Hæstiréttur bregður aftur fæti fyrir Trump, sem vill nýja dómara Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2020 17:57 Námsmenn sem búa í Bandaríkjunumn í gegnum DACA fögnuðu fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. Minnst 650 þúsund ungir innflytjendur búa í Bandaríkjunum í gegnum áætlunina sem sett var á í forsetatíð Barack Obama. Trump hefur varið miklu púðri í að reyna að afnema áætlunina og byrjaði hann árið 2017. Nú virðist málinu lokið en þó eingöngu í bili. Önnur málaferli vegna DACA standa enn yfir og Trump segist ekki hættur. Þegar forsetinn sagði fyrst að áætlunin yrði felld niður átti það að vera á höndum þingsins að komast að niðurstöðu í málinu. Þingmenn beggja flokka vildu finna leið til að halda unga fólkinu í Bandaríkjunum. Trump vildi þó ekki samþykkja neitt slíkt án þess að verulega yrði dregið úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og hann fengi fjárveitingu til að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Viðræðurnar gengu ekki eftir og hafa dómstólar komið í veg fyrir að Trump geti aðhafst einhliða. Ríkisstjórn hans hefur haldið því fram að DACA-áætlunin sé ólögmæt og því beri yfirvöldum að afnema hana. Fimm dómarar komust að þessari niðurstöðu og fjórir lögðust gegn henni. John Roberts, forseti Hæstaréttar, gekk til liðs við frjálslynda dómara. Vill nýja dómara Donald Trump brást reiður við á Twitter. Hann sagði að skipta þyrfti út dómurunum í Hæstarétti og að ef Demókratar nái völdum muni þeir ógna réttindum íhaldssamra Bandaríkjamanna. Hann sagði einnig að ákvörðunin væri pólitísk og stakk upp á því að hún væri gegn lögum Bandaríkjanna. Hann sagðist þó ekki vera hættur að reyna að afnema DACA. As President of the United States, I am asking for a legal solution on DACA, not a political one, consistent with the rule of law. The Supreme Court is not willing to give us one, so now we have to start this process all over again.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Forsetinn sagðist einnig ætla að endurskoða stuttlista sína yfir dómara sem hægt sé að tilnefna til Hæstaréttar. Það væri mikilvægt íhaldsmönnum, með tilliti til þeirra ákvarðana sem Hæstiréttur hafi tekið að undanförnu. Síðasta ákvörðun Hæstaréttar tryggði réttindi LGBTQ fólks gagnvart því að vera rekin úr starfi vegna kynhneigðar þeirra eða kynvitundar. ...Based on decisions being rendered now, this list is more important than ever before (Second Amendment, Right to Life, Religous Liberty, etc.) – VOTE 2020!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Barack Obama tísti einnig um ákvörðun Hæstaréttar og sagðist hann fagna með þeim ungu innflytjendum sem treysti á DACA. ...and now to stand up for those ideals, we have to move forward and elect @JoeBiden and a Democratic Congress that does its job, protects DREAMers, and finally creates a system that’s truly worthy of this nation of immigrants once and for all.— Barack Obama (@BarackObama) June 18, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. Minnst 650 þúsund ungir innflytjendur búa í Bandaríkjunum í gegnum áætlunina sem sett var á í forsetatíð Barack Obama. Trump hefur varið miklu púðri í að reyna að afnema áætlunina og byrjaði hann árið 2017. Nú virðist málinu lokið en þó eingöngu í bili. Önnur málaferli vegna DACA standa enn yfir og Trump segist ekki hættur. Þegar forsetinn sagði fyrst að áætlunin yrði felld niður átti það að vera á höndum þingsins að komast að niðurstöðu í málinu. Þingmenn beggja flokka vildu finna leið til að halda unga fólkinu í Bandaríkjunum. Trump vildi þó ekki samþykkja neitt slíkt án þess að verulega yrði dregið úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og hann fengi fjárveitingu til að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Viðræðurnar gengu ekki eftir og hafa dómstólar komið í veg fyrir að Trump geti aðhafst einhliða. Ríkisstjórn hans hefur haldið því fram að DACA-áætlunin sé ólögmæt og því beri yfirvöldum að afnema hana. Fimm dómarar komust að þessari niðurstöðu og fjórir lögðust gegn henni. John Roberts, forseti Hæstaréttar, gekk til liðs við frjálslynda dómara. Vill nýja dómara Donald Trump brást reiður við á Twitter. Hann sagði að skipta þyrfti út dómurunum í Hæstarétti og að ef Demókratar nái völdum muni þeir ógna réttindum íhaldssamra Bandaríkjamanna. Hann sagði einnig að ákvörðunin væri pólitísk og stakk upp á því að hún væri gegn lögum Bandaríkjanna. Hann sagðist þó ekki vera hættur að reyna að afnema DACA. As President of the United States, I am asking for a legal solution on DACA, not a political one, consistent with the rule of law. The Supreme Court is not willing to give us one, so now we have to start this process all over again.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Forsetinn sagðist einnig ætla að endurskoða stuttlista sína yfir dómara sem hægt sé að tilnefna til Hæstaréttar. Það væri mikilvægt íhaldsmönnum, með tilliti til þeirra ákvarðana sem Hæstiréttur hafi tekið að undanförnu. Síðasta ákvörðun Hæstaréttar tryggði réttindi LGBTQ fólks gagnvart því að vera rekin úr starfi vegna kynhneigðar þeirra eða kynvitundar. ...Based on decisions being rendered now, this list is more important than ever before (Second Amendment, Right to Life, Religous Liberty, etc.) – VOTE 2020!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Barack Obama tísti einnig um ákvörðun Hæstaréttar og sagðist hann fagna með þeim ungu innflytjendum sem treysti á DACA. ...and now to stand up for those ideals, we have to move forward and elect @JoeBiden and a Democratic Congress that does its job, protects DREAMers, and finally creates a system that’s truly worthy of this nation of immigrants once and for all.— Barack Obama (@BarackObama) June 18, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira