Sýna fram á að Liverpool eigi ekki skilið að vera á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 09:30 Sergio Aguero pg félagar í Manchester City eru 25 stigum á eftir Liverpool í töflunni en ættu að vera í toppsætinu út frá markalíkum. Getty/Shaun Botterill Tölfræðin í fótbolta sýnir ýmislegt og þar á meðal að stigataflan segir oft hvergi nærri alla söguna. Gott dæmi um það eru yfirburðir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Tölfræði leikjanna styður það samt ekki alveg. Enska úrvalsdeildin hefst aftur í þessari viku með frestuðum leikjum á miðvikudaginn en um næstu helgi verður síðan spiluð fyrsta umferðin af þeim níu sem eftir eru. Liverpool gæti orðið meistari strax á mánudaginn kemur ef úrslitin verða þeim hagstæð. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar bara sex stig til að tryggja sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í 30 ár. Að öllu eðlilegu ættu slíkir yfirburðir að koma vel fram í tölfræðinni enda Liverpool liðið búið að vinna 27 af 29 deildarleikjum tímabilsins og hefur aðeins tapað einum leik. Tölfræðiveitan Infogol skoðaði hins vegar tölfræði tímabilsins og komst að því að tölfræðin sýni það og sanni að Liverpool eigi í raun ekki skilið að vera á toppnum. ?? 19. Newcastle?? 15. Tottenham?? 13. Arsenal?? 4. WolvesAccording to the data, Liverpool don't actually deserve to be top ??https://t.co/CiQpUJQ5zR— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 15, 2020 Infogol notaði tölfræðina yfir markalíkur (expected goals) í hverjum leik til að finna út hvernig staðan ætti í raun að vera. Markalíkurnar eru reiknaðar út frá hversu mörg og hversu góð marktækifæri liðanna eru í leikjunum og svona tölfræði er orðin mikil fræði í fótboltanum. Stigataflan út frá markalíkum ætti því að vera sanngjarna útgáfan af stöðu liðanna í deildinni. Samkvæmt henni ætti Manchester City að vera í toppsætinu en Liverpool í öðru sæti. Liverpool liðið hefur skorað þremur mörkum meira en liðið hefur átt að gera en það munar meira um að liðið hefur fengið á sig ellefu mörkum færra en markalíkurnar segja til um. Manchester City liðið hefur aftur á móti skorað tíu mörkum færra en liðið ætti að hafa gert samkvæmt fyrrnefndum markalíkum. City liðið er hins vegar að fá á sig jafnmörg mörk og markalíkur gefa tilefni til. Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni út frá markalíkum.Mynd/GiveMeSport Chelsea og Wolves ættu bæði að vera ofar en Leicester City og þar með í tveimur síðustu Meistaradeildarsætunum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ættu síðan að vera í sjötta sætinu og þar með fyrir ofan lið eins og Manchester United, Tottenham og Arsenal. Manchester United ætti í raun að vera í áttunda sæti og Tottenham dettur alla leið niður í fimmtánda sæti í þessari töflu. Arsenal er aftur á móti í þrettánda sætinu. Liðin sem eru ofar í töflunni en þau ættu að vera eru Liverpool, Leicester, Manchester United, Sheffield United, Burnley, Arsenal, Crystal Palace og Tottenham, West Ham, Newcastle og Aston Villa. Liðin sem hafa spilað betur en stigataflan segir eru aftur á móti Manchester City, Chelsea, Wolves, Everton, Southampton, Brighton, Watford, Norwich og Bournemouth. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Tölfræðin í fótbolta sýnir ýmislegt og þar á meðal að stigataflan segir oft hvergi nærri alla söguna. Gott dæmi um það eru yfirburðir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Tölfræði leikjanna styður það samt ekki alveg. Enska úrvalsdeildin hefst aftur í þessari viku með frestuðum leikjum á miðvikudaginn en um næstu helgi verður síðan spiluð fyrsta umferðin af þeim níu sem eftir eru. Liverpool gæti orðið meistari strax á mánudaginn kemur ef úrslitin verða þeim hagstæð. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar bara sex stig til að tryggja sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í 30 ár. Að öllu eðlilegu ættu slíkir yfirburðir að koma vel fram í tölfræðinni enda Liverpool liðið búið að vinna 27 af 29 deildarleikjum tímabilsins og hefur aðeins tapað einum leik. Tölfræðiveitan Infogol skoðaði hins vegar tölfræði tímabilsins og komst að því að tölfræðin sýni það og sanni að Liverpool eigi í raun ekki skilið að vera á toppnum. ?? 19. Newcastle?? 15. Tottenham?? 13. Arsenal?? 4. WolvesAccording to the data, Liverpool don't actually deserve to be top ??https://t.co/CiQpUJQ5zR— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 15, 2020 Infogol notaði tölfræðina yfir markalíkur (expected goals) í hverjum leik til að finna út hvernig staðan ætti í raun að vera. Markalíkurnar eru reiknaðar út frá hversu mörg og hversu góð marktækifæri liðanna eru í leikjunum og svona tölfræði er orðin mikil fræði í fótboltanum. Stigataflan út frá markalíkum ætti því að vera sanngjarna útgáfan af stöðu liðanna í deildinni. Samkvæmt henni ætti Manchester City að vera í toppsætinu en Liverpool í öðru sæti. Liverpool liðið hefur skorað þremur mörkum meira en liðið hefur átt að gera en það munar meira um að liðið hefur fengið á sig ellefu mörkum færra en markalíkurnar segja til um. Manchester City liðið hefur aftur á móti skorað tíu mörkum færra en liðið ætti að hafa gert samkvæmt fyrrnefndum markalíkum. City liðið er hins vegar að fá á sig jafnmörg mörk og markalíkur gefa tilefni til. Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni út frá markalíkum.Mynd/GiveMeSport Chelsea og Wolves ættu bæði að vera ofar en Leicester City og þar með í tveimur síðustu Meistaradeildarsætunum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ættu síðan að vera í sjötta sætinu og þar með fyrir ofan lið eins og Manchester United, Tottenham og Arsenal. Manchester United ætti í raun að vera í áttunda sæti og Tottenham dettur alla leið niður í fimmtánda sæti í þessari töflu. Arsenal er aftur á móti í þrettánda sætinu. Liðin sem eru ofar í töflunni en þau ættu að vera eru Liverpool, Leicester, Manchester United, Sheffield United, Burnley, Arsenal, Crystal Palace og Tottenham, West Ham, Newcastle og Aston Villa. Liðin sem hafa spilað betur en stigataflan segir eru aftur á móti Manchester City, Chelsea, Wolves, Everton, Southampton, Brighton, Watford, Norwich og Bournemouth.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira