Þreyttar á að bíða eftir nýrri stjórnarskrá og taka málin í sínar hendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 11:49 Konurnar gengu fylktu liði að Alþingishúsinu í hádeginu. Aðsend Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá mun í dag, á kvenréttindadaginn, fylkja liði í Mæðragarðinum við Lækjargötu og heiðra nýju stjórnarskrána. Í dag ýtti félagið úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Eins gaf félagið út kynningarmyndband um hina nýju stjórnarskrá í dag. Í samtali við Vísi segir Helga Baldvins Bjargardóttir, forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, að þær 13.500 konur sem félagið telur séu orðnar þreyttar á að bíða. „Við ætlum bara að taka málin í okkar eigin hendur. Við erum að skipuleggja okkur út um allt land. Ætlum að gera eitthvað skemmtilegt og vekja athygli á því að það á eftir að lögfesta nýju stjórnarskrána, sem þjóðin kaus um í atkvæðagreiðslu árið 2012,“ segir Helga. Hún segir konur á Íslandi vera að vakna til vitundar um kraft sinn og þær telji stjórnarskrána byggja á kvenlegum gildum á borð við sjálfstæði, jafnrétti og valddreifingu. Frá fundi félagsins í hádeginu.Aðsend „Sitjandi valdhöfum gengur mjög illa að dreifa valdinu og takmarka vald sitt sjálfir. Við ætlum bara að koma og hjálpa þeim.“ Helga gerir ráð fyrir að rúmlega hundrað konur í samtökunum komi saman nú klukkan 12 í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Þaðan verður haldið sem leið liggur á Austurvöll þar sem sungin verða lög til heiðurs hinni nýju, ólögfestu stjórnarskrá. Í dag ýttu samtökin úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti stjórnarskrána sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Hér má nálgast söfnunina, en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 manns sett nafn sitt á listann. Þá birtu samtökin í dag sérstakt kynningarmyndband um nýju stjórnarskrána, ferlið á bak við hana og ástæður þess að hún hefur ekki enn verið lögfest. Myndbandið má sjá hér að neðan. https://listar.island.is/Stydjum/nyjustjornarskrana Kæru Íslendingar, nú er kominn tími til að Alþingi virði...Posted by Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá on Friday, 19 June 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Stjórnarskrá Kvenréttindadagurinn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá mun í dag, á kvenréttindadaginn, fylkja liði í Mæðragarðinum við Lækjargötu og heiðra nýju stjórnarskrána. Í dag ýtti félagið úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Eins gaf félagið út kynningarmyndband um hina nýju stjórnarskrá í dag. Í samtali við Vísi segir Helga Baldvins Bjargardóttir, forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, að þær 13.500 konur sem félagið telur séu orðnar þreyttar á að bíða. „Við ætlum bara að taka málin í okkar eigin hendur. Við erum að skipuleggja okkur út um allt land. Ætlum að gera eitthvað skemmtilegt og vekja athygli á því að það á eftir að lögfesta nýju stjórnarskrána, sem þjóðin kaus um í atkvæðagreiðslu árið 2012,“ segir Helga. Hún segir konur á Íslandi vera að vakna til vitundar um kraft sinn og þær telji stjórnarskrána byggja á kvenlegum gildum á borð við sjálfstæði, jafnrétti og valddreifingu. Frá fundi félagsins í hádeginu.Aðsend „Sitjandi valdhöfum gengur mjög illa að dreifa valdinu og takmarka vald sitt sjálfir. Við ætlum bara að koma og hjálpa þeim.“ Helga gerir ráð fyrir að rúmlega hundrað konur í samtökunum komi saman nú klukkan 12 í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Þaðan verður haldið sem leið liggur á Austurvöll þar sem sungin verða lög til heiðurs hinni nýju, ólögfestu stjórnarskrá. Í dag ýttu samtökin úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti stjórnarskrána sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Hér má nálgast söfnunina, en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 manns sett nafn sitt á listann. Þá birtu samtökin í dag sérstakt kynningarmyndband um nýju stjórnarskrána, ferlið á bak við hana og ástæður þess að hún hefur ekki enn verið lögfest. Myndbandið má sjá hér að neðan. https://listar.island.is/Stydjum/nyjustjornarskrana Kæru Íslendingar, nú er kominn tími til að Alþingi virði...Posted by Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá on Friday, 19 June 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Stjórnarskrá Kvenréttindadagurinn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira