Eitt tap í viðbót og draumar um Íslandsmeistaratitil eru úr sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 12:00 Hvorki Hólmfríður Magnúsdóttir né Dagný Brynjarsdóttir hafa komið knettinum í netið það sem af er Íslandsmóti. Vísir/Haraldur Guðjónsson Breiðablik heimsótti Selfoss í Pepsi deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Selfoss eru ríkjandi bikarmeistarar ásamt því að hafa unnið Meistarakeppni KSÍ á dögunum og stefna á Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Sjá einnig: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni“ Breiðablik – sem hefur verið í efstu tveimur sætum deildarinnar frá 2014 – stefnir einnig á þann stóra og því var ljóst að það var mikið undir strax í stórleik 2. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Selfoss tapaði 0-1 fyrir Fylki í Árbænum í 1. umferð á meðan Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á FH á Kópavogsvelli og því máttu heimastúlkur ekki misstíga sig í leiknum í gær. Það tók gestina úr Kópavogi aðeins þrjár mínútur að koma boltanum í netið en það gerði Agla María Albertsdóttir eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Eftir það var leikurinn í járnum eða allt þangað til Blikar fengu aftur innkast ofarlega á vellinum þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Aftur grýtti Sveindís Jane boltanum inn á teig og að þessu sinni var það Alexandra Jóhannsdóttir sem kom honum yfir línuna. Lokatölur 2-0 og vonir Selfyssinga á því að verða Íslandsmeistarar hafa dvínað töluvert. Klippa: Selfoss 0-2 Breiðablik „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías eftir leik í gær. „Við verðum bara að skapa meira fyrir framan markið, það vantaði svolítið upp á það hjá okkur. Ég get ekkert sett út á vinnuframlag leikmanna, þær lögðu sig allar 100% fram en núll stig,“ bætti Alfreð við. Eftir að hafa skorað tvívegis gegn Val í Meistarakeppni KSÍ þá hefur liðið nú leikið 180 mínútur án þess að skora. Ekkert lið tapað þremur leikjum og unnið Íslandsmeistaratitilinn Á þessari öld hefur ekkert lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað meira en tveimur leikjum. Þá tapaði Breiðablik aðeins einum leik sumarið 2016 en lenti samt í öðru sæti deildarinnar. Aðeins fimm sinnum á síðustu tuttugu árum hefur lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað tveimur leikjum en aldrei eftir að hafa tapað þremur. Það er því ljóst að ef Selfyssingar ætla að standa við stóru orðin má liðið ekki tapa öðrum leik það sem eftir lifir sumars. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45 Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Breiðablik heimsótti Selfoss í Pepsi deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Selfoss eru ríkjandi bikarmeistarar ásamt því að hafa unnið Meistarakeppni KSÍ á dögunum og stefna á Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Sjá einnig: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni“ Breiðablik – sem hefur verið í efstu tveimur sætum deildarinnar frá 2014 – stefnir einnig á þann stóra og því var ljóst að það var mikið undir strax í stórleik 2. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Selfoss tapaði 0-1 fyrir Fylki í Árbænum í 1. umferð á meðan Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á FH á Kópavogsvelli og því máttu heimastúlkur ekki misstíga sig í leiknum í gær. Það tók gestina úr Kópavogi aðeins þrjár mínútur að koma boltanum í netið en það gerði Agla María Albertsdóttir eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Eftir það var leikurinn í járnum eða allt þangað til Blikar fengu aftur innkast ofarlega á vellinum þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Aftur grýtti Sveindís Jane boltanum inn á teig og að þessu sinni var það Alexandra Jóhannsdóttir sem kom honum yfir línuna. Lokatölur 2-0 og vonir Selfyssinga á því að verða Íslandsmeistarar hafa dvínað töluvert. Klippa: Selfoss 0-2 Breiðablik „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías eftir leik í gær. „Við verðum bara að skapa meira fyrir framan markið, það vantaði svolítið upp á það hjá okkur. Ég get ekkert sett út á vinnuframlag leikmanna, þær lögðu sig allar 100% fram en núll stig,“ bætti Alfreð við. Eftir að hafa skorað tvívegis gegn Val í Meistarakeppni KSÍ þá hefur liðið nú leikið 180 mínútur án þess að skora. Ekkert lið tapað þremur leikjum og unnið Íslandsmeistaratitilinn Á þessari öld hefur ekkert lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað meira en tveimur leikjum. Þá tapaði Breiðablik aðeins einum leik sumarið 2016 en lenti samt í öðru sæti deildarinnar. Aðeins fimm sinnum á síðustu tuttugu árum hefur lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað tveimur leikjum en aldrei eftir að hafa tapað þremur. Það er því ljóst að ef Selfyssingar ætla að standa við stóru orðin má liðið ekki tapa öðrum leik það sem eftir lifir sumars.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45 Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45
Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10