Arnfríður hæfust í Landsrétt Sylvía Hall skrifar 16. júní 2020 11:37 Fimm sóttu um embætti dómara við Landsrétt. Vísir/Vilhelm Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt. Arnfríður og Ástráður Haraldsson þóttu standa fremst umsækjenda en Arnfríður hafi verið færust til þess að ráða ágreiningsmálum til lykta. Fimm sóttu um embættið, þau Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Helgi Sigurðsson héraðsdómari, Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 17. apríl. Í janúar á þessu ári ritaði Ástráður bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hann vakti athygli á því að tveir umsækjendur væru þegar skipaðir dómarar við réttinn þegar tvö embætti voru auglýst til umsóknar í desember á síðasta ári. Áskildi hann sér þann rétt að láta á það reyna ef umsóknir skipaðra Landsréttardómara yrðu metnar gildar af hálfu ráðuneytisins. Þá var Ása Ólafsdóttir prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands metin hæfust. Ástráður hefur áður sótt um embætti landsréttardómara, en hann var einn þeirra sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Í umsögn dómefndar segir að þegar matsþættir séu virtir í heild séu Arnfríður og Ástráður fremst en niðurstaðan sé sú að Arnfríður sé hæfust. „Hún hefur mesta reynslu þeirra af dómstörfum og hefur m.a. starfað sem landsréttardómari og verið forseti Félagsdóms um árabil. Einnig hefur hún mikla reynslu af stjórnsýslustörfum og verulega reynslu af stjórnun auk þess sem hún hefur lokið háskólanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun,“ segir í umsögninni. „Síðast en ekki síst hefur Arnfríður sýnt í störfum sínum sem dómari að hún hefur gott vald jafnt á einkamála- sem sakamálaréttarfari og á auðvelt með að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt.“ Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt. Arnfríður og Ástráður Haraldsson þóttu standa fremst umsækjenda en Arnfríður hafi verið færust til þess að ráða ágreiningsmálum til lykta. Fimm sóttu um embættið, þau Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Helgi Sigurðsson héraðsdómari, Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 17. apríl. Í janúar á þessu ári ritaði Ástráður bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hann vakti athygli á því að tveir umsækjendur væru þegar skipaðir dómarar við réttinn þegar tvö embætti voru auglýst til umsóknar í desember á síðasta ári. Áskildi hann sér þann rétt að láta á það reyna ef umsóknir skipaðra Landsréttardómara yrðu metnar gildar af hálfu ráðuneytisins. Þá var Ása Ólafsdóttir prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands metin hæfust. Ástráður hefur áður sótt um embætti landsréttardómara, en hann var einn þeirra sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Í umsögn dómefndar segir að þegar matsþættir séu virtir í heild séu Arnfríður og Ástráður fremst en niðurstaðan sé sú að Arnfríður sé hæfust. „Hún hefur mesta reynslu þeirra af dómstörfum og hefur m.a. starfað sem landsréttardómari og verið forseti Félagsdóms um árabil. Einnig hefur hún mikla reynslu af stjórnsýslustörfum og verulega reynslu af stjórnun auk þess sem hún hefur lokið háskólanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun,“ segir í umsögninni. „Síðast en ekki síst hefur Arnfríður sýnt í störfum sínum sem dómari að hún hefur gott vald jafnt á einkamála- sem sakamálaréttarfari og á auðvelt með að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt.“
Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09
Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37