Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað 19. júní 2020 21:10 Vítaspyrna var dæmd eftir þetta brot Eric Dier á Paul Pogba. VÍSIR/GETTY Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Steven Bergwijn kom Tottenham yfir á 27. mínútu eftir að hafa hlaupið auðveldlega framhjá Harry Maguire og þrumað boltanum í markið. David de Gea varði boltann inn og hefði hæglega getað gert betur. United gekk illa að skapa sér færi til að jafna metin en sóknarþungi liðsins jókst eftir því sem leið á seinni hálfleikinn, meðal annars með innkomu Paul Pogba sem ekki hafði spilað síðan um jólin vegna meiðsla. Pogba nældi í vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann fór illa með Eric Dier sem braut af sér. Bruno Fernandes skoraði af öryggi úr vítinu. Dómarinn Jonathan Moss dæmdi aðra vítaspyrnu á 90. mínútu, þar sem hann taldi Dier hafa brotið á Fernandes, en dró ákvörðun sína réttilega til baka eftir að atvikið hafði verið skoðað á myndbandi. Tottenham hefði með sigri komist upp að hlið United á stigatöflunni en United-menn eru þess í stað í 5. sæti með 46 stig og Tottenham í 8. sæti með 42 stig. Chelsea er í 4. sæti með 48 stig og leik til góða. Enski boltinn
Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Steven Bergwijn kom Tottenham yfir á 27. mínútu eftir að hafa hlaupið auðveldlega framhjá Harry Maguire og þrumað boltanum í markið. David de Gea varði boltann inn og hefði hæglega getað gert betur. United gekk illa að skapa sér færi til að jafna metin en sóknarþungi liðsins jókst eftir því sem leið á seinni hálfleikinn, meðal annars með innkomu Paul Pogba sem ekki hafði spilað síðan um jólin vegna meiðsla. Pogba nældi í vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann fór illa með Eric Dier sem braut af sér. Bruno Fernandes skoraði af öryggi úr vítinu. Dómarinn Jonathan Moss dæmdi aðra vítaspyrnu á 90. mínútu, þar sem hann taldi Dier hafa brotið á Fernandes, en dró ákvörðun sína réttilega til baka eftir að atvikið hafði verið skoðað á myndbandi. Tottenham hefði með sigri komist upp að hlið United á stigatöflunni en United-menn eru þess í stað í 5. sæti með 46 stig og Tottenham í 8. sæti með 42 stig. Chelsea er í 4. sæti með 48 stig og leik til góða.