Íslenski boltinn

Versta frumraun félags í 62 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það voru svolítil læti í leik Blika og Gróttumanna á Kópavogsvellinum í gær.
Það voru svolítil læti í leik Blika og Gróttumanna á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Daníel Þór

Grótta spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla.

Grótta slapp reyndar ágætlega frá leiknum miðað við allt. Blikar skoruðu nokkur mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu og Blikarnir fengu líka fjölda tækifæra til viðbótar til að bæta við mörkum. Gróttumenn voru síðan manni færri síðasta hálftímann en töpuðu honum bara 1-0.

Þetta eru samt verstu úrslit hjá félagi í sínum allra fyrsta leik í 62 ár eða síðan að Keflavík tapaði 1-5 á móti ÍA í frumraun sinni sumarið 1958.

Bítlarnir urðu ekki til í Liverpool fyrr en tveimur árum síðar þegar Bítlabærinn eignaðist sitt fyrsta efstudeildarlið fyrir meira en sex áratugum síðan. Kærumál sáu líka til þess að fyrsti leikur Keflavíkur var ekki spilaður fyrr en í júlímánuði.

22 félög hafa spilað sinn fyrsta leik í efstu deild frá og með því að Keflvíkingar stigu sín fyrstu spor sumarið 1958. Sex þeirra hafa náð að vinna sinn fyrsta leik og alls hafa tíu af þessum nýliðum náð í stig í frumraun sinni.

Gróttumenn enduðu í hópi með þessum tólf félögum sem hafa gengið stigalaus til búningsklefa eftir sinn allra fyrsta leik í deild þeirra bestu.

Allra fyrsti leikur félaga í efstu deild karla:

  • Félög sem hafa fagnað sigri í frumraun sinni frá 1958 (6):
  • 1968: ÍBV vann 3-1 sigur á Val
  • 1975: FH vann 1-0 sigur á Fram
  • 1990: Stjarnan vann 2-0 sigur á Þór Ak.
  • 1997: Skallagrímur vann 3-0 sigur á Leiftri
  • 2008: Fjölnir vann 3-0 sigur á Þrótti
  • 2015: Leiknir vann 3-0 sigur á Val

    Félög sem hafa gert jafntefli í frumraun sinni frá 1958 (4):
  • 1978: KA gerði 2-2 jafntefli við Breiðablik
  • 1988: Leiftur gerði 0-0 jafntefli við ÍA
  • 1998: ÍR gerði 1-1 jafntefli við Grindavík
  • 2007: HK gerði 0-0 jafntefli við Víking
  • Félög sem hafa tapað í frumraun sinni frá 1958 (12):
  • 1958: Keflavík tapaði 1-5 fyrir ÍA
  • 1962: ÍBÍ tapaði 0-2 fyrir KR
  • 1971: Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Fram
  • 1977: Þór Ak. tapaði 2-3 fyrir Keflavík
  • 1979: Haukar töpuðu 1-3 fyrir KA
  • 1985: Víðir tapaði 0-1 fyrir FH
  • 1987: Völsungur tapaði 2-4 fyrir Keflavík
  • 1989: Fylkir tapaði 0-1 fyrir Fram
  • 1995: Grindavík tapaði 1-2 fyrir Keflavík
  • 2010: Selfoss tapaði 1-3 fyrir Fylki
  • 2013: Víkingur Ó. tapaði 1-2 Fram
  • 2020: Grótta tapaði 0-3 fyrir Breiðabliki



Fleiri fréttir

Sjá meira


×