Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 09:05 Atletico Madrid er að öllum líkindum á leið til Lissabon en þeir slógu ríkjandi Evrópumeistarana í Liverpool út fyrr á árinu. Simon Stacpoole/Getty Images Það er nær öruggt að Meistaradeild Evrópu í fótbolta verði leikin til þrautar í Lissabon í Portúgal yfir tólf daga tímabil. Munu allir leikirnir fara fram í pörtúgölsku höfuðborginni en Sky Sports greinir frá. Aðeins verður leikinn einn leikur til að skera úr um hvaða lið komast áfram en eins og þekkt er leika liðin venjulega heima og að heiman. Færu leikirnir fram á Estadio da Luiz, heimavelli Benfica, og Estadio Jose Alvalde, heimavelli Sporting Lissabon. Leikir í 8-liða úrslitum keppninnar færu fram á milli 12. og 15. ágúst. Undanúrslitaleikirnir tveir væru svo 18. og 19. ágúst á meðan úrslitaleikurinn sjálfur færi fram 23. ágúst. Talið er að framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, samþykki tillögu sem staðfestir þetta fyrirkomulag á fundi sínum á morgun, miðvikudag. Það á enn eftir að ákveða hvað verður gert við þá leiki sem eftir eru í 16-liða úrslitum keppninnar. Manchester City átti til að mynda eftir að mæta Real Madrid á Etihad-vellinum í Manchester í síðari leik liðanna en City vann óvæntan 2-1 sigur í Madríd. Chelsea er svo gott sem dottið úr leik eftir að hafa tapað 3-0 fyrir Bayern Munich í London. Sem stendur myndu allir leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum en fari svo að portúgalska ríkisstjórnin slaki á fjöldatakmörkunum gæti verið að miðar verði seldir á leikina. Líklegt er að Evrópudeildin endi í svipuðum farvegi en þar yrði leikið í þýsku borgunum Frankfurt eða Dusseldorf. Sama á við um Meistarardeild kvenna og yrðu þeir leikir spilaðir á Spáni. Það á þó enn eftir að staðfesta það. Ástæðan fyrir breyttu fyrirkomulagi er sú að sökum kórónufaraldursins er ómögulegt að klára keppnina á tilsettum tíma áður en næsta tímabil á að hefjast. Því hefur sú leið verið farin sem þekkist frekar á sumarmótum yngri flokka en ljóst að ef framkvæmdastjórn UEFA samþykkir tillöguna þá verður boðið til fótboltaveislu frá og með 12. ágúst. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Portúgal Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Það er nær öruggt að Meistaradeild Evrópu í fótbolta verði leikin til þrautar í Lissabon í Portúgal yfir tólf daga tímabil. Munu allir leikirnir fara fram í pörtúgölsku höfuðborginni en Sky Sports greinir frá. Aðeins verður leikinn einn leikur til að skera úr um hvaða lið komast áfram en eins og þekkt er leika liðin venjulega heima og að heiman. Færu leikirnir fram á Estadio da Luiz, heimavelli Benfica, og Estadio Jose Alvalde, heimavelli Sporting Lissabon. Leikir í 8-liða úrslitum keppninnar færu fram á milli 12. og 15. ágúst. Undanúrslitaleikirnir tveir væru svo 18. og 19. ágúst á meðan úrslitaleikurinn sjálfur færi fram 23. ágúst. Talið er að framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, samþykki tillögu sem staðfestir þetta fyrirkomulag á fundi sínum á morgun, miðvikudag. Það á enn eftir að ákveða hvað verður gert við þá leiki sem eftir eru í 16-liða úrslitum keppninnar. Manchester City átti til að mynda eftir að mæta Real Madrid á Etihad-vellinum í Manchester í síðari leik liðanna en City vann óvæntan 2-1 sigur í Madríd. Chelsea er svo gott sem dottið úr leik eftir að hafa tapað 3-0 fyrir Bayern Munich í London. Sem stendur myndu allir leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum en fari svo að portúgalska ríkisstjórnin slaki á fjöldatakmörkunum gæti verið að miðar verði seldir á leikina. Líklegt er að Evrópudeildin endi í svipuðum farvegi en þar yrði leikið í þýsku borgunum Frankfurt eða Dusseldorf. Sama á við um Meistarardeild kvenna og yrðu þeir leikir spilaðir á Spáni. Það á þó enn eftir að staðfesta það. Ástæðan fyrir breyttu fyrirkomulagi er sú að sökum kórónufaraldursins er ómögulegt að klára keppnina á tilsettum tíma áður en næsta tímabil á að hefjast. Því hefur sú leið verið farin sem þekkist frekar á sumarmótum yngri flokka en ljóst að ef framkvæmdastjórn UEFA samþykkir tillöguna þá verður boðið til fótboltaveislu frá og með 12. ágúst.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Portúgal Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn