Viðtal Frosta við Kolbrúnu Önnu ekki brot á siðareglum Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 16:58 Viðtal Frosta við Kolbrúnu Önnu reyndist gríðarlega umdeilt, það var kært til Siðanefndar BÍ sem nú hefur úrskurðað að viðtalið stangist ekki á við siðareglur. Viðtal Frosta Logasonar við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, sem sent var út í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 þann 25. febrúar telst ekki stangast á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd BÍ hefur birt úrskurð þess efnis. Kærendur eru tveir en þeir óska nafnleyndar. Í viðtalinu ræddi Frosti við Kolbrúnu Önnu um hennar hlið í erfiðu umgengnismáli en tilefnið var meðal annars það að Kolbrún Anna hafði gefið út hljóðbók um téð mál sem heitir „Ákærð“ og hefur hún vakið mikla athygli. Umfjöllun og viðtal við Ólaf Hand, eiginmann Kolbrúnar, um tálmanir í umgengnismálum sem Stöð 2 birti í febrúar 2017 leiddi einnig til kæru til Siðanefndar en að sama skapi taldist fjölmiðillinn ekki brotlegur við lög þá heldur. Kolbrún Anna Jónsdóttir gaf út hljóðbók um reynslu sína en víst er að ýmsir töldu þá bók ekki eiga neitt erindi. Í úrskurði segir að í kæru sé vísað til ummæla á síðum hreyfinganna Líf án ofbeldis og Stuðningshóps ólögráða barns. „Einnig er vísað til Barnasáttmála SÞ, Umboðsmanns barna, Fjölmiðlanefndar, ríkissaksóknara, dómsstóla og innahússreglna Stöðvar 2 (Sýnar), en siðanefnd tekur ekki afstöðu til þessara atriða, heldur miðar við siðareglur BÍ.“ Afar umdeilt viðtal Viðtalið reyndist afar umdeilt og rituðu Kristrún Heimisdóttir lögmaður ásamt hópi kvenna grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni: „Stöð 2 málsvarar ofbeldis?“ Eru þar fordæmingar á viðtalinu hvergi sparaðar: „Óvirðing Stöðvar 2 við alla aðra aðila málsins fyrir utan Hand-hjónin er takmarkalaus.“ Í kærunni er vísað til Siðareglna BÍ, einkum hinnar svokölluðu tillitssemisreglu númer 3 en þar segir að blaðamenn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömu máli; það hafi Frosti og Stöð 2 ekki gert né virt kröfuna um að „forðast allt sem getur valdið saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu og einnig ekki vandað upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu,“ eins og rakið er í úrskurðinum. Dró ekki taum viðmælanda Í úrskurði er málið reifað en í úrskurði segir að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur í málinu. „Ljóst er að tilfinningar milli deiluaðila eru ríkar í þessu máli. Umgengnis-, tálmunar- og forræðismál eru oftast nær vandasöm – í umfjölluninni og viðtalinu var fjallað um afar viðkvæmt mál, en engu að síður mikilvægt, enda varðar það m.a. gagnrýni á afstöðu og aðgerðir stjórnvalda,“ segir meðal annars. Nefndin hafnar því að fréttamaður hafi dregið taum viðmælanda síns, eins og kærendur vilja halda fram og boðið hafi verið upp á að andstæð sjónarmið kæmu fram af kærendanna hálfu. „Ekki verður annað séð en vinnubrögð fjölmiðilsins rúmist innan siðareglna BÍ og því ekki um brot að ræða.“ Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglumál Bókaútgáfa Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Viðtal Frosta Logasonar við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, sem sent var út í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 þann 25. febrúar telst ekki stangast á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd BÍ hefur birt úrskurð þess efnis. Kærendur eru tveir en þeir óska nafnleyndar. Í viðtalinu ræddi Frosti við Kolbrúnu Önnu um hennar hlið í erfiðu umgengnismáli en tilefnið var meðal annars það að Kolbrún Anna hafði gefið út hljóðbók um téð mál sem heitir „Ákærð“ og hefur hún vakið mikla athygli. Umfjöllun og viðtal við Ólaf Hand, eiginmann Kolbrúnar, um tálmanir í umgengnismálum sem Stöð 2 birti í febrúar 2017 leiddi einnig til kæru til Siðanefndar en að sama skapi taldist fjölmiðillinn ekki brotlegur við lög þá heldur. Kolbrún Anna Jónsdóttir gaf út hljóðbók um reynslu sína en víst er að ýmsir töldu þá bók ekki eiga neitt erindi. Í úrskurði segir að í kæru sé vísað til ummæla á síðum hreyfinganna Líf án ofbeldis og Stuðningshóps ólögráða barns. „Einnig er vísað til Barnasáttmála SÞ, Umboðsmanns barna, Fjölmiðlanefndar, ríkissaksóknara, dómsstóla og innahússreglna Stöðvar 2 (Sýnar), en siðanefnd tekur ekki afstöðu til þessara atriða, heldur miðar við siðareglur BÍ.“ Afar umdeilt viðtal Viðtalið reyndist afar umdeilt og rituðu Kristrún Heimisdóttir lögmaður ásamt hópi kvenna grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni: „Stöð 2 málsvarar ofbeldis?“ Eru þar fordæmingar á viðtalinu hvergi sparaðar: „Óvirðing Stöðvar 2 við alla aðra aðila málsins fyrir utan Hand-hjónin er takmarkalaus.“ Í kærunni er vísað til Siðareglna BÍ, einkum hinnar svokölluðu tillitssemisreglu númer 3 en þar segir að blaðamenn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömu máli; það hafi Frosti og Stöð 2 ekki gert né virt kröfuna um að „forðast allt sem getur valdið saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu og einnig ekki vandað upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu,“ eins og rakið er í úrskurðinum. Dró ekki taum viðmælanda Í úrskurði er málið reifað en í úrskurði segir að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur í málinu. „Ljóst er að tilfinningar milli deiluaðila eru ríkar í þessu máli. Umgengnis-, tálmunar- og forræðismál eru oftast nær vandasöm – í umfjölluninni og viðtalinu var fjallað um afar viðkvæmt mál, en engu að síður mikilvægt, enda varðar það m.a. gagnrýni á afstöðu og aðgerðir stjórnvalda,“ segir meðal annars. Nefndin hafnar því að fréttamaður hafi dregið taum viðmælanda síns, eins og kærendur vilja halda fram og boðið hafi verið upp á að andstæð sjónarmið kæmu fram af kærendanna hálfu. „Ekki verður annað séð en vinnubrögð fjölmiðilsins rúmist innan siðareglna BÍ og því ekki um brot að ræða.“
Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglumál Bókaútgáfa Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira