Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2020 12:20 Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. Þrír reyndust neikvæðir fyrir veirunni og beðið er eftir niðurstöðum úr fimm sýnum. Öryggisgæsla í Farsóttahúsinu hefur verið aukin vegna málsins. Rúmenarnir fimm sem lögregla leitaði að í gærkvöldi vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Rúmenarnir fimm komu til landsins 5. júní, nokkrum dögum áður en hinn hópurinn – fimm karlar og ein kona – komu til landsins. Á annan tug lögreglumanna í nokkrum lögregluumdæmum eru í sóttkví vegna málsins. Rúmenarnir ellefu dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarástíg og eru öll talin hafa brotið reglur um sóttkví. Tekin hafa verið sýni úr öllum. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr fimm sýnum – þrjú reyndust neikvæð og sem fyrr segir eru tveir með virkt smit. Farsóttarhúsinu hafði verið lokað í maí þegar dró úr faraldrinum og stóð til að það yrði opnað á ný í dag í tengslum við nýjar reglur um skimun fyrir veirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Flýttu opnuninni Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsa, segir að flýta hafi þurft opnuninni vegna málsins. „Við ætluðum að opna í dag í rauninni en þurftum að bregðast hratt við í gær og setja húsið upp og taka á móti fyrstu gestunum. Það komu strax sjö manns í gærdag og restin kom í nótt þannig það var bara allt sett á fullt hérna og við náðum að setja húsið upp á klukkustund. Hluti þessara gesta sem hér eru er verið að rannsaka vegna þjófnaðarmála á Selfossi, það eru tveir einstaklingar. Hinir sem eru í húsinu eru erlendir ferðamenn sem brutu sóttvarnarlög,“ segir Gylfi. Að neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Aukin gæsla Gæsla í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hafi því verið aukin. „Þar sem að við gerum sérstaklega vegna þessara tveggja þá erum við með hertara öryggi hér í húsinu. Við erum bæði með öryggisverði og lögreglu á svæðinu. Auk þess erum við með myndavélar á öllum göngum og fylgjumst vel með því að fólk sé ekki að fara út úr herbergjunum sínum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Gylfi. Einnig verða opnuð farsóttarhús á Akureyri og á Egilsstöðum í dag til að taka við smituðum ferðamönnum. Þar munu sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins sinna gestum. Gylfi segist ekki vita hvað gestirnir verða margir næstu daga og vikur. „Við vonum að það verði færri frekar en fleiri. Við siglum blint í sjóinn með Egilsstaði út af Norrænu en það kemur í ljós á næstu dögum. Við ráðum við mjög stóran hóp fólks. Við erum með gistirými nú þegar fyrir hundrað manns á þessum þremur stöðum þar sem við verðum með farsóttahús á og ef þarf að fjölga því getum við gert það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. Þrír reyndust neikvæðir fyrir veirunni og beðið er eftir niðurstöðum úr fimm sýnum. Öryggisgæsla í Farsóttahúsinu hefur verið aukin vegna málsins. Rúmenarnir fimm sem lögregla leitaði að í gærkvöldi vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Rúmenarnir fimm komu til landsins 5. júní, nokkrum dögum áður en hinn hópurinn – fimm karlar og ein kona – komu til landsins. Á annan tug lögreglumanna í nokkrum lögregluumdæmum eru í sóttkví vegna málsins. Rúmenarnir ellefu dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarástíg og eru öll talin hafa brotið reglur um sóttkví. Tekin hafa verið sýni úr öllum. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr fimm sýnum – þrjú reyndust neikvæð og sem fyrr segir eru tveir með virkt smit. Farsóttarhúsinu hafði verið lokað í maí þegar dró úr faraldrinum og stóð til að það yrði opnað á ný í dag í tengslum við nýjar reglur um skimun fyrir veirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Flýttu opnuninni Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsa, segir að flýta hafi þurft opnuninni vegna málsins. „Við ætluðum að opna í dag í rauninni en þurftum að bregðast hratt við í gær og setja húsið upp og taka á móti fyrstu gestunum. Það komu strax sjö manns í gærdag og restin kom í nótt þannig það var bara allt sett á fullt hérna og við náðum að setja húsið upp á klukkustund. Hluti þessara gesta sem hér eru er verið að rannsaka vegna þjófnaðarmála á Selfossi, það eru tveir einstaklingar. Hinir sem eru í húsinu eru erlendir ferðamenn sem brutu sóttvarnarlög,“ segir Gylfi. Að neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Aukin gæsla Gæsla í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hafi því verið aukin. „Þar sem að við gerum sérstaklega vegna þessara tveggja þá erum við með hertara öryggi hér í húsinu. Við erum bæði með öryggisverði og lögreglu á svæðinu. Auk þess erum við með myndavélar á öllum göngum og fylgjumst vel með því að fólk sé ekki að fara út úr herbergjunum sínum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Gylfi. Einnig verða opnuð farsóttarhús á Akureyri og á Egilsstöðum í dag til að taka við smituðum ferðamönnum. Þar munu sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins sinna gestum. Gylfi segist ekki vita hvað gestirnir verða margir næstu daga og vikur. „Við vonum að það verði færri frekar en fleiri. Við siglum blint í sjóinn með Egilsstaði út af Norrænu en það kemur í ljós á næstu dögum. Við ráðum við mjög stóran hóp fólks. Við erum með gistirými nú þegar fyrir hundrað manns á þessum þremur stöðum þar sem við verðum með farsóttahús á og ef þarf að fjölga því getum við gert það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira