Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Sylvía Hall skrifar 16. júní 2020 10:28 Stephan Ernst játaði morðið á síðasta ári en hefur dregið játningu sína til baka. Vísir/Getty Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. Lübcke lést eftir að hafa verið skotinn af stuttu færi í garði sínum fyrir ári síðan. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, var mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri í garð innflytjenda. Hann gegndi stöðu ríkisstjóra í Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Lübcke fannst látinn fyrir utan heimili sitt þann 2. júní á síðasta ári og var sjálfsvíg fljótlega útilokað. Maður að nafni Stephen Ernst er sakaður um að hafa myrt Lübcke og öðrum manni, Markus H, er gefið að sök að hafa aðstoðað hann við verknaðinn. Ernst hefur áður játað verknaðinn og sagðist hafa myrt Lübcke vegna frjálslyndra skoðana hans. Hann hefur nú dregið játninguna til baka en hann er tengdur inn í öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Markus H. sem grunaður er um að hafa aðstoðað Stephan Ernst við morðið.Vísir/Getty Ef mennirnir verða dæmdir fyrir verknaðinn er það í fyrsta sinn frá því í seinni heimsstyrjöld að öfga-hægri menn eru dæmdir fyrir pólitískt morð, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þá hefur Ernst einnig verið ákærður fyrir morðtilraun þegar írakskur hælisleitandi var stunginn árið 2016. Lübcke tók afgerandi afstöðu með innflytjendum á sama tíma og útlendingahatur fór að verða meira áberandi í Þýskalandi. Hann hafði fengið morðhótanir og var undir eftirliti lögreglu um tíma. Saksóknarar segja rasisma og útlendingahatur hafa verið helstu hvata morðingjanna. Í yfirlýsingu frá eiginkonu Lübcke og sonum hans segja þau engan stað fyrir hatur og ofbeldi í þýsku samfélagi. Þýskaland Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. Lübcke lést eftir að hafa verið skotinn af stuttu færi í garði sínum fyrir ári síðan. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, var mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri í garð innflytjenda. Hann gegndi stöðu ríkisstjóra í Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Lübcke fannst látinn fyrir utan heimili sitt þann 2. júní á síðasta ári og var sjálfsvíg fljótlega útilokað. Maður að nafni Stephen Ernst er sakaður um að hafa myrt Lübcke og öðrum manni, Markus H, er gefið að sök að hafa aðstoðað hann við verknaðinn. Ernst hefur áður játað verknaðinn og sagðist hafa myrt Lübcke vegna frjálslyndra skoðana hans. Hann hefur nú dregið játninguna til baka en hann er tengdur inn í öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Markus H. sem grunaður er um að hafa aðstoðað Stephan Ernst við morðið.Vísir/Getty Ef mennirnir verða dæmdir fyrir verknaðinn er það í fyrsta sinn frá því í seinni heimsstyrjöld að öfga-hægri menn eru dæmdir fyrir pólitískt morð, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þá hefur Ernst einnig verið ákærður fyrir morðtilraun þegar írakskur hælisleitandi var stunginn árið 2016. Lübcke tók afgerandi afstöðu með innflytjendum á sama tíma og útlendingahatur fór að verða meira áberandi í Þýskalandi. Hann hafði fengið morðhótanir og var undir eftirliti lögreglu um tíma. Saksóknarar segja rasisma og útlendingahatur hafa verið helstu hvata morðingjanna. Í yfirlýsingu frá eiginkonu Lübcke og sonum hans segja þau engan stað fyrir hatur og ofbeldi í þýsku samfélagi.
Þýskaland Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira