Yfir sig ástfanginn eftir fjörutíu ára hjónaband Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2020 11:29 Gísli og Jóhanna hafa verið gift í fjörutíu ár og kynntust þau í Versló. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason og flugfreyjan Jóhanna Björnsdóttir eru einstök hjón og voru að halda uppá fjörutíu ára brúðkaupsafmælið sitt og ákváðu að gista á Grand Hótel og njóta svo þar veitinga verðlaunakokksins Úlfars Finnbjörnssonar á Grand Brasserie og upplifa ákveðna utanlandsferð bara hér heima í Reykjavík. Vala Matt hitti þessi skemmtilegu hjón í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að heyra hver galdurinn er við svona langt og hamingjusamt hjónaband. „Við vorum bæði í Versló og ég hélt auðvitað að ég væri aðal töffarinn,“ segir Gísli Gíslason um það hvernig hjónin kynntust. „Hún sá mig labba framhjá sjoppunni og fór að veðja við vinkonu sína hvort hún gæti fengið að kyssa mig. Þetta er alveg eins og í bíómyndunum. Ég er síðan kominn í stærðfræðitíma klukkan tíu um morguninn þegar það er bankað á dyrnar og kennarinn segir að það sé verið að spyrja um mig hérna frammi. Þá stendur þar stúlka í lopapeysu og í smekkbuxum og passaði ekki alveg inn í staðalímyndina hjá stelpunum í Versló. Hún segir, heyrðu viltu kyssa mig. Ég horfði á þessa stúlku og hugsaði með mér, þetta er eitthvað skrýtið. Ég sagði nei og fór inn og lokaði,“ segir Gísli léttur. Hann hugsaði um þessa stúlku töluvert eftir þetta og það tók síðan Gísla nokkra mánuði að ná henni til baka. Alltaf gaman hjá Jóhönnu og Gísla. „Mér fannst verst að tapa verðmálinu og þurfa borga samlokurnar sem við höfðum veðjað um,“ segir Jóhanna. „Það tókst að ná henni til baka og við höfum í raun ekki sleppt hvort öðru síðan þá. Maður þurfti heldur betur að leggja á sig og ég byrjaði í kórnum af því að hún var þar. Svo var farið að kela fyrir aftan ísbúðina í Laugalæk og allur pakkinn. Þetta tók sinn tíma og borgaði sig,“ segir Gísli. Í dag eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. Þau héldu upp á fjörutíu ára brúðkaupsafmælið með því að gista á Grand Hótel og líta í raun á það sem utanlandsferð. „Ég er ekkert vanur því að það sé í rauninni hægt að fara til útlanda á Íslandi. Við ákváðum að prufa og þetta var í rauninni betra en að fara til útlanda. Fólk á að nýta sér þetta að vera innanlands. Það er frábært spa hérna og það er allt hérna,“ segir Gísli en bæði eru þau sammála um galdurinn á bakvið það að vera hamingjusamlega gift í fjörutíu ár. „Það er bara alltaf gaman hjá okkur,“ segja þau bæði í kór. „Við komumst í gegnum þetta Covid og vorum saman í nokkra mánuði og þá held ég að þetta sé komið,“ segir Gísli. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Athafnamaðurinn Gísli Gíslason og flugfreyjan Jóhanna Björnsdóttir eru einstök hjón og voru að halda uppá fjörutíu ára brúðkaupsafmælið sitt og ákváðu að gista á Grand Hótel og njóta svo þar veitinga verðlaunakokksins Úlfars Finnbjörnssonar á Grand Brasserie og upplifa ákveðna utanlandsferð bara hér heima í Reykjavík. Vala Matt hitti þessi skemmtilegu hjón í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að heyra hver galdurinn er við svona langt og hamingjusamt hjónaband. „Við vorum bæði í Versló og ég hélt auðvitað að ég væri aðal töffarinn,“ segir Gísli Gíslason um það hvernig hjónin kynntust. „Hún sá mig labba framhjá sjoppunni og fór að veðja við vinkonu sína hvort hún gæti fengið að kyssa mig. Þetta er alveg eins og í bíómyndunum. Ég er síðan kominn í stærðfræðitíma klukkan tíu um morguninn þegar það er bankað á dyrnar og kennarinn segir að það sé verið að spyrja um mig hérna frammi. Þá stendur þar stúlka í lopapeysu og í smekkbuxum og passaði ekki alveg inn í staðalímyndina hjá stelpunum í Versló. Hún segir, heyrðu viltu kyssa mig. Ég horfði á þessa stúlku og hugsaði með mér, þetta er eitthvað skrýtið. Ég sagði nei og fór inn og lokaði,“ segir Gísli léttur. Hann hugsaði um þessa stúlku töluvert eftir þetta og það tók síðan Gísla nokkra mánuði að ná henni til baka. Alltaf gaman hjá Jóhönnu og Gísla. „Mér fannst verst að tapa verðmálinu og þurfa borga samlokurnar sem við höfðum veðjað um,“ segir Jóhanna. „Það tókst að ná henni til baka og við höfum í raun ekki sleppt hvort öðru síðan þá. Maður þurfti heldur betur að leggja á sig og ég byrjaði í kórnum af því að hún var þar. Svo var farið að kela fyrir aftan ísbúðina í Laugalæk og allur pakkinn. Þetta tók sinn tíma og borgaði sig,“ segir Gísli. Í dag eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. Þau héldu upp á fjörutíu ára brúðkaupsafmælið með því að gista á Grand Hótel og líta í raun á það sem utanlandsferð. „Ég er ekkert vanur því að það sé í rauninni hægt að fara til útlanda á Íslandi. Við ákváðum að prufa og þetta var í rauninni betra en að fara til útlanda. Fólk á að nýta sér þetta að vera innanlands. Það er frábært spa hérna og það er allt hérna,“ segir Gísli en bæði eru þau sammála um galdurinn á bakvið það að vera hamingjusamlega gift í fjörutíu ár. „Það er bara alltaf gaman hjá okkur,“ segja þau bæði í kór. „Við komumst í gegnum þetta Covid og vorum saman í nokkra mánuði og þá held ég að þetta sé komið,“ segir Gísli. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira