Atli tók langflesta spretti: „Búinn að breyta sér úr lúxusleikmanni“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 13:00 Atli Sigurjónsson í leiknum gegn Val á laugardaginn. vísir/daníel Atli Sigurjónsson hljóp 1,4 kílómetra á spretti, það er að segja á yfir 20 km/klst, þegar hann lék með KR gegn Val í 1. umferð Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Hann [Atli] er búinn að breyta sér úr lúxusleikmanni í að vera leikmaður sem ég held að Rúnar Kristins eigi erfitt með að líta framhjá,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni. Sérfræðingarnir skoðuðu hlaupatölur leikmanna úr stórleik Vals og KR þar sem meðal annars kom fram að Atli hefði átt langflesta spretti í leiknum, eða 48 talsins. Næsti maður var Tobias Thomsen með 38 spretti á yfir 20 km/klst. Atli hljóp ekki bara hratt heldur alls 11,1 km í leiknum. Kaj Leo í Bartalsstovu hljóp lengst allra eða 11,92 km. Þrír efstu í hvoru liði, þegar horft er til heildarvegalengdar sem hlaupin var á yfir 20 km/klst.MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þessar tölur sanna það að Atli var úti um allt,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, annar sérfræðinga Gumma í þættinum. „Hann var óheppinn að skora ekki í byrjun leiks og það er þvílík vinnsla í honum. Hann er ekki bara með flesta sprettina og lengstu vegalengdina á spretti, heldur langflesta spretti og langmestu vegalengdina. Hann er orðinn ótrúlega dýrmætur þessu KR-liði,“ sagði Davíð en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Hlaupatölur úr leik Vals og KR Finnur Orri Margeirsson átti hraðasta sprettinn sem mældist í leiknum en hann hljóp þá á 33,3 km/klst. Atli var rétt á eftir honum í þeim efnum en hér að neðan má sjá þessar tölur og fleiri upplýsingar úr leiknum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Atli Sigurjónsson hljóp 1,4 kílómetra á spretti, það er að segja á yfir 20 km/klst, þegar hann lék með KR gegn Val í 1. umferð Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Hann [Atli] er búinn að breyta sér úr lúxusleikmanni í að vera leikmaður sem ég held að Rúnar Kristins eigi erfitt með að líta framhjá,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni. Sérfræðingarnir skoðuðu hlaupatölur leikmanna úr stórleik Vals og KR þar sem meðal annars kom fram að Atli hefði átt langflesta spretti í leiknum, eða 48 talsins. Næsti maður var Tobias Thomsen með 38 spretti á yfir 20 km/klst. Atli hljóp ekki bara hratt heldur alls 11,1 km í leiknum. Kaj Leo í Bartalsstovu hljóp lengst allra eða 11,92 km. Þrír efstu í hvoru liði, þegar horft er til heildarvegalengdar sem hlaupin var á yfir 20 km/klst.MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þessar tölur sanna það að Atli var úti um allt,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, annar sérfræðinga Gumma í þættinum. „Hann var óheppinn að skora ekki í byrjun leiks og það er þvílík vinnsla í honum. Hann er ekki bara með flesta sprettina og lengstu vegalengdina á spretti, heldur langflesta spretti og langmestu vegalengdina. Hann er orðinn ótrúlega dýrmætur þessu KR-liði,“ sagði Davíð en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Hlaupatölur úr leik Vals og KR Finnur Orri Margeirsson átti hraðasta sprettinn sem mældist í leiknum en hann hljóp þá á 33,3 km/klst. Atli var rétt á eftir honum í þeim efnum en hér að neðan má sjá þessar tölur og fleiri upplýsingar úr leiknum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00