„Algjört kaos“ í breskum morgunþætti eftir að Katrín og félagar gleymdu tímamismuninum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júní 2020 18:30 Phillip Schofield, til vinstri, virtist hafa húmor fyrir tímaruglingnum hjá Katrínu Jakobsdóttur og samstarfsmönnum hennar. Mynd/skjáskot/Vilhelm Það varð uppi fótur og fit í breska morgunþættinum This Morning Live á ITV-sjónvarpstöðinni í morgun þegar þáttastjórnendur neyddust meðal annars til þess að borða ost í stað þess að tala við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Katrín var bókuð í viðtal í þættinum en að sögn þáttastjórnenda virðist það hafa gleymst hér á Íslandi að klukkan í Bretlandi er einum tíma á undan klukkunni hér á landi. Phillip Schofield, einn af þáttastjórnendum, virtist reyndar hafa nokkuð gaman af þessum misskilningi, í það minnsta glotti hann við tönn þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum að það sem hefði verið kynnt sem efni þáttar dagsins myndi riðlast. „Það er allt fokið út um gluggann vegna þess, og þetta er eitthvað sem maður segir ekki á hverjum degi, forsætisráðherra Íslands ruglaðist á tíma,“ sagði hann og hló, líkt og sjá má í frétt SUN. „Þau gleymdu tímamismuninum. Við eigum að vera að tala við forsætisráðherra Íslands, en nú ríkir hér algjört kaos,“ bætti Schofield við, nokkuð léttur. Kaosið var reyndar ekki meira en svo að þeim tókst að fá næsta gest til þess að mæta aðeins fyrr. Kokkurinn James Martin mætti í þáttinn og útbjó meðal annars dýrindis ostabakka. Það reyndist ágætt fyrir þáttastjórnendur sem þurftu að fylla upp í það gat sem opnaðist vegna klukkuruglingsins. „Við þurfum að fylla upp í þáttinn í augnablikinu vegna þess að við erum ekki enn viss hvort að íslenski forsætisráðherrann komi,“ sagði Schofield. „Þannig að við erum hér með nýtt efni á ITV, þetta heitir Phillip og Holly borða ost.“ Þannig mátti sjá hann og kollega hans, Holly Willoughby, borða ost án þess að segja mikið í beinni útsendingu, með léttri tónlist undir, eins og sjá má hér að neðan. 'Phillip and Holly eat cheese' is strangely watchable! Reinvent your own cheeseboard with @jamesmartinchef https://t.co/61Ui82NWyh pic.twitter.com/UuOi48IcWR— This Morning (@thismorning) June 15, 2020 Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit í breska morgunþættinum This Morning Live á ITV-sjónvarpstöðinni í morgun þegar þáttastjórnendur neyddust meðal annars til þess að borða ost í stað þess að tala við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Katrín var bókuð í viðtal í þættinum en að sögn þáttastjórnenda virðist það hafa gleymst hér á Íslandi að klukkan í Bretlandi er einum tíma á undan klukkunni hér á landi. Phillip Schofield, einn af þáttastjórnendum, virtist reyndar hafa nokkuð gaman af þessum misskilningi, í það minnsta glotti hann við tönn þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum að það sem hefði verið kynnt sem efni þáttar dagsins myndi riðlast. „Það er allt fokið út um gluggann vegna þess, og þetta er eitthvað sem maður segir ekki á hverjum degi, forsætisráðherra Íslands ruglaðist á tíma,“ sagði hann og hló, líkt og sjá má í frétt SUN. „Þau gleymdu tímamismuninum. Við eigum að vera að tala við forsætisráðherra Íslands, en nú ríkir hér algjört kaos,“ bætti Schofield við, nokkuð léttur. Kaosið var reyndar ekki meira en svo að þeim tókst að fá næsta gest til þess að mæta aðeins fyrr. Kokkurinn James Martin mætti í þáttinn og útbjó meðal annars dýrindis ostabakka. Það reyndist ágætt fyrir þáttastjórnendur sem þurftu að fylla upp í það gat sem opnaðist vegna klukkuruglingsins. „Við þurfum að fylla upp í þáttinn í augnablikinu vegna þess að við erum ekki enn viss hvort að íslenski forsætisráðherrann komi,“ sagði Schofield. „Þannig að við erum hér með nýtt efni á ITV, þetta heitir Phillip og Holly borða ost.“ Þannig mátti sjá hann og kollega hans, Holly Willoughby, borða ost án þess að segja mikið í beinni útsendingu, með léttri tónlist undir, eins og sjá má hér að neðan. 'Phillip and Holly eat cheese' is strangely watchable! Reinvent your own cheeseboard with @jamesmartinchef https://t.co/61Ui82NWyh pic.twitter.com/UuOi48IcWR— This Morning (@thismorning) June 15, 2020
Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira