um kvöldið. Á laugardag (sumarsólstöður): Ákveðin suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Sjá meira