Fótbolti

Lewandowski tryggði Bæjurum áttunda titilinn í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Magnaður framherji.
Magnaður framherji. vísir/getty

Bayern Munchen er Þýskalandsmeistari áttunda árið í röð en þetta varð ljóst eftir 1-0 sigur Bæjara á Werder Bremen í 32. umferðinni í kvöld.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Robert Lewandowski á 43. mínútu en hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Jerome Boateng. Það kom ekki að sök að Alphonso Davies hafi fengið rautt spjald á 79. mínútu og lokatölur 1-0.

Bayern er með 76 stig á toppi deildarinnar er þeir eiga tvo leiki eftir og eru með tíu stiga forskot á Dortmund sem á þrjá leiki eftir. Bremen er í 17. sætinu með 28 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Önnur úrslit kvöldsins voru þau að Freiburg vann 2-1 sigur á Herthu, Samúel Kári Friðjónsson var ónotaður varamaður hjá Paderborn sem tapaði fyrir Union Berlin 1-0 og Mönchengladbach vann 3-0 sigur á Wolfsburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×