Brutu sóttvarnalög til að láta vita af breyttum dvalarstað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 07:05 Lögreglan og sérsveit lögreglunnar að verki við Kolaportið rétt eftir miðnætti í nótt, aðfaranótt mánudags. Vísir/Björn Þórisson Fimm erlendir aðilar brutu um klukkan tvö í nótt sóttvarnalög þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð til að tilkynna um breyttan dvalarstað. Aðilarnir áttu allir að vera í sóttkví þar til síðar í mánuðinum samkvæmt dagbók lögreglu. Einstaklingarnir sögðust ekki hafa nennt að tilkynna um breyttan dvalarstað með símtali og töldu þessa leið einfaldari. Þeir voru í kjölfarið færðir til vistunar á sóttvarnarhóteli. Ekki kemur fram hjá lögreglu hvort þetta séu mennirnir sem lögreglan reynir nú að hafa uppi á. Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Þrír menn voru að berja einn og tóku þeir svo árásarþola með sér þegar þeir fóru af vettvangi í bifreið. Þeir voru stöðvaðir skömmu síðar af lögreglu, handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Árásarþolinn var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en ekki kemur fram hver líðan hans er. Tilkynnt var um tvö tilvik af þjófnaði, annars vegar í Kringlunni rétt eftir klukkan fimm og hins vegar í íbúð í Háaleitis- og Bústaðarhverfinu. Einnig var tilkynnt um innbrot í íbúð í Mosfellsbæ þar sem veiðibúnaði var stolið og er metinn að sé allt að hálfrar milljónar króna virði. Umferðaróhapp varð í Garðabæ á Elliðavatnsvegi. Farþegi var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild en ekki er vitað um áverka. Þá varð umferðarslys á Bústaðavegi á áttunda tímanum í gær þar sem ekið hafði verið aftan á kyrrstæða bifreið sem beið við rautt ljós á gatnamótum. Tjónvaldur er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu lögreglu. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Fimm erlendir aðilar brutu um klukkan tvö í nótt sóttvarnalög þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð til að tilkynna um breyttan dvalarstað. Aðilarnir áttu allir að vera í sóttkví þar til síðar í mánuðinum samkvæmt dagbók lögreglu. Einstaklingarnir sögðust ekki hafa nennt að tilkynna um breyttan dvalarstað með símtali og töldu þessa leið einfaldari. Þeir voru í kjölfarið færðir til vistunar á sóttvarnarhóteli. Ekki kemur fram hjá lögreglu hvort þetta séu mennirnir sem lögreglan reynir nú að hafa uppi á. Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Þrír menn voru að berja einn og tóku þeir svo árásarþola með sér þegar þeir fóru af vettvangi í bifreið. Þeir voru stöðvaðir skömmu síðar af lögreglu, handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Árásarþolinn var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en ekki kemur fram hver líðan hans er. Tilkynnt var um tvö tilvik af þjófnaði, annars vegar í Kringlunni rétt eftir klukkan fimm og hins vegar í íbúð í Háaleitis- og Bústaðarhverfinu. Einnig var tilkynnt um innbrot í íbúð í Mosfellsbæ þar sem veiðibúnaði var stolið og er metinn að sé allt að hálfrar milljónar króna virði. Umferðaróhapp varð í Garðabæ á Elliðavatnsvegi. Farþegi var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild en ekki er vitað um áverka. Þá varð umferðarslys á Bústaðavegi á áttunda tímanum í gær þar sem ekið hafði verið aftan á kyrrstæða bifreið sem beið við rautt ljós á gatnamótum. Tjónvaldur er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu lögreglu.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira