Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 09:05 Atletico Madrid er að öllum líkindum á leið til Lissabon en þeir slógu ríkjandi Evrópumeistarana í Liverpool út fyrr á árinu. Simon Stacpoole/Getty Images Það er nær öruggt að Meistaradeild Evrópu í fótbolta verði leikin til þrautar í Lissabon í Portúgal yfir tólf daga tímabil. Munu allir leikirnir fara fram í pörtúgölsku höfuðborginni en Sky Sports greinir frá. Aðeins verður leikinn einn leikur til að skera úr um hvaða lið komast áfram en eins og þekkt er leika liðin venjulega heima og að heiman. Færu leikirnir fram á Estadio da Luiz, heimavelli Benfica, og Estadio Jose Alvalde, heimavelli Sporting Lissabon. Leikir í 8-liða úrslitum keppninnar færu fram á milli 12. og 15. ágúst. Undanúrslitaleikirnir tveir væru svo 18. og 19. ágúst á meðan úrslitaleikurinn sjálfur færi fram 23. ágúst. Talið er að framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, samþykki tillögu sem staðfestir þetta fyrirkomulag á fundi sínum á morgun, miðvikudag. Það á enn eftir að ákveða hvað verður gert við þá leiki sem eftir eru í 16-liða úrslitum keppninnar. Manchester City átti til að mynda eftir að mæta Real Madrid á Etihad-vellinum í Manchester í síðari leik liðanna en City vann óvæntan 2-1 sigur í Madríd. Chelsea er svo gott sem dottið úr leik eftir að hafa tapað 3-0 fyrir Bayern Munich í London. Sem stendur myndu allir leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum en fari svo að portúgalska ríkisstjórnin slaki á fjöldatakmörkunum gæti verið að miðar verði seldir á leikina. Líklegt er að Evrópudeildin endi í svipuðum farvegi en þar yrði leikið í þýsku borgunum Frankfurt eða Dusseldorf. Sama á við um Meistarardeild kvenna og yrðu þeir leikir spilaðir á Spáni. Það á þó enn eftir að staðfesta það. Ástæðan fyrir breyttu fyrirkomulagi er sú að sökum kórónufaraldursins er ómögulegt að klára keppnina á tilsettum tíma áður en næsta tímabil á að hefjast. Því hefur sú leið verið farin sem þekkist frekar á sumarmótum yngri flokka en ljóst að ef framkvæmdastjórn UEFA samþykkir tillöguna þá verður boðið til fótboltaveislu frá og með 12. ágúst. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Portúgal Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Það er nær öruggt að Meistaradeild Evrópu í fótbolta verði leikin til þrautar í Lissabon í Portúgal yfir tólf daga tímabil. Munu allir leikirnir fara fram í pörtúgölsku höfuðborginni en Sky Sports greinir frá. Aðeins verður leikinn einn leikur til að skera úr um hvaða lið komast áfram en eins og þekkt er leika liðin venjulega heima og að heiman. Færu leikirnir fram á Estadio da Luiz, heimavelli Benfica, og Estadio Jose Alvalde, heimavelli Sporting Lissabon. Leikir í 8-liða úrslitum keppninnar færu fram á milli 12. og 15. ágúst. Undanúrslitaleikirnir tveir væru svo 18. og 19. ágúst á meðan úrslitaleikurinn sjálfur færi fram 23. ágúst. Talið er að framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, samþykki tillögu sem staðfestir þetta fyrirkomulag á fundi sínum á morgun, miðvikudag. Það á enn eftir að ákveða hvað verður gert við þá leiki sem eftir eru í 16-liða úrslitum keppninnar. Manchester City átti til að mynda eftir að mæta Real Madrid á Etihad-vellinum í Manchester í síðari leik liðanna en City vann óvæntan 2-1 sigur í Madríd. Chelsea er svo gott sem dottið úr leik eftir að hafa tapað 3-0 fyrir Bayern Munich í London. Sem stendur myndu allir leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum en fari svo að portúgalska ríkisstjórnin slaki á fjöldatakmörkunum gæti verið að miðar verði seldir á leikina. Líklegt er að Evrópudeildin endi í svipuðum farvegi en þar yrði leikið í þýsku borgunum Frankfurt eða Dusseldorf. Sama á við um Meistarardeild kvenna og yrðu þeir leikir spilaðir á Spáni. Það á þó enn eftir að staðfesta það. Ástæðan fyrir breyttu fyrirkomulagi er sú að sökum kórónufaraldursins er ómögulegt að klára keppnina á tilsettum tíma áður en næsta tímabil á að hefjast. Því hefur sú leið verið farin sem þekkist frekar á sumarmótum yngri flokka en ljóst að ef framkvæmdastjórn UEFA samþykkir tillöguna þá verður boðið til fótboltaveislu frá og með 12. ágúst.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Portúgal Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira