Mun Sergio Ramos færa sig um set í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 13:30 Sergio Ramos fagnar hér markinu sem hann skoraði í fyrsta leik Real Madrid eftir hlé. Getty/Oscar J. Barroso Mikil óvissa er um framtíð Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid, en óvíst er hvar fyrirliði Real Madrid mun spila á næstu leiktíð. Ramos var þó á sínum stað í byrjunarliði Real Madrid sem vann Eibar í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins. Skoraði Ramos meðal annars í 3-1 sigri. Hann vann boltann í stöðunni 1-0 og rauk upp völlinn. Ekki sniðugt fyrir miðvörð í stöðunni 1-0 en að þessu sinni endaði það vel þar sem boltinn endaði aftur hjá Ramos eftir frábæran samleik Karim Benzema og Eden Hazard og gat miðvörðurinn ekki annað en skorað. Ramos endaði leikinn – sem fram fór á æfingasvæði Real - þó á bekknum þar sem hann var tekinn út af vegna smávægilegra meiðsla í læri. The Athletic veltir því fyrir sér hvort Ramos eigi eftir að spila aftur á Bernabéu. Hinn 34 ára gamli fyrirliði á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum við spænska stórveldið. Svo virðist sem hvorki félagið né leikmaðurinn sjálfur hafi áhuga á framlengingu þar sem engar samræður hafa átt sér stað þar á milli. Síðasta sumar var Ramos nálægt því að yfirgefa félagið og samkvæmt forseta félagsins, Florentino Perez, bað leikmaðurinn um að fá að rifta samningi sínum svo hann kæmist til Kína. Skömmu síðar boðaði Ramos til blaðamannafundar og sagði að ekkert væri til í þessu og að hann myndi meira að segja spila frítt fyrir Real. Svo virðist sem sambandið milli forseta og fyrirliða hafi aldrei jafnað sig. Ramos var spurður um málið fyrir leik Real og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Þar sagði hann að enginn væri að flýta sér og það myndi bara koma í ljós hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Ramos fékk svo rautt spjald í leiknum er Real tapaði 2-1 á heimavelli. Ekki hans fyrsta á ferlinum en leikmaðurinn á met í fjölda spjalda í spænsku deildinni, Meistaradeild Evrópu, El Clásico og hjá spænska landsliðinu. Alls hefur Ramos fengið 187 spjöld sem leikmaður í spænsku úrvalsdeildinni. Gulu spjöldin eru 167 talsins og þá hefur hann tuttugu sinnum verið rekinn af velli. Ekki eru mörg ár síðan Ramos nýtti sér orðróma þess efnis að Manchester United hefði áhuga á sér til að fá nýjan og endurbættan samning hjá Real. Nú virðist hins vegar sem Real sé ekki tilbúið að framlengja samning leikmanns sem verður orðinn 35 ára þegar núverandi samningur rennur út. Möguleg vinátta Ramos og David Beckham þýðir að leikmaðurinn gæti endað hjá Inter Miami í Bandaríkjunum þar sem Beckham ræður ríkjum. Ef Ramos vill meiri pening en hann þénar í dag er nær öruggt að hann endi í Kína. Hvað varðar lífstíl þá heillar það eflaust að skipta Madríd út fyrir Miami. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30 Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30 Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Sjá meira
Mikil óvissa er um framtíð Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid, en óvíst er hvar fyrirliði Real Madrid mun spila á næstu leiktíð. Ramos var þó á sínum stað í byrjunarliði Real Madrid sem vann Eibar í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins. Skoraði Ramos meðal annars í 3-1 sigri. Hann vann boltann í stöðunni 1-0 og rauk upp völlinn. Ekki sniðugt fyrir miðvörð í stöðunni 1-0 en að þessu sinni endaði það vel þar sem boltinn endaði aftur hjá Ramos eftir frábæran samleik Karim Benzema og Eden Hazard og gat miðvörðurinn ekki annað en skorað. Ramos endaði leikinn – sem fram fór á æfingasvæði Real - þó á bekknum þar sem hann var tekinn út af vegna smávægilegra meiðsla í læri. The Athletic veltir því fyrir sér hvort Ramos eigi eftir að spila aftur á Bernabéu. Hinn 34 ára gamli fyrirliði á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum við spænska stórveldið. Svo virðist sem hvorki félagið né leikmaðurinn sjálfur hafi áhuga á framlengingu þar sem engar samræður hafa átt sér stað þar á milli. Síðasta sumar var Ramos nálægt því að yfirgefa félagið og samkvæmt forseta félagsins, Florentino Perez, bað leikmaðurinn um að fá að rifta samningi sínum svo hann kæmist til Kína. Skömmu síðar boðaði Ramos til blaðamannafundar og sagði að ekkert væri til í þessu og að hann myndi meira að segja spila frítt fyrir Real. Svo virðist sem sambandið milli forseta og fyrirliða hafi aldrei jafnað sig. Ramos var spurður um málið fyrir leik Real og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Þar sagði hann að enginn væri að flýta sér og það myndi bara koma í ljós hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Ramos fékk svo rautt spjald í leiknum er Real tapaði 2-1 á heimavelli. Ekki hans fyrsta á ferlinum en leikmaðurinn á met í fjölda spjalda í spænsku deildinni, Meistaradeild Evrópu, El Clásico og hjá spænska landsliðinu. Alls hefur Ramos fengið 187 spjöld sem leikmaður í spænsku úrvalsdeildinni. Gulu spjöldin eru 167 talsins og þá hefur hann tuttugu sinnum verið rekinn af velli. Ekki eru mörg ár síðan Ramos nýtti sér orðróma þess efnis að Manchester United hefði áhuga á sér til að fá nýjan og endurbættan samning hjá Real. Nú virðist hins vegar sem Real sé ekki tilbúið að framlengja samning leikmanns sem verður orðinn 35 ára þegar núverandi samningur rennur út. Möguleg vinátta Ramos og David Beckham þýðir að leikmaðurinn gæti endað hjá Inter Miami í Bandaríkjunum þar sem Beckham ræður ríkjum. Ef Ramos vill meiri pening en hann þénar í dag er nær öruggt að hann endi í Kína. Hvað varðar lífstíl þá heillar það eflaust að skipta Madríd út fyrir Miami.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30 Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30 Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Sjá meira
Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30
Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30
Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn